Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 28.05.2015, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. maí 2015 Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru- Ásgeirsá í Víðidal: Gefur út hljómdisk mitt í sauðburðinum – setti ásamt konu og börnum á fót húsdýragarð í fyrra sem er að opna aftur þessa dagana Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi og söngvari á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu, hefur sent frá sér hljómdiskinn „Legg af stað“. Magnús segir að það hafi tekið langan tíma að koma þessum hljómdiski á koppinn. „Guðni Ágústsson er með mér í einu lagi og Mezzoforte-strákarnir eru að spila með mér á diskinum og Grétar Örvarsson er líka með. Hann hefur skemmtilegan talanda sem gaman er að nýta. Ég hef haft gaman af músík frá barnsaldri og var í tónlistarskólanum í grunnskóla en missti svo aðeins áhugann á unglingsárunum þegar hvolpavitið kom. Þá var maður svolítið að hlaupa á eftir hinu kyninu en það rjátlaðist fljótt af mér. Samdi fyrsta lagið 16 ára Fyrsta lagið samdi ég 16 ára gamall og heitir það Kremkex. Svo var alltaf draumur að sauma saman nokkur lög og taka upp og byrjaði þetta á því að Karl B. Örvarsson var í kaffi hjá mér í spjalli og var gítarinn við hlið mér. Ég spilaði nokkur frumsamin lög fyrir hann sem honum fannst góð og hann kom mér í samband við bróður sinn, Grétar Örvarsson, og tókum við þau upp í demo-upptökum. Fannst Grétari þetta vera góð lög og var því skutlast í Studio Paradís í Reykjavík. Var síðan tekið upp með ekki ómerkara bandi en Mezzoforte. Annast þeir hljóðfæraleik á diskinum ásamt Grétari Örvars sem sá um útsetningar og leik á hljómborð. Þarna er Friðrik Karlsson á gítar, Jóhann Ásmundsson á bassa, Sigurgeir Sigmundsson á stálgítar og Sigfús Óttarsson á trommur. Um raddir sáu Kristinn Rúnar Víglundsson, Karl B. Örvarsson og Grétar Örvarsson. Þá hjálpaði Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir mér með textana. Diskurinn heitir „Legg af stað...“ og Hófasprettur heitir eitt lagið og er það um íslenska hestinn og fallega landið okkar. Þetta er stuðlag og mér fannst að Guðni Ágústsson yrði að vera með í því lagi og mæla um íslenska hestinn. Var haft samband við Guðna og hann þurfti ekki að hugsa sig mikið um, var alveg til í þetta.“ – Hyggur þú á frekari útgáfu? „Já, ég er að hugsa um að setja saman nýjan disk í haust. Ég á þegar 15 ný lög til að moða úr.“ Dóttirin í gæðamatinu – Er ekkert annað að gera í sveitinni? „Það var ekkert annað að gera hér í veðurleiðindunum í vetur en að horfa hér yfir Víðidalsána og semja lög. Þegar maður var orðinn leiður á að ríða í hringi inni í reiðskemmunni í þrjá eða fjóra daga, þá varð maður að finna eitthvað annað. Í febrúar tók ég því þá ákvörðun að semja eitt lag á dag. Ég settist með litlu stelpuna mína, Sigríði Emmu, hér inni í stofu og hugsaði með mér, að ef hún færi að dansa við tónana frá mér, þá tæki ég það upp á símann til að nota síðar. Fjölskyldan á túninu við Stóru-Ásgeirsá. Talið frá vinstri; Arnaldur Finnbogi, Shirly Ann (frænka), Erla Rán, Sigríður Emma, húsfreyjan Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir og standandi er Magnús Ásgeir Elíasson með merina Eldingu frá Stóru-Ásgeirsá. Myndir / HKr. Magnús Ásgeir Elíasson, tónlistarmaður og bóndi, með diskinn góða ásamt Guðna Ágústssyni, fyrrverandi land- búnaðarráðherra, sem kveður um íslenska hestinn í einu laginu og hampar hér lambakjöti frá Stóru- Ásgeirsá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.