Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015
Rafmagn var tekið af bæjum á
Þelamörk í Hörgárdal í fjórar
klukkustundir á dögunum á
meðan tré voru höggvin undan
háspennulínunni sem færir íbúum
sveitarinnar rafmagn. Hætta
var orðin á að tré gætu sveiflast
utan í línurnar eða fokið á þær í
ofviðrum að því er fram kemur á
vefsíðu Skógræktar ríkisins.
Grisjun stendur nú yfir í skóginum
á Vöglum á Þelamörk. Kristján
Már Magnússon skógverktaki
og starfsmaður hans, Óskar
Einarsson, vinna að grisjuninni með
grisjunarvél. Í samvinnu við RARIK
sem á og rekur háspennulínuna var
fundinn hentugur tími til að hreinsa
undan línustæðinu og þurfti að
skipuleggja vel vinnuna svo tíminn
nýttist sem best.Verkið tókst vel.
Háspennulínan orðin 60 ára
Háspennulína þessi á Þelamörk er
orðin sextíu ára gömul. Undanfarin
ár hefur RARIK unnið að því að
leggja línur sem þessa í jörð og er
stefnt að því að þessi verði tekin
niður og ný lögð í jörð á næstu fimm
árum. Ekki var þó hægt að bíða svo
lengi án þess að hreinsa frá línunni
því bæði getur skapast hætta og
skemmdir orðið ef trjágróður snertir
eða fellur á háspennulínur.
Þegar línan var lögð upp úr miðri
síðustu öld voru einungis leifar
birkiskógar í landi Vagla á Þelamörk.
Síðan hefur verið ræktaður þar
upp skógur með lerki, stafafuru,
rauðgreni og fleiri tegundum. Þetta er
mjög gróskumikill skógur og mikið
um myndarleg tré sem hafa vaxið
mjög vel síðustu áratugi. Undanfarin
misseri hefur mikið verið grisjað á
Vöglum, en mikið er þó enn eftir.
Þegar háspennulínan verður tekin
niður á línustæðið eftir að nýtast
mjög vel til vegagerðar og verður
góð leið til að fara um skóginn þegar
vinna þarf í honum. /MÞÞ
Fréttir
Grisjað undan háspennulínum:
Upplagður skógarvegur
þegar línan hverfur
Skógræktarmenn ræða við RARIK-menn að verki loknu. Myndir / Pétur Halldórsson.
Með stórvirkri vél er ekki lengi gert að hreinsa frá háspennulínunni.
Línustæðið verður fyrirtaks vegstæði fyrir skógræktarmenn að komast um
skóginn þegar línan verður tekin niður.
Tengi- og héraðsvegir í
Húnavatnshreppi hafa ekki fengið
eðlilegt viðhald undanfarin ár.
Því er svo komið að þeir eru víða
mjög slæmir, hættulegir og nánast
ófærir til aksturs á venjulegum
fólksbílum svo misserum skiptir.
Þá er vetrarþjónusta, snjómokstur
og hálkuvarnir í lágmarki.
Þetta er bagalegt því íbúar í
sveitarfélaginu þurfa að verða sér úti
um nauðsynjar, sækja vinnu og nám
um langan veg og eins er börnum
daglega ekið til og frá skóla.
Þetta kemur fram í greinargerð
með ályktun sem samþykkt
var á fjölmennum íbúafundi í
Húnavatnshreppi. Skorað var á
stjórnvöld að stórauka framlag til
viðhalds vega og flýta því sem
kostur er að á þá verði lagt bundið
slitlag. Bættar samgöngur séu
gífurlegt hagsmunamál fyrir íbúa
sveitarfélagsins.
Afkoma í landbúnaði sé góð
Fram kemur í ályktun fundarins að
hallað hafi undan fæti þegar kemur að
atvinnu- og búsetuþróun undanfarin
ár. Viðvarandi fólksfækkun hafi
verið í sveitarfélaginu undanfarin
ár og samdráttur í atvinnulífi, en
landbúnaður er grunnatvinnuvegur í
Húnavatnshreppi. Því sé lykilatriði að
afkoma þeirra sem stunda landbúnað
sé góð svo hægt sé að byggja upp í
dreifbýli og að nýliðun eigi sér stað.
Stjórnvaldsaðgerðir hafa margvísleg
áhrif á afkomu þeirra sem stunda
landbúnað og möguleika þeirra til
framþróunar.
„Átaks er þörf til að auðvelda
nýliðun í bændastétt,“ segir í
ályktuninni og að nú sé vart mögulegt
fyrir ungt fólk að hefja búskap nema
það geti gengið inn í bú foreldra
sinna. „Aðgangur að lánsfjármagni
hefur verið takmarkað undanfarin ár,“
segir enn fremur og að vextir séu háir
og að þessi takmarkaði aðgangur að
fjármagni hamli uppbyggingu og
endurnýjun. Til að auka tekjuöflun
er nefnt að auka mætti heimavinnslu
á afurðum, nýtingu á auðlindum
og fjarvinnu frá heimili. Aðstoð,
ráðleggingar og fjármögnun eru
lykilatriði til að þeir möguleikar sem
víða eru fyrir hendi séu nýttir.
Ferðaþjónusta er vaxtarbroddur í
Húnavatnshreppi líkt og víða annars
staðar. Mikilvægir þættir til eflingar
í ferðaþjónustu eru samgöngur,
fjarskiptamál og rafmagnskostnaður.
Í hreppnum er víða húsnæði sem lítið
sem ekkert er nýtt, en þeim mætti finna
hlutverk og geta styrkir til nýsköpunar
og aðgangur að sérfræðiþjónustu skipt
sköpum.
Fram kemur einnig að fyrirhugað
sé að stækka Blönduvirkjun um
30mW og að tímabært sé að sú
auðlind skili sér til héraðsins í
formi atvinnuuppbyggingar. Engin
atvinnuuppbygging hafi orðið í
Austur-Húnavatnssýslu í tengslum við
Blönduvirkjun, sem framleitt hefur
rafmagn frá árinu 1990.
Fjarskiptamál víða í ólestri
Fjarskiptamál eru einnig til umræðu í
álykun fundarins og segir að mikilvægt
sé að íbúar Húnavatnshrepps standi
jafnfætis öðrum íbúum landsins
hvað fjarskiptaþjónustu varðar,
enda sé það í fullu samræmi við
markmið fjarskiptaáætlunar. Innan
Húnavatnshrepps vanti mikið upp á
að fjarskipti séu í lagi, þ.e. net- og
farsímatengingar og móttökuskilyrði
fyrir útvarp og sjónvarp eru víða
óviðunandi. „Víða um sveitarfélagið
er ekkert farsímasamband og
á þó nokkrum heimilum eru
mótttökuskilyrði fyrir sjónvarps- og
útvarpssendingar afar ófullnægjandi,
sama má segja um netsamband og
tengingar við það,“ segir í ályktuninni.
Mikilvægt sé að íbúar dreifbýlisins
standi jafnfætis íbúum þéttbýlis
þegar kemur að netþjónustu, enda sé
þjónusta af því tagi stór þáttur í lífi
fólks. /MÞÞ
Lélegt viðhald á vegum í Húnavatnshreppi:
Sumir ófærir til aksturs
venjulegum fólksbílum
– skorað á stjórnvöld að stórauka fjárframlag
H
2
hö
nn
un
e
hf
.
Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500
Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526
www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is
Eigum á lager drifsköft
og íhluti fyrir vinnuvélar
AGRICULTURE