Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Fréttir Kvenfélögin í Flóahreppi fengu styrk frá framkvæmdanefnd um 100 ára kosningaafmæli kvenna til að efna til hátíðahalda í tilefni þessara tímamóta. Dagskráin verður fléttuð inn í hátíðahöld á Fjöri í Flóa um næstu helgi en alla helgina mun standa yfir farandsýning um 100 ára kosningaafmælið, einnig verða sýndar myndir af fjallkonum á tjaldi. Laugardaginn 30. maí verður hátíðardagskrá í Þingborg sem hefst kl. 14.00 með því að Guðmunda Ólafsdóttir les úr BA-ritgerð sinni „Konur áttu að halda sig heima“ sem fjallar um fyrstu fjallferðir kvenna. Jórukórinn mun syngja nokkur lög á eftir undir stjórn Stefáns Þorleifssonar. Um kvöldið verður dagskrá í Félagslundi sem hefst kl. 21.00 en þar mun Kvennakórinn Ljósbrá syngja undir stjórn Maríönnu Másdóttur. Hátíðardagskráin endar sunnudaginn 31. maí í Þingborg kl. 13.00 þar sem Guðrún Hildur Rosenkjær og Ásmundur Kristjánsson kynna og sýna þjóðbúninga og búningasilfur. Allir eru hvattir til að mæta í þjóðbúningum á þennan viðburð. Kl. 14.30 syngur Þóra Gylfadóttir einsöng, undirleikari verður Jón Bjarnason. Auk þessara atriða vinna kvenfélögin saman að mörgum öðrum dagskrárliðum í Þingborg, t.d. morgunmatnum á laugardeginum, hlutaveltu, blóma- og grænmetissölu, kaffi- og vöfflusölu o.fl. Kvenfélögin sem standa að dagskránni eru Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Kvenfélag Hraungerðishrepps og Kvenfélag Villingaholtshrepps. /MHH Konur fyrr og nú – hátíðardagskrá á vegum kvenfélaganna í Flóahreppi Sunnulækjarskóli Selfossi: Fimm systkini í skólanum og mamman kennari „Þetta er mjög gaman enda fínt að vera að vinna á vinnustað þar sem börnin manns eru undir sama þaki og ganga menntaveginn, öll í mismunandi bekkjum, ekkert af þeim eru fjölburar,“ segir Margrét Drífa Guðmundsdóttir, kennari í sérdeild Sunnulækjarskóla á Selfossi. Fimm barna hennar og Ágústs Guðjónssonar eru í skólanum. Ásdís er elst en hún er í 10. bekk, Brynhildur er í 9. bekk, þá Helena sem er í 7. bekk, Katrín er í 4. bekk og loks er það eini strákurinn í systkinahópnum, Benóný, sem er í 1. bekk. Fjölskyldan býr á Selfossi en mun flytja upp úr næstu áramótum á Læk í Flóahreppi þar sem þau munu stunda búskap. Margrét Drífa og Ágúst eru bæði búfræðingar frá Hvanneyri. /MHH Helstu fjallvegir landsins eru sem óðast að verða færir. Þannig er það líka með veginn yfir í Mjóafjörð á Austfjörðum sem jafnan lokast í fyrstu snjóum. Það tók ekki nema um 20 klukkutíma að opna veginn í Mjóafjörð þetta vorið miðað við ríflega 40 tíma í fyrra. Heldur er minni snjór á svæðinu en oft áður en nóg samt líkt og sjá má á þessari mynd sem er á vef Vegagerðarinnar. Vegurinn í Mjóafjörð opnaður á 20 tímum Bændasamtökin og VÍS: Samkomulag um að efla vitund og vinnuvernd í landbúnaði Bændasamtök Ís lands og VÍS undirrituðu fyrir skömmu samning um að efla vitund og vinnuvernd í landbúnaði. Það voru Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækja- sviðs VÍS, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ, sem undirrituðu samninginn miðvikudaginn 6. maí. „Okkur er málið skylt enda bændur mjög mikilvægir viðskiptavinir sem við höfum átt farsæla samleið með um land allt í áratugi. Rætur VÍS eru djúpar í dreifbýlinu eins og okkar víðfeðma þjónustunet ber með sér,“ segir Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá VÍS. „Forvarnir skipa stóran sess í starfsemi okkar og það eru sameiginlegir hagsmunir allra að fyrirbyggja slysin og lágmarka tjón í landbúnaði. Við fögnum þessu frumkvæði Bændasamtakanna og höfum væntingar um góðan árangur af þessari vinnu.“ Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmda stjóri Bænda samtak anna, tekur í sama streng. „Verkefnið hófst í fyrra og lofar góðu. Með liðsinni VÍS verður nú lagst fastar á árarnar. Það hefur sýnt sig að öryggi við landbúnaðarstörf er því miður ábótavant í of mörgum tilfellum. Þessu þarf að breyta til batnaðar og nú gerum við gangskör að því.“ Með samningnum er innsiglað samkomulag um samstarf hvað varðar forvarnir og ábendingar til bænda sem leitt geti til lækkunar á slysatíðni. Telur Sigurður fulla þörf á að starfsfólk í landbúnaði haldi vöku sinni í þessum efnum og að bændur mættu taka sér til fyrirmyndar þann mikla árangur sem náðst hafi við tilkomu Slysavarnarskóla sjómanna á sínum tíma. Auður Björk tók undir þetta og sagði mikilvægt að auka meðvitund um þær hættur sem skapast geta við landbúnaðarstörf. Hugarfarið til þessara mála skipti miklu máli.Verkefnið „Vitund og vinnuvernd í landbúnaði“ er rekið af Bændasamtökunum og felst í því að bændur fá heimsókn þar sem farið er yfir stöðu öryggis- og vinnuverndarmála á býlinu eftir ákveðinni forskrift. Eftir heimsóknina fá bændur skýrslu um sína stöðu þar sem bent er á það sem hugsanlega mætti betur fara og ræddar leiðir til úrbóta. VÍS styrkir verkefnið um 15.000 kr. fyrir hverja heimsókn á býli sem er með tryggingar hjá félaginu. Í samkomulaginu er einnig kveðið á um markvissa kynningu á öryggis- og vinnuverndarmálum í Bændablaðinu á samningstímanum. Snjóblásari nagar sig í gegnum Mynd / VR Mynd / HKr. Nemi í menningarvísindum frá Þýskalandi, Lydia, 24 ára gömul, óskar eftir að komast í gistingu á sveitabæ nálægt Reykjavík dagana 30. maí–2. júní gegn því að aðstoða við bústörfin. Hún mun síðan ferðast um landið til að kanna náttúru og menningu þess. Bændur í nágrenni Reykjavíkur vinsamlega sendi Lydiu póst á lydia.m.kirchner@gmail.com ef þetta vekur áhuga. Vill aðstoða við bústörfin Mynd / MHH Húnaþing vestra: Nýr samningur um dreifnám Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur gert samning við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um dreifnám í Húnaþingi vestra til ársloka 2019. Í bókun sveitarstjórnar er samningnum fagnað, enda sé dreifnámið samfélaginu mikilvægt. Ungu fólki sé gert kleift að vera lengur heima með þeim félags- og fjárhagslega ávinningi sem af því hlýst. Einnig segir að það hafi sýnt sig að fleiri skrá sig til náms á þeim stöðum þar sem dreifnám er í boði og dreifnámsnemendur skili sér vel í áframhaldandi nám. Framlag ríkisins dugar ekki fyrir kostnaði við reksturinn Í bókun er vakin athygli á því að það fjárframlag sem ætlað sé til dreifnámsins frá ríkinu standi ekki straum af öllum kostnaði við rekstur þess. Á þessu ári styðji sveitarfélagið við dreifnámið með fjárframlagi upp í um 6 milljónir króna auk þess að niðurgreiða hádegismat nemenda. Það hafi staðið straum af standsetningu húsnæðis dreifnámsins, keypt nauðsynlegan búnað ásamt fyrirtækjum og félagasamtökum í sveitarfélaginu. Vakin er athygli á því að þó svo að samningurinn gildi til ársloka 2019 sé í honum ákvæði um lágmarksfjölda nemenda. Það sé því afar mikilvægt að foreldrar í sveitarfélaginu hvetji börn sín til að sækja nám í dreifnáminu fyrstu ár framhaldsskólanámsins til að þjónustan haldi áfram að vera í boði fyrir ungmenni í Húnaþingi vestra. /MÞÞ Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.