Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 19
19Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015
VELKOMIN Í SVEITINA
Ferðaþjónusta bænda býður upp á fjölbreytta
gistingu hjá um 180 ferðaþjónustuaðilum um allt
land – sveitahótel, gistihús, sumarhús, heimagisting,
svefnpokapláss og tjaldsvæði. Mikið úrval afþreyingar
og áhersla lögð á mat heima úr héraði.
Nánari upplýsingar á www.sveit.is
Nældu þér í eintak af bæklingnum Upp í sveit hjá N1,
upplýsingamiðstöðvum um land allt eða á skrifstofunni okkar í Síðumúla 2.
Nýr bæklingur!
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
HD 6/16-4 M
HD 6/16-4 MX
HD 10/25-4 S
Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Næsta blað kemur út 11. júní
Til Sölu
Hálfþekjandi fúgavörn í 11,5 líters
fötum, liturinn er palesander
Verð 8,015 kr. fatan.
Frekari upplýsingar gefur
Vilhjálmur í síma 862 9994
Jón Guðmundsson leiðbeindi afar áhugasömum hóp á námskeiði um ágræðslu. Mynd / Kristinn H. Þorsteinsson.
Garðyrkjufélag Íslands:
Bjuggu til sín eigin eplatré
Ávaxtaklúbbur Garðyrkjufélags
Íslands hélt um síðastliðna helgi
ágræðslunámskeið sem kennir
handtökin við að búa til sín eigin
eplatré.
Hver þátttakandi fékk verklega
kennslu sem endaði með því að þau
bjuggu til þrjú ný eplatré hvert sem
þau taka með sér heim í garðinn
sinn. Jón „Epli“ Guðmundsson
frá Akranesi leiðbeindi afar
áhugasömum hóp sem hafði mikið
gagn og gaman af námskeiðinu.
Áhugi fyrir ræktun ávaxtatrjáa
og annarra aldinplantna hefur
vaxið mikið á undanförnum
árum og hefur þekking og aukinn
árangur ýtt þar undir.
Garðyrkjufélag Íslands hefur
verið í fremstu röð að afla og miðla
þekkingu um ræktun aldinplantna
hér á landi. Dýrmæt þekking og
reynsla er til staðar sem eflt hefur
og þróað nýja hugsun í þessari
ræktun. Mörg námskeið hafa
verið haldin víða um land þar sem
Carl Jóhann Gränz og Kristinn H.
Þorsteinsson leiðbeina um ræktun
og umhirðu aldintrjáa.
/VH