Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Margfaldur Íslandsmeistari í fitness við burðaraðstoð í Borgarfirði – Er búfræðingur að mennt og langaði að komast í sauðburð svo hún auglýsti bara á Facebook Þótt það sé að miklu leyti aflagt að borgarbörn séu send í sveit á sumrin, þá blundar samt í mörgum, jafnt ungum sem ögn eldri, að fá að kynnast lífinu í sveitinni. Sumir láta ekki duga að hugsa um það heldur gera eitthvað til að láta það verða að veruleika. Kristín Sveiney Baldursdóttir er ein þessara þéttbýlisbúa sem er með mikinn áhuga fyrir sveitinni og nýtur hverrar mínútu sem hún kemst í tengsl við dýrin. Nú í maí kallaði þörfin fyrir að komast í beina snertingu við sveitalífið og sendi hún því fyrirspurn á Facebook hvort ekki vantaði einhvers staðar starfskraft við sauðburð. Það var eins og við manninn mælt að margir óskuðu eftir hennar liðsinni. Búfræðingur og margfaldur Íslandsmeistari í fitness Stína, eins og hún er gjarnan kölluð af þeim sem þekkja hana, er tveggja barna móðir, búfræðingur að mennt og útskrifaðist frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri 2010. Þá tók hún eitt ár til viðbótar í skógfræði og landgræðslu árið 2013. Segist hún gjarnan vilja klára námið til að ná BS-gráðu í landgræðslufræðum en það eru í heild þrjú ár. Þó hún sé mikil sveitamanneskja í sér er hún þó trúlega þekktust um þessar mundir, allavega hjá þéttbýlisbúum, fyrir áhuga og árangur sinn í fitness og vaxtarrækt. Hún er þó ekki búin að stunda það sport ýkja lengi. „Ég keppti fyrst í fitness 2012 og er búinn að taka þátt í þrem mótum hér heima og hef unnið þau öll. Ég er því búin að vinna allt sem ég get hugsanlega unnið á því sviði hér heima.“ – Hefur þú þá ekkert verið að spá í keppni í útlöndum? „Jú, en það fylgir því miklu meiri kostnaður og meiri vinna. Dómararnir hér heima vilja samt meina að ég sé alveg á heimsmælikvarða í þessu sporti. Það þýðir bara miklu meira álag á skrokkinn og þetta er ekkert voðalega hollt sport. Svo er ég bara þannig að ég vil gera allt hundrað prósent í smá tíma, en svo vil ég snúa mér að einhverju allt öðru.“ Stína segir að sér finnist oft erfitt að búa á höfuðborgarsvæðinu, en hún býr nú í Hafnarfirði ásamt sínum manni, Hlyni Guðlaugssyni prentsmið. „Mér finnst oft erfitt að vera í borginni og spyr mig stundum: Úff, hvernig á ég að höndla allt þetta stress og þessa umferð?“ – Er fólk samt ekkert hissa á þessu brölti þínu út í sveit? „Nei, þeir sem þekkja mig vita alveg hversu tvískipt ég er í þessu. Annaðhvort fitness eða sveitalífið. Ég er að reyna að finna jafnvægið og hvernig ég get stundað fitness og notið sveitalífsins jafnhliða.“ Sveitin togar Stína segir að sveitin hafi alltaf togað í hana. Þar sé allt annar hrynjandi í mannlífinu og börnin geti lifað mun heilbrigðara lífi en þekkist í þéttbýlinu. Sjálf kynntist hún vel sveitalífinu sem krakki og unglingur hjá Kristjáni Kristjánssyni og Sigríði F. Hafliðadóttur, bændum á Hvítanesi við Ísafjarðardjúp. Hún segir að hún og maður hennar, Hlynur, hafi svo sem reynt að gera draum sinn að veruleika um að nálgast sveitina með því að gera tilboð í kaup á húsi á Hvanneyri. Hafði hún þá hugsað sér að halda áfram námi við LbhÍ ef það hefði orðið að veruleika. Segir Stína að það sé greinilega einhver vakning meðal fólks á höfuðborgarsvæðinu að komast í sveitina. Þannig viti hún af þrem hjónum sem séu að íhuga flutninga á Hvanneyri. Það sé þó ekki alltaf einfalt að finna heppilegt húsnæði á landsbyggðinni, hvað þá að taka við búi eða kaupa jörð. Slíkt sé flestum ofviða fjárhagslega. Stína í jötunni í Samtúni með vorbókina á hreinu. Hér er Kristín sannarlega í góðri snertingu við dýrin með lítið sætt lamb í fanginu eftir aðstoð við burð á bænum Mynd /KSB Kristín Sveiney Baldursdóttir hampar hér bikar þegar hún varð Íslandsmeistari hérlendis í þessari grein. Mynd / Fitness - Einar Guðmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.