Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015
Avery- og Gray-dráttarvélarnar
eiga það sameiginlegt að
hafa verið ólíkar öðrum
dráttarvélum á sínum tíma,
framleiddar á fyrri hluta
síðustu aldar og að framleiðslu
þeirra er hætt.
Avery
Árið 1874 stofnuðu tveir bræður
fyrirtækið Avery sem sérhæfði sig
í framleiðslu á jarðvinnslutækjum.
Fimmtán árum seinna hófu
þeir framleiðslu á
gufuvélum fyrir
traktora. Bræðurnir
þóttust sjá að framtíðin
lægi í framleiðslu
á dráttarvélum og
fyrsti traktorinn sem
fyrirtækið framleiddi
kom á markað árið
1909 og kallaðist
Farm & City.
Farartækið líktist
reyndar meira vörubíl
en traktor vegna þess
hversu pallurinn var
stór og bræðurnir ekki ólíkir
Gö og Gokke á auglýsingu fyrir
vélina.
Farm & City var með eins
strokka gufuvél, tæp þrjú tonn
að þyngd og lofað var allt að
65 hestöflum. Þrátt fyrir fögur
fyrirheit stóðst traktorinn engan
veginn væntingar. Í framhaldinu
hóf fyrirtækið framleiðslu á
tveggja strokka vél sem reyndist
mun betur og bauð upp á alveg
nýjan möguleika sem var að geta
gengið jafnt aftur á bak sem áfram.
Fyrirtækið framleiddi um tíma
vélknúna plóga, litla og stóra
traktora, stærsta vélin sem það
setti á markað var átta strokka
og vó tæp tíu tonn. Reksturinn
gekk vel og árið 1920 hóf Avery
framleiðslu á litlum traktor, 5-10
týpunni, sem átti að keppa við
Fordson á markaði. 5-10 týpan
reyndist banabiti Avery og
fyrirtækið fór á hliðina árið
1924. Nokkrum mánuðum
seinna var fyrirtækið
reist við en varð aftur
gjaldþrota í kreppunni
1931. Með þrjósku og
bjartsýni að leiðarljósi
hófst framleiðslan enn á ný
en fyrirtækið fór endanlega
á hausinn við upphaf seinni
heimsstyrjaldarinnar.
Gray
Í árdaga dráttarvéla-
framleiðslu komu á markað ýmsir
kúnstugir gripir og einn þeirra
kallaðist Gray og líktist fremur
valtara en dráttarvél. Fyrsti Gray-
traktorinn var framleiddur árið
1908. Sérstaða vélarinnar fólst í
gríðarlega breiðum afturdekkjum
eða öllu heldur stórri tromlu sem
ætlað var til að auka dragkraftinn
og um leið dreifa þyngd
vélarinnar. Hugmyndin var að
vegna tromlunnar gæti traktorinn
unnið í mýrum án þess að spóla
sig niður og festast.
Framleiðsla vélanna hófst
fyrir alvöru árið 1914 en þá
var afturdekkið ein há og 137
sentímetra breið
tromla. Traktorinn
var knúinn áfram af
gufuvél fyrstu árin
en seinna var henni
skipt út fyrir fjögurra
strokka vél sem
brenndi jarðolíu.
Þrjár týpur af Gray-
dráttarvélum voru
settar á markað árið
1016 sem kölluðust
15/25, 20/35 og
18/36 sem seldist best.
Árið 1925 kom svo
fjórða týpan, 22-44,
á markað. Gray-traktorarnir
þóttu frá upphafi klunnalegir og
illmeðfærilegir. Salan var treg og
framleiðslu þeirra var hætt árið
1933. /VH
Avery og Gray –
skemmtilega öðruvísi
Utan úr heimi
Konunglega breska garð yrkju-
félagið og breska geimferða-
miðstöðin vinna sameiginlega
að verkefni sem felst í því að
finna plöntur sem geimfarar
geta ræktað og borðað á
könnunarferðum um óravíddir
geimsins.
Seinna á þessu ári munu
breskir geimfarar hafa meðferðis
í alþjóðlegu geimstöðina, sem
er á braut umhverfis jörðina,
ríflega milljón fræ af klettasalati.
Fræið verður í geimstöðinni í sex
mánuði. Eftir að það kemur aftur
til jarðarinnar verður því dreift í
skóla víðs vegar um Bretlandseyjar.
