Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 15
15Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Styrkjum til atvinnumála kvenna var úthlutað nýverið við athöfn í Bláa lóninu, en alls hlutu 33 verkefni styrk og nam heildarupphæðin 35 milljónum króna. Fjöldi umsókna barst eða 239 í allt og komu þær hvaðanæva að af landinu. Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið úthlutað frá árinu 1991, en það var þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, sem hafði frumkvæði að styrkveitingunum. Þeir eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í starfandi fyrirtækjum. Stuðlað að fjölbreytni í atvinnulífi Unnt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar, vöruþróunar, hönnunar og vegna launakostnaðar en ekki eru veittir styrkir til framkvæmda eða vegna stofnkostnaðar. Með styrkjum sem þessum er tvímælalaust stuðlað að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Fjölmörg ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós sem skapa störf, samfélaginu til hagsbóta. Einnig er styrkveiting sem þessi mikil hvatning fyrir þær sem er ekki síður mikilvæg þegar á hólminn er komið segir á vefsíðu um atvinnumál kvenna. Hæstu styrki hlutu eftirfarandi verkefni: Elísabet Axelsdóttir, Borgarfirði, kr. 3.000.000 vegna verkefnisins „Þróun og smíði á gagnagrunni vegna efnamælinga“. Verkefnið snýst um að setja upp rannsóknarstofu til efna- og örverugreininga á fóðri og jarðvegi og selja niðurstöðurnar til aðila í landbúnaði og öðrum sem þörf hafa fyrir hana, en nú er enginn aðili í landinu sem sinnir þessari þjónustu. Eyrún Huld Ásvaldsdóttir, Akureyri, kr. 2.350.000 vegna verkefnisins „Krummusæti, auka sæti til að festa á hnakk“. Krummusæti er auka sæti sem festist á hnakk framan við knapa og er ætlað 1–7 ára börnum. Með sætinu er öryggi barna á hestbaki betur tryggt og knapinn með lausar hendur til að stjórna hestinum. Hildur Þóra Magnúsdóttir, Skagafirði, kr. 2.300.000 vegna verkefnisins „Pure Thyroid- þurrkun og nýting skjaldkirtla úr sláturdýrum“. Inntaka á þurrkuðum skjaldkirtli úr hreinum dýraafurðum virkar vel á vanvirkan skjaldkirtil en hráefnið er afgangsafurð sem fellur til við slátrun. Varan sem um ræðir eru hylki sem innihalda þurrkaða skjaldkirtla úr íslenskum sláturdýrum. Ankra, Reykjavík, kr. 2.200.000 vegna verkefnisins „Þróun á íslenskum collagen hylkjum við liðverkjum“. Ankra ehf mun þróa og markaðssetja náttúruleg fæðubótarefni úr íslensku fiskicollageni. Collagen er eitt aðal uppbyggingarprótein líkamans. Rannsóknir hafa sýnt fram á að með inntöku á Collagen próteini er hægt að minnka verki í liðum og draga verulega úr hrukkumyndun. /MÞÞ Girðingarefni og rúlluplast í úrvali Allt í girðingarvinnuna Rúlluplast, stæðuplast , net og garn Þræðir og borðar Jarðleiðslur Þráðspólur Rafgirðingarspennar Staurar, net, gaddavír og þanvír Megaplast Power Yfirplast 10m x 50m 12m x 50m 14m x 50m 16m x 50m Undirplast 12m x 50m 14m x 50m 16m x 50m Megastretch fimm laga hágæðaplast Grænt 75 cm kr. 10.850 án vsk. Hvítt 75 cm kr. 10.850 án vsk. Svart 75 cm kr. 10.650 án vsk. Unterland Extra plus gæðaplast Grænt 75 cm kr. 10.650 án vsk. Hvítt 50 cm kr. 8.650 án vsk. Total Cover rúllunet 3.600 metrar Kr. 22.900 án vsk. Visscher Holland bindigarn Bindigarn fyrir rúllur VITO 250 Stórbaggagarn VITO 130 Sala og ráðgjöf S. 540 1100 Lynghálsi, Reykjavík Lónsbakka, Akureyri Efstubraut, Blönduósi Borgarbraut, Borgarnesi www.lifland.is lifland@lifland.is Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar Frír flutningur ef pantað er fyrir 1. júní. Bætt gerjun og betri verkun með Advance íblöndunarefni fyrir heyfenginn Fullþurrkað gæðarúlluhey til sölu. Heimakstur á höfuðborgarsvæðinu. Hægt að fá mikið magn á góðu verði. Pantanir í síma 8924811 Styrkjum til atvinnumála kvenna úthlutað: Alls hlutu 33 verkefni styrk að upphæð 35 milljónir króna Bændablaðið Kemur næst út 11. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.