Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Opel Zafira er hægt að fá með tveim stærðum af vélum, Zafira Enjoy með 1,6 l dísilvél sem skilar 136 hestöflum og Zafira Cosmo með 2,0 l dísilvél sem skilar 165 hestöflum. Bíllinn sem ég prófaði var 165 hestafla Cosmo. Krafturinn og snerpan í bílnum er mjög skemmtileg og leiddist mér ekki að gefa bílnum inn við ýmsar aðstæður. Svo mikill er krafturinn að ef bílnum var gefið í botn úr kyrrstöðu á þurru malbiki voru hjólbarðarnir ekki að gefa nægilegt grip svo að bíllinn fór í spól og fannst mér það hálf skrítið að sjá og finna spólvörnina koma inn á þurru malbikinu. Uppgefin eyðsla á Cosmo er 6,0 lítrar á hundraðið, en ég prófaði fyrst bílinn í innanbæjarakstri í tæpa 50 km og var samkvæmt aksturstölvunni að eyða 10,1 lítra á hundraðið. Í langkeyrslu sem var rúmir 70 km sagði tölvan að ég hafi verið að eyða 6,8 lítrum miðað við 100 km akstur. Mjög gott að mínu mati þar sem að ég var ekkert að reyna að spara eldsneyti enda leiðist mér ekki að gefa kraftmiklum bílum inn þegar þess er kostur. Snilldarhönnun Innréttingin er snildarhönnun sem miðar að því að láta farþegum líða vel og njóta ferðarinnar. Í flestum sjö manna bílum eru öftustu tvö sætin óþægileg og engan veginn fyrir fullvaxna, en í þessum sætum fannst mér ekkert óþægilegt að sitja, en samt ekki nein lúxusþægindi að sitja þar. Mundi segja að öftustu sætin séu mjög góð fyrir alla þá sem eru undir 150 cm og 50 kg. Miðsætin þrjú eru góð og þægileg að sitja í, en ef aðeins fjórir eru að ferðast í bílnum er hægt að breyta miðsætunum í lúxussæti, bakinu á miðjusætinu er hallað fram, púðar hvor sínum megin á bakinu eru settir upp sem armpúðar og hin sætin eru færð aftur og inn. Við þetta skapast meira rými fyrir farþega og þægindin aukast og til viðbótar þá sjá farþegarnir í aftursætunum betur fram á veginn út um stóra framrúðuna. Eins og hannaður fyrir norðurljósaskoðun Hönnun framrúðunnar og mikið útsýni út um hana er einkenni Opel Zafira og að setjast inn í bílinn og draga aftur þakið (innréttinguna þar sem sólskyggnið er fest), sem færist allt aftur um 50 cm, við þetta fær maður hreint frábært útsýni upp á við og fyrir íslenskt landslag er enginn bíll sem ég hef prófað sem býður upp á annað eins útsýni og Opel Zafira. Það hefði mátt halda að hönnuður bílsins væri einlægur aðdáandi norðurljósa því að í ofanálag við þetta fína útsýni fram og upp út um framrúðuna er Opel Zafira með stóran þakglugga. Fyrir mér er þessi bíll sérhannaður fyrir norðurljósaferðir og í akstur undir bröttum fjallshlíðum. Bílabúð Benna býður upp á 10% útborgun á nýjum bílum Niðurstaða mín er að Opel Zafira sé mjög hentugur bíll til margs, býður upp á fjölda farþega og þægilegan ferðamáta. Í akstri er bíllinn lipur, fjöðrunin tekur holur í götóttu gatnakerfi Reykjavíkur vel, er mjúkur yfir hraðahindranir, en heyrist aðeins of mikið í möl skella undir bílnum á malarvegum. Að eignast Opel er nú auðvelt þar sem Bílabúð Benna býður þeim sem kaupa nýjan Opel 90% lán og þar af leiðandi þarf ekki að borga út nema 470–550.000 í Opel Zafira og þá er hann þinn. Verð á Opel Zafira er frá 4.690.000, sá ódýrasti beinskipti 136 hestafla Enjoy og upp í 5.490.000 sjálfskiptur 165 hestafla Cosmo. Nánari upplýsingar um Opel má finna á vefsíðunni www. Vélabásinn liklegur@internet.is Hjörtur L. Jónsson Opel Zafira: Skemmtilega kraftmikill bíll með næstum of mikla snerpu Þyngd 1.443-1.899 kg Hæð 1.685 mm Breidd 1.958 mm Lengd 4.656 mm Eldsneytistankur 58 Lítrar Helstu mál og upplýsingar Það getur kostað sitt að dæla röngu eldsneyti á bílinn: Þarf oft að kalla til sérfræðiþjónustu fyrir seinheppna „bíldælinga“ Margir hafa lent í því að dæla röngu eldsneyti á bílinn sinn, en fyrir utan kostnaðinn af eldsneytinu sem yfirleitt er ónýtt og nýtist engum getur kostnaðurinn við að dæla eldsneytinu af verið mikill fyrir þann sem í þessu lendir. Oftar eru það eigendur dísilbíla sem lenda í að dæla bensíni á bílinn en öfugt þar sem