Bændablaðið - 28.05.2015, Side 1

Bændablaðið - 28.05.2015, Side 1
10. tölublað 2015 ▯ Fimmtudagur 28. maí ▯ Blað nr. 443 ▯ 21. árg. ▯ Upplag 32.000 Samdráttur í kornræktinni Allt útlit er fyrir að nokkur samdráttur verði í kornræktinni á Íslandi á þessu ári. Bændablaðið leitaði til ráðunauta á helstu kornræktarsvæðum landsins og kannaði í gegnum þá hug kornbænda til komandi sumars. Ýmsir áhrifaþættir varðandi ákvörðun um samdrátt Óli Kristinn Ottósson, kúa- og kornbóndi á Eystra-Seljalandi undir Eyjafjöllum, segir að hann ætli verulega að draga saman seglin. Í fyrra voru 100 hektarar undir kornrækt hjá Óla Kristni en í ár verða þeir ekki nema 16. Nokkrar ástæður eru fyrir samdrættinum, helstar þó að álftir og gæsir hafa verið gríðarlega ágengar á síðustu árum. Svo hafa forsendur fyrir sölu á korni hér innanlands brugðist vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði, að sögn Óla Kristins, þannig að eftir stendur lítið nema tapið. „Mér finnst svakalega lélegt að við kúabændur séum ekki styrktir til jafns við svínabændur á alla hektarana. Álftin hefur verið stórtækust hér og í fyrra hugsa ég að hún hafi tekið alveg af tíu hekturum hjá mér í restina.“ Að sögn Óla Kristins ætla sumir nágranna hans að hætta alveg og enn aðrir minnka töluvert við sig – og rækta í raun kornið bara til að ná hálminum. Annars staðar á Suðurlandi virðist sömuleiðis ætla að verða einhver samdráttur – sérstaklega vestan Eyjafjalla – og svo í Skagafirði. Almennt eru bændur um hálfum mánuði seinna á ferðinni með sáningu vegna tíðarfars. Sjá nánar um stöðu og horfur á helstu kornræktarsvæðunum á blaðsíðu 28. /smh 4 24 Á dögunum fóru börn og foreldrar af leikskólanum Sunnufold, Funa í Grafarvogi í sumarferð að Bjarteyjarsandi í Hvalfjarðarsveit þar sem ýmislegt fróðlegt var að sjá. Huðnan Ilmur kippti sér ekkert upp við það þegar Sunneva Daníelsdóttir heilsaði upp á hana og virtist líka heimsóknin vel. – Sjá bls. 7 Mynd /EHG Óli Kristinn, kornbóndi á Eystra-Seljalandi undir Eyjafjöllum, þar sem fremur dökkt útlit er í kornrækt. Mynd / smh Margfaldur Íslandsmeistari í fitness við burðaraðstoð í Borgarfirði Fimm vetra ærin Fimma bar fimm lömbum Gefur út hljómdisk mitt í sauðburðinum 32–33

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.