Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 „Það er svolítið verið að bítast um þetta litla sem er í boði á skaplegu verði. Annars er fullt af jörðum til sölu, en það getur bara enginn keypt þær. Það er því meira en að segja það að ætla sér að gerast bóndi í dag. Þá sýnist mér að landbúnaðurinn sé mikið að breytast. Það kemst enginn af nema vera með þúsund kindur eða meira. Svo stór bú finnst mér ekki sérstaklega spennandi. Þá verður maður líka í mun minni tengslum við dýrin, þetta verður meira eins og verksmiðjuvinna. “ Hún segir að það eina sem hafi klikkað í þessu dæmi þeirra hjóna varðandi kaupin á Hvanneyri var að íbúð þeirra í Hafnarfirði seldist ekki. Það má því segja að með því að bjóða fram aðstoð sína við sauðburð á Facebook hafi það bjargað þörfinni fyrir sveitatengslin þetta vorið. Langaði að komast í sauðburð „Ég er í sumarfríi og langaði að komast í sauðburð því það er eitt það skemmtilegasta sem ég veit. Ég setti inn „status“ á Facebook þar sem ég spurði hvort ekki vantaði aðstoð í sauðburði einhvers staðar. Fékk auðvitað fullt af flottum svörum og var búin að ákveða að fara til bekkjarsystur minnar úr búfræðinni, austur á firði, þegar ég fékk fregnir af Magnúsi á Samtúni í gegnum vinafólk á Hvanneyri. Þau sögðu mér að Magnús sárvantaði aðstoð þar sem hann væri aleinn að standa í þessu þetta árið. Ég fór og kíkti á aðstæður og sá strax að hér gæti ég gert mikið gagn og látið gott af mér leiða svo ég mætti strax um kvöldið á vakt. Magnús fékk þá loks að sofa eftir margar vökunætur.“ Mér leið rosalega vel „Þangað fór ég 2. maí og síðan aftur heim 14. maí. Mér leið rosalega vel hjá þeim. Draumurinn minn var alltaf að búa í sveit með sauðfé og hross svo ég fékk aldeilis útrás fyrir það á bænum. Svo er þetta þægilega stutt frá Reykjavík. Að Samtúni búa mæðginin Magnús Jakobsson og móðir hans, Svava Auðunsdóttir, sem er á níræðisaldri. Þar er fjárbú með um 200 fjár auk 13 hrossa. Magnús er mikill hestamaður og nýtir hverja stund til útreiða. Fjárhúsin eru byggð kringum 1940. Þetta er ekki auðveld vinna og dáist ég að því hvernig Magnús getur gert þetta einn allt árið kominn hátt í sjötugt. Þetta hefur þó ákveðinn sjarma og er manni dálítið kippt aftur í tímann að vinna í svona aðstæðum. Þetta var mjög skemmtilegt þótt aðstæðurnar væru mjög erfiðar. Það þurfti t.d. að bera allt vatn í kindurnar í fötum. Þetta hefur Magnús unnið nánast allt einn. Hann slær allt sjálfur á sumrin og rakar saman, en fær þó verktaka í að rúlla fyrir sig heyinu.“ – Þú lætur sem sagt vel af vistinni í Samtúni? Já, ég naut vistarinnar virkilega og mun vera í sambandi við þau um ókomin ár. Þau voru afskaplega þakklát fyrir hjálpina. Stína segir að það sé svo sem ekkert ákveðið hvað þau skötuhjúin geri varðandi áhuga hennar á sveitinni. Hlynur sé ekki eins mikið fyrir sveitina en opinn fyrir breytingum, en hana langi alltaf þegar byrjar að vora að komast út í náttúruna og í snertingu við dýrin. Sjálf hefur hún átt hesta, unnið við tamningar og hefur mikið dálæti á hestamennsku. „Allt síðast sumar var ég bara í hestaferðum,“ segir Kristín Sveiney Baldursdóttir sem útilokar ekki eitthvað svipað í sumar. /HKr. Útihúsin í Samtúni eru komin nokkuð til ára sinna og farin að láta á sjá, enda byggð um 1940. Gamla dráttarvélin er líka komin með drjúga reynslu en er samt tilbúin í slaginn. Mynd / KSB Það er greinilega notalegt í gömlu fjárhúsunum í Samtúni og hér kúra lömbin á milli mæðra sinna. Mynd /KSB SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar Korputorg 112 Reykjavík Sími 551 5600 utilegumadurinn.is FERÐAVAGNAR Opið mán-fös kl. 10-18 - lau-sun kl. 12-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.