Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 1
10. tölublað 2015 ▯ Fimmtudagur 28. maí ▯ Blað nr. 443 ▯ 21. árg. ▯ Upplag 32.000 Samdráttur í kornræktinni Allt útlit er fyrir að nokkur samdráttur verði í kornræktinni á Íslandi á þessu ári. Bændablaðið leitaði til ráðunauta á helstu kornræktarsvæðum landsins og kannaði í gegnum þá hug kornbænda til komandi sumars. Ýmsir áhrifaþættir varðandi ákvörðun um samdrátt Óli Kristinn Ottósson, kúa- og kornbóndi á Eystra-Seljalandi undir Eyjafjöllum, segir að hann ætli verulega að draga saman seglin. Í fyrra voru 100 hektarar undir kornrækt hjá Óla Kristni en í ár verða þeir ekki nema 16. Nokkrar ástæður eru fyrir samdrættinum, helstar þó að álftir og gæsir hafa verið gríðarlega ágengar á síðustu árum. Svo hafa forsendur fyrir sölu á korni hér innanlands brugðist vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði, að sögn Óla Kristins, þannig að eftir stendur lítið nema tapið. „Mér finnst svakalega lélegt að við kúabændur séum ekki styrktir til jafns við svínabændur á alla hektarana. Álftin hefur verið stórtækust hér og í fyrra hugsa ég að hún hafi tekið alveg af tíu hekturum hjá mér í restina.“ Að sögn Óla Kristins ætla sumir nágranna hans að hætta alveg og enn aðrir minnka töluvert við sig – og rækta í raun kornið bara til að ná hálminum. Annars staðar á Suðurlandi virðist sömuleiðis ætla að verða einhver samdráttur – sérstaklega vestan Eyjafjalla – og svo í Skagafirði. Almennt eru bændur um hálfum mánuði seinna á ferðinni með sáningu vegna tíðarfars. Sjá nánar um stöðu og horfur á helstu kornræktarsvæðunum á blaðsíðu 28. /smh 4 24 Á dögunum fóru börn og foreldrar af leikskólanum Sunnufold, Funa í Grafarvogi í sumarferð að Bjarteyjarsandi í Hvalfjarðarsveit þar sem ýmislegt fróðlegt var að sjá. Huðnan Ilmur kippti sér ekkert upp við það þegar Sunneva Daníelsdóttir heilsaði upp á hana og virtist líka heimsóknin vel. – Sjá bls. 7 Mynd /EHG Óli Kristinn, kornbóndi á Eystra-Seljalandi undir Eyjafjöllum, þar sem fremur dökkt útlit er í kornrækt. Mynd / smh Margfaldur Íslandsmeistari í fitness við burðaraðstoð í Borgarfirði Fimm vetra ærin Fimma bar fimm lömbum Gefur út hljómdisk mitt í sauðburðinum 32–33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.