Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Unnsteinn Snorri Snorrason Tækniráðgjafi hjá RMLGróffóðuröflun Það færist óðum grænn litur yfir tún og akra og áður en við vitum af er komið að heyskap. Þessa dagana eru bændur landsins í óða önn að bera áburð á tún og vinna flög. Lagður er grunnur að uppskeru komandi sumars. Sem fyrr eiga bændur allt sitt undir sól og regni. Kostnaður við öflun gróffóðurs er afar stór hluti af framleiðslukostnaði í íslenskum landbúnaði. Hann getur numið allt að 40-60% af breytilegum kostnaði. Íslenskur landbúnaður hefur hingað til og mun um komandi ár byggjast á öflun gróffóðurs. Það er því til mikils að huga að kostnaði við gróffóðuröflun. R á ð g j a f a r m i ð s t ö ð landbúnaðarins er nú að hefja vinnu við að þróa ráðgjöf sem hefur það einfalda markmið að stuðla að því að bændur framleiði ódýrara gróffóður. Þetta verkefni er unnið með styrk úr fagfé nautgriparæktarinnar og sauðfjárræktarinnar. Þessa dagana er verið að ljúka vinnu við líkan sem nýtist við að greina kostnað við gróffóðuröflun. Slíkt verkfæri er afar gagnlegt við ýmiss konar áætlanagerðir. Það hjálpar okkur að þekkja helstu kostnaðarliði og áhrifaþætti. Hér á eftir eru tvö dæmi um það hvaða not við getum haft af svona gróffóðurlíkani. Áhrif uppskeru á gróffóðurkostnað Sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á gróffóðurkostnað er uppskeran. Stór hluti kostnaðar við gróffóðuröflun er óháður uppskeru. Hægt er að stilla gróffóðurlíkanið með ýmsum hætti og fá ólíkar niðurstöður. Á myndinni hér til hliðar (Graf 1) er búið að festa ákveðnar forsendur varðandi kostnað við gróffóðuröflun og hann síðan skoðaður út frá mismunandi uppskerutölum. Forsenda fyrir hagkvæmri gróffóður framleiðslu er góð frjósemi ræktarlands. Áhrif þurrefnis á fjölda rúllubagga Það fer eftir verkunaraðferð, fóðurgerð og gjafatækni hvaða þurrkstig við viljum fá á fóðrið. Þurrkstigið hefur áhrif á gróffóðurkostnað með ýmsum hætti. Það tengist fóðurtapi sem verður við meðhöndlun, verkun og geymslu. En það hefur líka áhrif á umfang fóðuröflunar og kostnað við flutninga. Graf 2 sýnir okkur hvernig við ætlum að þurrefnismagn í rúllu breytist með aukinni forþurrkun. Hér er miðað við meðaltal á þjöppun (kg þe /m3) fjölmargra rúlluvéla við mismunandi þurrkstig. Rúlluvélar eru auðvitað misjafnar og þar að auki eru fjölmargir aðrir þættir sem hafa áhrif á þéttleika á rúlluböggum eins og stærð dráttarvélar og verklag ökumanns. Við getum því sagt að í raunveruleikanum væri meiri breytileiki en sýnt er hér á grafi 3. Í rúllu sem er með 25% þurrefni má gera ráð fyrir að séu 157 kg af þurrefni og 472 kg af vatni. Rúllan er því 472 kg. Við 55% þurrefni þá væru í hverri rúllu 264 kg þurrefnis og 216 kg vatns. Rúllan væri þá 480 kg. Við erum því með rúllur sem eru nánast jafn þungar en í þurrari rúllunni er 68% meira þurrefni. Við 25% þurrefni væri umfang heyskapar um 1.333 rúllur á meðan við 55% þurrefni væri umfang heyskapar 795 rúllur. Við getum gert ráð fyrir því að kostnaður við rúllubindingu, net og plast sé á bilinu 1.400 – 1.800 kr/rúllu. Miðað við að kostnaðurinn sé 1.600 kr rúllu þá væri hér um að ræða sparnað upp á 860.000 kr. Að lokum Hafið það í huga, lesendur góðir, að það sem sett er fram hér að ofan byggir á einföldum útreikningum. Svona líkön eru verkfæri sem geta verið gagnleg ef þau eru notuð rétt. Þau hafa þann galla að byggja á forsendum sem oft eru einföldun á raunveruleikanum. Við munum í næsta Bændablaði halda áfram að fjalla með þessum hætti um gróffóðuröflun og skoða þá betur kostnað við gróffóðuröflun. Unnið við að rúlla heyi. Mynd / Unnsteinn Snorri Snorrason. Graf 1. Bláa línan sýnir okkur hvernig líkanið metur einingakostnað (í þessu Graf 2. Lesendabás Sameiginlegir hagsmunir Við erum ungir dýralæknar sem báðar kusum að hefja starfsferilinn hjá Matvælastofnun. Báðar erum við menntaðar við Kaupmannahafnarháskóla þar sem við lögðum stund á krefjandi en skemmtilegt nám í fimm og hálft ár. Dýralækningar er ekki hægt að læra hér á landi og því verða