Bændablaðið - 28.05.2015, Síða 40

Bændablaðið - 28.05.2015, Síða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Ráðstefna Matvælalandsins Íslands um útflutning og verðmætasköpun fór fram á Hótel Sögu fimmtudaginn 21. maí síðastliðinn. Fjölmenni kom og hlýddi á áhugaverð erindi og gæddi sér á ljúffengum veitingum meistarakokka Grillsins. Að samstarfinu um Matvælalandið Ísland standa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Bænda- samtök Íslands, Íslandsstofa, Matís, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök iðnaðarins. Eftir að ráðstefnustjóri, Alda Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamar Seafood, hafði boðið ráðstefnugesti velkomna flutti Guðný Káradóttir, forstöðumaður sjávarútvegs- og matvælasviðs hjá Íslandsstofu, erindið Nýtum tækifærin – með skýra stefnu í farteskinu. Guðný útskýrði hlutverk Íslandsstofu sem stuðningsaðili við þau fyrirtæki sem hyggja á útflutning. Markmiðin eru að efla ímynd Íslands sem matvælalands, auka áhuga á íslenskum matvælum og stuðla að gjaldeyrisöflun og verðmætasköpun. Svo greindi hún frá nokkrum hagnýtum atriðum sem geta gagnast útflutningsaðilum í því að ná betri árangri. Þar er skýr stefna hvað mikilvægast, er varðar markaðssetningu og sölu – og að allur undirbúningur sé í samræmi við þá stefnu. Stöðug gæði og afhendingaröryggi Jón Georg Aðalsteinsson, sem hefur rekið umboðsskrifstofu fyrir íslenskar matvörur í Sviss um árabil, flutti erindið Hvernig mætum við kröfum á erlendum markaði? Í stuttu máli þá svaraði Jón þeirri spurningu á einfaldan hátt; með stöðugleika. Jón lagði til að mynda mikla áherslu á stöðug gæði vörunnar og afhendingaröryggi. Þetta væru lykilatriði til að öðlast traust og halda því. Jón Georg sagði að Ísland hefði sérstöðu að því leyti að vörumerkið Ísland væri afar verðmætt. Því mætti nota það – gætilega þó – til að keppa efst í gæðapíramídanum. Það væri vænlegasta leiðin í útflutningi fyrir íslenskar matvörur. Matvælaöryggi forsenda viðskipta með matvæli Þau Arnljótur Bjarki Bergsson og Hrönn Ólína Jörundsdóttir frá Matís, sögðu frá hlutverki Matís og þeim þætti í útflutningi sem gerist í bakgrunnsvinnunni. Í máli Hrannar kom meðal annars fram að framþróun íslenskrar matvælaframleiðslu væri til lítils ef matvælaöryggi væri ekki tryggt – og Matís hefði það hlutverk meðal annars að gæta að því. Mætavælaöryggi væri forsenda viðskipta með matvæli. Vinna Matís í því að standa vörð um matvælaöryggið, hefur einkum helgast af sýnatökum og rannsóknum á óæskilegum efnum í sjávarafurðum. Sú vöktun og niðurstöður úr rannsóknunum hafa nýst útflytjendum sjávarfangs, s j á v a r ú t v e g s f y r i r t æ k j u m , eftirlitsaðilum og fleirum til að sýna kaupendum fram á öryggi þeirra afurða. Margir kannast við Kjötbókina, sem Matís endurútgaf fyrir fáeinum árum á veflægu formi. Arnljótur upplýsti á ráðstefnunni að sambærileg útgáfa, Fiskbókin, væri nú aðgengileg á slóðinni fiskbokin. is, þar sem margvíslegan fróðleik er að finna um veiðar, afurðir, nýtingu, vinnsluaðferðir og uppskriftir fiskafurða. Arnljótur greindi líka frá rannsóknum Matís á mikilvægi útflutnings sjávarafurða fyrir aukna verðmætasköpun í sjávarútvegi. Ríkisstjórnin styrkir verkefnið um 80 milljónir á ári næstu fimm ár Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, kynnti nýlega samþykkt ríkisstjórnar, um að verkefninu um Matvælalandið Ísland yrði lagt til 80 milljónir króna árlega á næstu fimm árum. Með þeirri fjárveitingu er verkefninu ætlað að treysta orðspor og móta ímynd Íslands sem upprunalands hreinna og heilnæmra matvæla og auka með því móti gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Ráðstefnunni lauk með samantekt Guðrúnar Hafsteins- dóttur, formanns Samtaka iðnaðarins. Þar kom fram að nokkur lykilorð voru leiðarstef ráðstefnunnar um velgengni í útflutningi; ferskleiki, gæði, sjálfbærni, þjónusta, upplifun, sérstaða, stöðugleiki í gæðum, stöðugt framboð, hönnun – og svo lykilorðið sem stendur upp úr umræðunni: samvinna. Upptökur frá ráðstefnunni verða aðgengilegar á allra næstu dögum á vef Bændasamtaka Íslands, bondi.is. Útflutningur – Verðmætasköpun og ný tækifæri MATVÆLALANDIÐ ÍSLAND STÓÐ FYRIR RÁÐSTEFNU UM ÚTFLUTNING OG VERÐMÆTASKÖPUN: Afhendingaröryggi og samvinna – eru meðal lykilhugtaka í útflutningsmálum að mati fyrirlesara ráðstefnunnar Ráðstefnan var vel sótt og gestir skemmtu sér vel. Myndir / smh Jón Georg Aðalsteinsson rakti sögu sína og miðlaði af reynslu. Arnljótur Bjarki og Hrönn Ólína greindu frá bakgrunnsvinnu Matís. Matreiðslumeistarar Grillsins buðu upp á íslenskar krásir. Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti stuðning ríkisstjórnar við verkefnið.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.