Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Í hálfan mánuð samdi ég þannig eitt lag á dag. Svo eiga þau bara eftir að fara í textasmíði og frekari vinnslu. Dóttir mín var því matsmaður á það sem ég var að gera. Svo snerist þetta líka um að finna út með sjálfum sér hvernig lög maður ætti að semja. Það sem ég var að gera voru lög af ýmsum toga, róleg og hress í bland. Ég reikna með að það sem fer á diskinn í haust verði frekar í stuðgírnum. Spurning hvort Geirmundur fái þar samkeppni og hvað um hann verður þegar ég er kominn á kortið,“ segir Magnús og skellir upp úr. „Geirmundur er reyndar þrælmagnaður. Þvælist um landið til að spila samhliða því að vera með búskap og sjá um peningana fyrir Þórólf í Kaupfélagi Skagfirðinga.“ Það verður að nýta alla 24 tímana – Þú hefur tíma til að gefa út geisladisk svona mitt í sauðburðinum? „Maður verður bara að spýta í lófana. Það þýðir ekkert að liggja undir sæng, það eru nú 24 tímar í sólarhringnum og um að gera að nýta þá sem best.“ Annars segir Magnús að kuldinn sé að gera þeim lífið leitt í sauðburðinum. Ekki sé hægt að setja fé út vegna þess. Enginn snjór sé þó á láglendi. „Það kemur sjaldan snjór hér, þó það geti verið kafsnjór hér austar í sýslunni og hundrað kílómetrum fyrir norðan okkur. Það hefur eiginlega ekki komið snjór hér að neinu marki síðan 1995. Ég hef því ekki þurft að vera með bílinn á vetradekkjum síðustu sjö árin eða svo og sleppi því bara að keyra þegar hálka er á vegum.“ Sauðburður hefur gengið vel Magnús segir að þrátt fyrir kulda, þá hafi sauðburður gengið vel og í byrjun síðustu viku var burður hálfnaður á bænum. „Það hefur ekkert lamb drepist hjá okkur í burði, en þrjú drepist eftir að þau voru komin á lappirnar. Eitt var fatlað og eitt var líflítið eftir burð. Þetta eru því ekki mikil afföll.“ Segir Magnús að frjósemin hafi verið nokkuð góð og flestar tvílembdar þó einar fimm eldri ær hafi verið einlembdar. Tók við búinu af foreldrunum Magnús tók við búinu á Stóru- Ásgeirsá af foreldrum sínum 2006 með hyrndu fé sem hann keypti frá Halldóri á Bjarnastöðum í Þingeyjarsýslu. Síðan bætti hann stofninn ári seinna með um 80 kollóttum gimbrum frá Heiðadalsá, Smáhömrum og Geststöðum á Ströndum. Var hann með um 250 fjár á fóðrum í vetur. Auk þess er Magnús og kona hans, Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir, og börnin þeirra þrjú, Arnaldur Finnbogi, Erla Rán og Sigríður Emma, með hrossarækt og hestaleigu sem opnuð var 2013. Þá hófu þau í fyrrasumar að reka þar húsdýragarð á bænum sem krakkarnir taka stóran þátt í að sinna. Opnuðu húsdýragarð í fyrrasumar Magnús segir að það hafi gengið vel hjá þeim í húsdýragarðinum í fyrrasumar þó veðrið hafi mátt vera betra. „Við ætlum að reyna að opna nú í vikunni. Ég hef sterka trúa á að þetta verkefni gangi vel. Við verðum þá komin með öll íslensku húsdýrin, svín, kálfa, hænur, kindur, geitur, folaldsmerar og kanínur að auki. Fjölskyldan tekur öll þátt í þessu verkefni sem er mjög gaman.“ Hann segir að fólk sé smám saman að átta sig á hvaðan maturinn kemur og sýni því aukinn áhuga á að heimsækja sveitina og kynna sér hvað þar er að gerast. Því sé tilvalið að heimsækja bæ eins og Stóru- Ásgeirsá þar sem hægt er að kynnast öllum dýrunum á einum stað. Þá taka þau á móti fólki sem getur þá bæði skoðað dýrin og notið náttúrunnar, en tveir fallegir fossar eru á bæjarstæðinu. Lítil sjoppa er í móttökunni og er verið að byggja við hana smásal svo hægt sé að setjast niður og drekka kaffi og fá sér bakkelsi með því. Magnús segir að þau hafi lagt áherslu á að gera allt snyrtilegt í kringum bæinn í fyrra. Endurnýjað girðingar og málað útihúsin. Nú sé komið að íbúðarhúsinu sem verði málað í sumar. Hestaleiga og útreiðar Hestaleigan býður upp á góðar útreiðarleiðir í fallegu umhverfi með skemmtilegu útsýni. Ekki sakar að Stóra-Ásgeirsá er vel staðsett mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar og rétt ríflega tveggja tíma akstur hvora leið. Segir Magnús að þau hjón séu líka með margar spennandi hugmyndir um frekari uppbyggingu í pokahorninu. Er ein hugmyndin t.d. að setja upp fótboltagolfvöll. – Má þá búast við að búskapurinn verði aukabúgrein við hliðina á spilamennskunni? „ Það má nú segja að búskapurinn sé bara aukabúgrein í dag. Það lifir enginn á þessu einu og sér. Þetta er bara ákveðinn lífsstíll sem maður velur sér. Það verður samt gaman að vita hvað úr þessu verður með húsdýragarðinum og öðru. Ég hef mjög gaman af að taka á móti fólki og spjalla við það um lífið í sveitinni. Síðasta sumar var ég líka úti með kassagítarinn og spilaði fyrir gestina.“ Magnús segir að þau renni svolítið blint í sjóinn varðandi markaðssetninguna á húsdýragarðinum. Þau hafi kynnt þetta fyrir nokkrum ferðaskrifstofum, en í fyrra hafi komið á milli 600 til 700 manns í húsdýragarðinn og á hestaleiguna sem hafi verið ágætt til að byrja með. „Ég hefði ekki viljað fá allt of marga svona til að byrja með meðan maður er að átta sig á hvað megi betur fara. Það gildir það sama í þessu og í tamningum og öðru að það borgar sig ekki að fara of geyst, heldur skref fyrir skref. Númer eitt, tvö og þrjú er að fólk fari svo frá manni ánægt og brosandi.“ Þeir sem áhuga hafa á að eignast þennan fyrsta hljómdisk Magnúsar bónda geta sem hægast hringt beint í hann í síma 866-4954, eða sent honum skilaboð á netfangið stóraasgeirsa@gmail.com. /HKr. Stóra-Ásgeirsá í Víðidal. Erla Rán, Shirly Ann og kiðlingurinn Perla. Það eru greinilega allir vinir í Víðidal. Það er líf og fjör í húsdýragerðinu á Stóru-Ásgeirsá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.