Hugmyndin er að fá skólabörn til að
rækta plöntur upp af fræinu sem sent
var út í geiminn samhliða fræi sem
hefur alla sína tíð verið á jörðinni og
kanna hvort munur sé á vextinum.
Tilgangur verkefnisins er því
tvíþættur, að kanna hvort fræ
af klettasalati þoli geymslu úti í
geimnum og auka áhuga barnanna
á grasafræði og ræktun.
Hvað á að borða í geimnum?
Áhugi geimrannsóknamanna hefur
lengi beinst að því hvort maðurinn
geti í framtíðinni tekist á við langar
geimferðir og jafnvel búsetu á öðrum
hnöttum. Til að svo geti orðið þarf
að leysa það á hverju geimfarar og
landnemar eiga að nærast.
Í dag er miðað við að hver geimfari
þurfi fimm kíló af mat og vatni á
dag þannig að magnið sem flytja
þyrfti með á löngum geimferðum
er gríðarlegt. Hugmyndir eru uppi
um að byggja stöð á tunglinu og við
núverandi aðstæður þyrfti að ferja
þangað matvæli reglulega með
tilheyrandi kostnaði. Nærtækast
er að hugsa sér að geimfararnir og
landnemarnir rækti matinn sinn
sjálfir og hann komi úr plönturíkinu
að minnsta kosti fyrst um sinn.
Hvað plöntur vaxa best í
geimnum?
Rannsóknir á því hvort hægt væri
að rækta plöntur í geimnum hófust
strax í árdaga geimrannsókna á
sjötta áratug síðustu aldar. Fræ
sem hafa spírað í geimnum sýna,
þrátt fyrir fjarlægðina frá jörðinni,
tilhneigingu til að senda rætur
sínar í átt að aðdráttarafli jarðar.
Tilraunir sem gerðar voru um borð
í bandarísku geimskutlunni benda til
að mismunandi plöntur vaxi misvel
í þyngdarleysi.
Sé slíkt raunin er nauðsynlegt að
komast að því hvaða plöntur vaxa
best og eru líklegar til að gefa mesta
uppskeru í geimleiðangri sem getur
tekið áratugi eða, sem líklegra er,
margar kynslóðir geimfara.
Svo skemmtilega vill til að
klettasalat kallast „rocket“ á ensku
vegna þess hvað það er hraðvaxta.
/VH
Geimrannsóknir:
Garðyrkja í geimnum
Yfirvöld í Kólumbíu eru hætt að
úða kókaakra úr lofti eða á jörðu
með illgresiseitrinu Round up.
Ástæðan er aukin tíðni veikinda
hjá smábændun sem eru sögð
tengjast efninu glífósat.
Samkvæmt nýrri skýrslu um
kókaínframleiðslu í Kólumbíu
hefur ræktun á kókarunnum
aukist um 39% frá síðasta ári þar
í landi. Á síðasta ári er áætlað að
framleiðslan hafi verið 185 tonn
en að hún verði 245 tonn á þessu.
Ein af þeim aðferðum sem
stjórnvöld í Kólumbíu hafa beitt í
baráttunni við kókaínframleiðslu í
landinu er að úða kókaakra bænda
með illgresiseitrinu Round up og
hafa bandarísk stjórnvöld stutt
þá aðgerð frá árinu 1994 með
hátt í tveggja milljarða dollara
fjárframlagi.
Undanfarin ár hafa stjórnvöld í
Kólumbíu haft vaxandi áhyggjur
af heilsufari bænda sem stunda
ræktunina. Kókaræktun í Kólumbíu
er nánast eingöngu í höndum
smábænda og fjölskyldubúa
sem fá lítið fyrir uppskeruna.
Dreifingaraðilar og þeir sem græða
mest á afurðum laufanna koma þar
hvergi nálægt.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
hefur gefið frá sér skýrslu þar sem
sagt er að rík tengsl séu á milli
notkunar á glífósat í landbúnaði og
krabbameina í fólki. Tilraunir sýna
einnig að kókaplöntur hafi myndað
þol gegn Round up og að úðun með
því auki einungis samkeppnishæfni
hennar við aðrar plöntur.
Juan Manuel Santos forseti
segir að í framhaldi af því að hætt
verði að úða akra smábænda og
fjölskyldubýla verði lögð aukin
áhersla á að handsama stóra
dreifingaraðila og smyglara.
/VH
Illgresiseitur og heilsufar:
Hættir að úða kókaakra