vongóðir stúdentar að leita út fyrir landsteinana sé ætlun þeirra að sækjast eftir einu af þeim fáu námsplássum sem í boði eru. Eins og með annað háskólanám þurfa nemendur iðulega að taka há námslán til að standa straum af þeim kostnaði sem fylgir búsetu í öðru landi, miklum bókakostnaði og í sumum tilfellum einnig til að greiða skólagjöld. Undirritaðar eru samtals með 18 milljónir í námslán eftir veru okkar í Danmörku. Dýralæknanámið er krefjandi og lifandi meistaranám sem er að jafnaði hálfu til einu ári lengra en venjubundin gráða á sama stigi. Sífelld þróun á sér stað á sviði lyflækninga, smitsjúkdóma og í tækni skurðaðgerða og því býr hver ný kynslóð d ý r a l æ k n a yfir dýrmætri þekkingu sem nauðsyn leg e r fy r i r f r a m þ r ó u n stéttarinnar. Það er því m i k i l v æ g t að íslenskir dý r a læ kna r skili sér heim að námi loknu til að stuðla að eðlilegri nýliðun og miðlun nýrrar þekkingar. Meðalaldur d ý r a l æ k n a á Íslandi fer h æ k k a n d i . Æ f le i r i nýútskrifaðir dýra læknar ákveða að snúa ekki heim að námi loknu sökum bágra kjara. Það er því augljóst í hvað stefnir með áframhaldandi þróun. Strax eru afleiðingar þessarar þróunar orðnar áþreifanlegar og birtast í skorti á dýralæknaþjónustu á Vestfjörðum og Austfjörðum og árangurslausum tilraunum til ráðninga í ákveðnar dýralæknastöður hjá Matvælastofnun. Það ástand sem skapast hefur í verkfalli undanfarinna vikna gefur vísbendingu um hversu alvarlegt það væri ef opinbers eftirlits nyti ekki við vegna manneklu. Slátrun er háð viðveru eftirlitsdýralækna og því myndi starfsemi sláturhúsa stöðvast en í slíkum aðstæðum væri engin undanþágunefnd til að leita til. Að auki myndi enginn sinna tilkynningum sem varða dýravelferð og því væri þeirri mikilvægu þróun sem hefur átt sér stað í þeim málaflokki á undanförnum mánuðum og árum snúið við. Til að stemma stigu við þessari alvarlegu þróun er mikilvægt að gera Ísland að aðlaðandi kosti fyrir unga dýralækna eftir nám. Það gerist ekki nema hægt sé að bjóða þeim laun sem eru samkeppnishæf við það sem þeim býðst erlendis, þar sem eftirspurnin eftir dýralæknum er gríðarlega mikil og næga velborgaða atvinnu að hafa. Grunnlaun nýútskrifaðra dýralækna á Íslandi eru gjarnan miðuð út frá grunnlaunum eftirlitsdýralækna Matvælastofnunar sem eru um 410.000 kr. Til viðmiðunar eru lágmarkslaun dýralækna sem starfa hjá hinu opinbera í Noregi um 680.000 kr. í byrjunarlaun. Í Danmörku eru lágmarkslaun dýralækna sem starfa hjá hinu opinbera töluvert hærri eða um 845.000 kr. Með bættum kjörum dýralækna má ætla að auðveldara reynist að manna þá staði víðs vegar um landið þar sem dýralæknaþjónustu er þörf því eins og áður segir fylgir launaþróun í stéttinni gjarnan frumkvæði Matvælastofnunar. Einnig aukast möguleikar til sérmenntunar sem gefur yfirgripsmeiri þekkingu, hraðari greiningu sjúkdóma og aukna færni í meðhöndlun sjúkdóma. Þannig leiðir sérmenntun til framþróunar íslenskra dýralækninga og betri þjónustu til bænda. Stundum þarf að stíga aðeins aftur á bak til að sjá málin í heild sinni. Þetta verkfall snýst ekki bara um betri kjör dýralækna starfandi hjá ríkinu. Þetta snýst um betri kjör allra dýralækna starfandi á Íslandi. Þetta snýst um nýliðun dýralæknastéttarinnar. Þetta snýst um að fá nýjustu sérfræðiþekkingu til landsins sem nýtist á svo mörgum sviðum atvinnulífsins – í landbúnaði, við rannsóknarstörf, í matvælageiranum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um að ungt fólk sjái tilgang í því að mennta sig, vitandi það að þegar heim er komið muni það sjá árangur erfiðisins og menntun sína metna til launa. Við dýralæknar eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta með ykkur bændum og Íslendingum öllum. Það eru hagsmunir okkar allra að dýralæknaþjónusta í landinu sé tryggð til framtíðar til að gæta að heilbrigði, smitvörnum, velferð og matvælaöryggi. Fyrir hönd ungra dýralækna og dýralæknanema, Anna Karen Sigurðardóttir og Sigrún Bjarnadóttir Anna Karen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.