gatið fyrir bensínbyssuna á bensínbílum er minna en á dísilbílum og passar dísilbyssan ekki í gatið á bensínbílum. Hins vegar passar bensínbyssan vel í eldsneytisgatið á dísilbílum. Mjög margir bílar eru þannig útbúnir að ekki er hægt að sjúga eldsneytið til baka vegna þess að inni í eldsneytistanknum er einstefnuloki sem á að hindra að eldsneytið leki út ef bíll veltur. Því þarf oft að ná úr tanknum með eldsneytisdælu bílsins við vélina með slöngu í brúsa. Aðgerð sem oft kallar á sérfræðiþekkingu frá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að aðstoða seinheppna „bíldælinga“. Eftirfarandi er bréf sem barst frá neytanda sem dældi röngu eldsneyti á bílinn sinn til bílaprófara Bændablaðsins. „Laugardaginn 4. apríl 2015 fyrir páska kl. 13.30 e.h. varð ég fyrir því óláni að dæla bensíni á dísilbílinn minn hjá Atlansolíu við Bíldshöfða, ég átta mig á þessu þegar ég er búinn að dæla 65 l af bensíni en ekki dísel. Mér brá í brún, á dælunni var gefið upp neyðarnúmer sem ég hringdi í þar sem þetta númer er tengt á Securitas er svarað og maðurinn segir að ég sé ekki sá fyrsti þann daginn og gefur mér samband við Olíudreifingu þeir segja að þeir geti verið komnir eftir 20 mín. og þetta kosti 44.000 kr. í næturvinnu og helgidagavinnu en 14.000 kr. í dagvinnu á virkum dögum ég var tilneyddur að taka þessu eða bíða með bílinn fram á þriðjudag, ég tók þessu. Eftir páskahelgina hafði ég samband við FÍB þar sem ég er félagsmaður til nokkurra ára, var mér sagt að Sólning sé með samskonar þjónustu, hringi þangað, þar er gjaldskráin 14.000 kr. í dagvinnu 20.000 kr. á helgi og næturvinnu. N1 er líka með samskonar þjónustu, hef samband þangað, gjaldið þar er 14.000 kr. í dagvinnu og 23.000 kr. í nætur og helgarvinnu. Skeljungur er ódýrastur, en daggjaldið þar er 10.000 og nætur- og helgargjald er 20.000. Mér blöskrar þessi græðgi hjá Olíudreifingu, og hringi til Olíudreifingu og tala við framkvæmdastjórann, hann er á fundi og ég bið að hann hafi samband við mig sem hann gerir, ég ber þetta upp við hann, hann segir mér að hann ætli að kanna þetta og hringja svo í mig næsta dag. Framkvæmdastjóri Olíu- dreifingar hefur samband og segir að þetta sé útkall, 4 tímar og hver tími kosti 11.000 kr., biðin eftir dælumanninum var 15 mín., það tók um 30 mín. að dæla bensíninu af bílnum (samtals 45 mín). Taka skal fram að starfsmaðurinn sem dældi bensínu upp stóð sig óaðfinnanlega á allan hátt og var fyrirtæki sínu til sóma, eins voru samskipti okkar framkæmdastjórans Olíudreifingar mjög hreinskiptin og bein. Ég segi við framkv.stjórann hjá Olíudreifingu að ég sé ekki hættur og ætli að láta þetta í loftið því ég sætti mig ekki við að láta okra á okkur borgurunum, mér blöskrar þetta mjög og hann biður mig að bíða með þetta í einn sólarhring og hann ætli að hafa samband við yfirmann sinn. Hann lofar að hringja næsta dag en hann hringir ekki, ég hef samband við hann og hann segir mér að þeir ætli ekki að breyta þessu gjaldi hjá sér. Mér finnst skylda okkar neytenda að fylgjast með verðlagi í okkar landi og hvet fleiri að láta vita ef þeir hafa lent í svipaðri stöðu og ég. Viljum við ekki aðhald og lægra verð? Því miður er frjáls álagning og ekkert eftirlit.“ Kveðja, Halldór Ólafsson. Eftirmál, persónulegt álit HLJ. Eftir að hafa sannreynt allar þessar tölur er þetta mál eitthvað sem Neytendasamtökin ættu að skoða. Ósamræmi virðist vera í svörum framkvæmdastjóra Olíudreifingar varðandi útkall, starfsmaður Olíudreifingar var að koma úr annarri dælingu og því hæpið að báðir (eða allir séu látnir borga útkall). Einnig er undarlegt að öryggisfyrirtækið Securitas bendi ekki á ódýrasta kostinn sem klárlega er Skeljungur, né sé með upplýsingar um verð til viðskiptavina sinna. /H.L.J. Öll stjórntæki á þægilegum stöðum og mælaborð allt vel sjáanlegt úr bílstjórasæti. Með bak miðjusætisins niðri, bæði sætin aftar og innar gefur farþegum mikið rými og eykur þægindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.