Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015
Rúlluplastið
sem bændur treysta
Litur Listaverð án vsk. Magn á bretti
Rúlluplast
Tenospin
- 750*0,025*1500 Hvítt 10.950 kr 15
Tenospin
- 750*0,025*1500 Ný vara Grænt 10.950 kr 15
Tenospin
- 750*0,025*1500 Ný vara Svart 10.800 kr 15
Net
Westfalia
- 123*3000 m 23.500 kr
Garn
Randofil
- 3500 m pr. rúllu 3.500 kr
Frír flutningur til bænda.
Sláturfélag Suðurlands svf. • Fosshálsi 1 • 110 Reykjavík • Simi 575 6000 • www.ss.is
Frekari upplýsingar fást hjá sölumönnum um allt land og á skrifstofu SS.
17 fm gesthús til sölu
Húsið nýtist sem gesthús, útihús eða
geymsla. Húsið er fullfrágengið að utan með
einangruðu gólfi, undirstöður fylgja með.
Verð 1.450.000 án vsk
Allar frekari upplýsingar veitir
Vilhjálmur í síma 862 9994
Til Sölu Gesthús
Fjórhjólakerra með sturtum
Verð: 49.900kr
Áburðardreifari á fjórhjól
Verð: 39.900kr
Hagstofa Íslands:
Ung félög oftast
gjaldþrota
32,8% hluta- og einkahlutafélaga
eru sex ára eða yngri þegar þau
eru úrskurðuð gjaldþrota.
Hagstofa Íslands hefur birt
tölur um aldursdreifingu hluta- og
einkahlutafélaga sem orðið hafa
gjaldþrota frá árinu 1998. Af þeim
gjaldþrotum sem orðið hafa frá árinu
1998 eru 49,6% þeirra 6 ára eða yngri
og 34,3% eru 7 til 12 ára. Einungis
16% félaga voru 13 ára eða eldri
þegar þau fóru í þrot.
Ef aldur hluta- og
einkahlutafélaga sem hafa verið tekin
til gjaldþrotaskipta á árinu 2014 er
skoðaður, þá sést að 9,1% félaga eru
1 til 3 ára, 23,7% eru 4 til 6 ára og
30,6% eru 7 til 9 ára gömul. Þessi
tafla yfir aldursdreifingu verður
uppfærð árlega.
Gjaldþrot einkahlutafélaga
síðustu 12 mánuði, frá maí 2014 til
apríl 2015, hafa dregist saman um
20% samanborið við 12 mánuði þar
á undan. Alls voru 769 félög tekin
til gjaldþrotaskipta á tímabilinu.
Gjaldþrotum í flokknum Fjármála-
og vátryggingastarfsemi hefur
fækkað mest, eða um 22% á síðustu
12 mánuðum.
Nýskráningum einkahlutafélaga
síðustu 12 mánuði, frá maí 2014
til apríl 2015, hefur fjölgað um
8% samanborið við 12 mánuði þar
á undan. Alls voru 2.107 ný félög
skráð á tímabilinu. Mest er fjölgun
nýskráninga í flokknum Sérfræðileg,
vísindaleg og tæknileg starfsemi,
44% á síðustu 12 mánuðum. /VH