Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Kynntu þér spennandi náttúrufræðitengt nám í háskóla lífs og lands HÁSKÓLANÁM BS Umsóknafrestur er til 5. júní - HÁSKÓLANÁM MS Veggspjald af íslensku landnámshænunni Litaveggspjöld af íslensku búfé hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin. Þau eru fáanleg hjá BÍ og í bókaverslunum víða um land. Nú er landnámshænan komin í hóp með geitum, hrossum, sauðfé, kúm og íslenska fjárhundinum. Tvær stærðir eru í boði, A3 og stór veggspjöld í stærðinni 61 x 87 cm. Minni gerðin kostar 900 kr. og sú stærri 1.500 kr. www.bondi.is Tekið er við pöntunum í netfangið jl@bondi.is eða í síma 563-0300. Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook Bækur Út er komin hjá Vestfirska forlaginu 4. bókin í bókaflokknum Hornstrandir og Jökulfirðir. Í Hornstrandabókum forlagsins er svo til eingöngu gamalt vín á nýjum belgjum. Yfirleitt eru þetta frásagnir sem flestir eru búnir að gleyma, en geta nú gengið að á einum stað. Ýmislegt í þeim kemur á óvart, einkum þeim sem yngri eru. Fjölbreyttar, áhugaverðar og spennuþrungnar frásagnir sem jafnast á sinn hátt fyllilega við glæpasögur nútímans. Bókin er 132 bls. og skal hér stiklað á stóru um efni hennar. Guðrún Guðvarðardóttir skrifar um hvaða stað henni þótti vænst um. Þá er viðtal við hana úr Þjóðviljanum sem Sigurdór Sigurdórsson skrifaði: Hef sett mér það mark að ganga alla Vestfirði. Kjartan Ólafsson minnist Guðrúnar, sem hann kallaði Vestfjarðakonuna. Fjallað er um byggingu Hornbjargsvita, en hann var reistur 1930 við erfið skilyrði. Skrá er yfir alla vitaverði sem þar störfuðu. B i r t e r hugljúf frásögn eftir Ragnheiði Jónsdóttur í Kjós í Jökulfjörðum sem hún skrifaði um hann Bleik sinn. Viðtal við Jóhann Pétursson vitavörð er eftir Vilborgu Harðardóttur: Hef aldrei þekkt að vera einmana á Horni. Svo eru frásagnir Gunnars Friðrikssonar og Vilmundar Jónssonar af Guðmundi Pálmasyni „vitaverði við erfiðasta vita landsins“. Birtur er 4. og síðasti hluti frásagnar Gísla Konráðssonar af þeim félögum Halli á Horni, Snorra presti og Hallvarði Hallssyni. Þá er Ferðasaga frá Vestfjörðum 1886– 1887: Hornstrandir seinni hluti eftir Þorvald Thoroddsen, sem mun vera ein merkilegasta frásögn sem skrifuð hefur verið um Hornstrandir. Örlygur Hálfdanarson bókaútgefandi minnist Þórleifs Bjarnasonar, námsstjóra og rithöfundar. Kjartan T. Ólafsson, sem er einn allra elsti núlifandi Hornstrendingur og ern vel, skrifar viðamikla frásögn sem hann nefnir Æskuminningar og atvinnusögu úr Aðalvík. Loks skal nefna frásögn Alexanders Einarssonar sem hann skrifar um æviferil föður síns, Einars Bæringssonar, hreppstjóra á Dynjanda í Grunnavíkurhreppi í Jökulfjörðum. Ný bók að vestan: Hornstrandir og Jökulfirðir – Ýmsar frásagnir af horfnu mannlífi – 4. bók Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Kveikjur eftir séra Bolla Pétur Bollason, fyrrum prest í Seljakirkju og nú sóknarprest í Laufási. Innihald bókarinnar eru 40 smásögur og í þeim er tæpt á þjóðfélagsmálum á borð við fátækt, einelti, ofbeldi í ýmsum myndum, einsemd og siðferðisbrestum, siðferði legum álita- málum, tilvistar- og tilgangsspurningum, sorginni, gleðinni, k æ r l e i k a n u m , samskiptum fólks og endalokunum. Það er öllum hollt að lesa þessa bók og velta fyrir sér efni hennar. Hún hentar jafnt unglingum sem hinum eldri og sögurnar mega vel nýtast sem ísbrjótar fyrir samtal og sameiginlegar vangaveltur. Ljósmyndir prýða bókina og eru þær eftir Völund Jónsson. Kveikjur – eftir séra Bolla Pétur Bollason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.