Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Helstu nytjaplöntur heimsins Dúrra – fæða framtíðarinnar Af korntegundum er dúrra í fimmta sæti yfir mest nytjuðu plöntu í heimi. Dúrra er hluti af fæðu milljóna manna í 30 löndum á hverjum degi. Miklar vonir eru bundnar við aukna ræktun plöntunnar og því haldið fram að hún verði meginfæða stórs hluta mannkyns áður en langt um líður. Áætluð heimsframleiðsla á dúrru, ræktunarárið 2014 til 2015, eru rétt rúm 64 milljón tonn sem er 4 milljón tonnum meira en 2013 til 2014 en tæpum 14 milljón tonnum minna en árið 1985 þegar heimsframleiðslan náði hámarki um 88 milljón tonn. Mest er ársframleiðslan í Banda- ríkjunum, 11 milljón tonn, 7,3 milljón tonn í Mexíkó, í Afríkuríkjunum Nígeríu og Súdan um 6,3 milljón tonn í hvoru landi. Því næst koma Indland með 5 milljón tonn og Argentína sem framleiðir um 4 milljón tonn af dúrru á ári. Bandaríkin eru langstærsti útflytjandi dúrru í heiminum með um 70% markaðshlutdeild. Í öðru sæti og ekki einu sinni hálfdrættingur er Argentína með rúm 24%. Innflutningur Kínverja á dúrru hefur margfaldast á síðustu fimm árum og er Kína það land í heiminum sem flytur inn mest af dúrru, 8,5 milljón tonn. Áætluð framleiðsla í Kína er um 2,7 milljón tonn. Japan er í öðru sæti hvað innflutning varðar og flytur inn um eina milljón tonn á ári. Ræktun á dúrru hefur tvöfaldast á síðustu fimmtíu árum. Meðal uppskera í heiminum af dúrru á hektara er 1,4 tonn, 4,5 tonn í Bandaríkjunum og mest hefur hún verið í Jórdaníu, 12,7 tonn. Korn 21. aldarinnar Dúrra er hluti af daglegri fæðu milljóna manna í 30 löndum og miklar vonir eru bundnar við ræktun plöntunnar í framtíðinni og hefur hún verið kölluð korn 21. aldarinnar. Rannsóknir á dúrru og skipulagðar kynbætur hafa verið litlar til þessa en benda samt til að sem ræktunarplanta geti hún gefið mun meiri uppskeru en í dag. Yrki og staðbrigði skipta hundruðum og í þeim leynist urmull erfðaefna sem gera kynbætur vænlegan kost, ekki síst til að auka ræktun plöntunnar á svæðum þar sem matarskortur er viðvarandi. Hraðvaxta grastegund Dúrra, eða súdangras eins og plantan kallast á íslensku, er hraðvaxta grastegund og þar með einkímblöðungur. Einær, þrátt fyrir að sum yrki séu fjölær. Getur vaxið í fjögurra metra hæð en oftast eru lágvaxnari yrki valin til ræktunar. Yfirleitt einstofna. Stofninn er þurr í þurrkatíð en í raka verður hann safaríkur og er safinn sætur á bragðið og oft skorinn og soginn vegna sætunnar. Sé stofninn skorinn við rót spretta einn eða fleiri stofnar úr rótarhálsinum. Þar sem jarðvegur leyfir teygir trefjarót plöntunnar vel á þriðja metra niður í jarðveginn í leit að vatni og skýrir það þol hennar við þurrki. Mest er rótarkerfið í efsta metra jarðvegsins þar sem það breiðir vel úr sér. Blöðin löng, sverðlaga og með vaxhúð sem hindrar útgufun, 7 til 24 eru á hverri plöntu eftir því um hvaða yrki er að ræða. Ung blöð eru upprétt en fara að hanga eftir því sem þau eldast, í þurrkatíð verpast blöðin saman eftir endilöngu og draga þannig út vökvatapi. Blómin tvíkynja og mynda ax, frjóvgast með vind og sjálffrjókun algeng. Fræin með hýði og þrír til fjórir millimetrar að þvermáli. Hýðið mismunandi á litinn, ljósgul yfir í dökkbrún, eftir yrkjum en kjarni fræjanna er hvítur. Dökk fræ eru bitrari á bragðið en ljós og stafar það af meira magni af tanníni í dökkum fræjum en ljósum. Dúrru er gróflega skipt í beiskt og sætt korn eftir magni tanníns í fræjunum og er það síðarnefnda algengara í ræktun. Nafn plöntunnar á latínu er Sorghum bicolor, kjúklingakorn, Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Mest er framleitt af dúrru í Bandaríkjunum, 11 milljón tonn, 7,3 milljón tonn í Mexíkó, í Afríkuríkjunum Nígeríu og Súdan um 6,3 milljón tonn í hvoru landi. grastegund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.