Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Sokki á leið í sumarhaga Laugardaginn 30. maí verður haldinn alvöru sveitadagur í Grímsnes- og Grafningshreppi. Kallast hann „Borg í sveit“ og er haldinn af íbúum og fyrirtækjum í sveitarfélaginu. Þann dag munu fyrirtæki, bændur og einstaklingar taka höndum saman, hafa opið hjá sér og bjóða gesti og gangandi velkomna í heimsókn. Dagskrá dagsins má sjá á www.gogg.is. /MHH Grindavíkurbær hefur undirritað samning við Inkasso innheimtufyrirtæki, sem mun framvegis sjá um alla innheimtu fyrir sveitarfélagið. „Markmið Grindavíkurbæjar með samningnum við Inkasso er að lækka kostnað greiðenda vegna vanskilainnheimtu samhliða því að tryggja góðan innheimtuárangur. Einnig að milliinnheimtukostnaður lækki verulega. Það er afar mikilvægt fyrir Grindavíkurbæ og þar með allt samfélagið í heild að innheimta skatta og gjalda sé sem skilvísust. Það er hagur allra,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Markmið Inkasso eru að bjóða upp á nýjar leiðir í innheimtuþjónustu og meiri sveigjanleika og lægri kostnað fyrir sveitarfélög og fyrirtæki. „Grindavíkurbær er gríðarlega öflugt sveitarfélag og hefur á seinustu árum markvisst byggt upp góða þjónustu fyrir bæjarbúa og þar er að finna öflugt atvinnulíf í sjávarútvegi, verslun og þjónustu. Það er okkur sönn ánægja að starfa með sveitarfélaginu með það að markmiði að veita íbúum þess betri þjónustu og lækka kostnað,“ segir Georg Andersen, framkvæmdastjóri Inkasso. /VH Grindavíkurbær: Inkasso sér um innheimtuna Það er vor í lofti í Þingeyjarsýslu, en margir voru orðnir langþreyttir á veðrinu sem setti strik í reikninginn á dögunum. Nú hafa allir fyllst bjartsýni á ný og búfénaðurinn verður frelsinu feginn þegar hann kemst á nýgræðinginn. Fyrstu innistöðuskepnur sem önduðu að sér vorloftinu á Laxamýri S-Þing var geldféð og var það fúst til þess að hoppa upp á vagninn til þess að komast í sumarhagann á bökkum Laxár. Hulda Ósk Jónsdóttir á Laxamýri, knattspyrnukona og framhaldsskólanemi, hefur mikinn áhuga á kindum. Hér er hún með vini sínum, sem er forystusauðurinn Sokki sem er fimm vetra. Hann er léttur á fæti og liðugur, stekkur á milli spila og jafnvel upp í garða þegar færi gefst. Hann kann vel að meta vinskapinn og munu verða fagnaðarfundir þegar þau hittast í haganum í sumar til þess að spjalla saman, þegar Hulda Ósk kemur heim á milli knattspyrnuleikja. /MÞÞ Borg í sveit – alvöru sveitadagur Fréttir Vesturverk ehf. áformar að reisa 55 MW virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði í Árneshreppi á Ströndum. Vinna við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar verður unnin af Verkís. Til stendur að gera þrjú miðlunarlón á Ófeigsfjarðarheiði, í Hvalá, Rjúkandaá og Eyvindarfjarðará. Aðrennslislagnir verða leiddar í stöðvarhús sem byggt verður neðanjarðar. /VH Virkjun í Ófeigsfirði: Drög að matsáætlun Mynd / Atli Vigfússon Jón Þórisson, sviðsstjóri fjár- mála- og stjórnsýslusviðs, Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grinda- víkurbæjar, Georg Andersen, fram- kvæmdastjóri Inkasso og Jóhann Opið hús hjá kanínubúinu á Syðri-Kárstöðum Birgit Kositzke, eigandi kanínu- búsins að Syðri-Kárstöðum, verður með opið hús hjá sér á laugardag, 30. maí, frá kl. 13 til 16. Þangað eru allir velkomnir að kynna sér þá nýjung í búskaparháttum hér á landi sem ræktun holdakanína til manneldis er. Boðið verður upp á veitingar og jafnvel tónlist með vorlegu ívafi. Birgit segir að góður gangur sé í ræktuninni og raunar gangi búskapurinn betur en hún átti von á. Fyrsta slátrun var upp úr miðjum janúar á þessu ári og hefur að jafnaði verið slátrað einu sinni í mánuði það sem af er ári. Slátrað er hjá Sláturhúsinu á Hvammstanga. Eskja í Reykjavík hefur umboð fyrir kanínukjöt frá Syðri-Kárstöðum og geta þeir sem áhuga hafa á að bragða ferskt kanínukjöt haft samband við fyrirtækið. Fleiri sölustaðir bætast í hópinn Innan tíðar verður hægt að nálgast niðurhlutað kanínukjöt hjá Matarbúrinu í Reykjavík, en til stendur að færa starfsemi þess að Grandagarði 29. Kolabraut, veitingahús í Hörpu, mun einnig bjóða upp á kanínukjöt á matseðli sínum og gestum á nýjum veitingastað, Sjávarborg á Hvammstanga, hefur staðið til boða að velja sér kanínukjöt þegar þeir snæða þar. Þannig eru að bætast við staðir þar sem slíkt kjöt er í boði og segir Birgit það ánægjulegt. Viðtökur hafi verið góðar það sem af er. Kjötið fáist nú á fleiri stöðum en áður og æ fleiri hafi áhuga fyrir að prófa. Eftir því sem unnendum kanínukjöts fjölgi megi búast við að það magn sem fer á markað muni aukast. /MÞÞ Bændablaðið Kemur næst út 11. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.