Lifandi vísindi - 11.01.2016, Blaðsíða 21
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
32
33
34
35
36
37
38
39
40
41
42
43
44
45
46
47
48
49
50
51
52
53
54
55
56
57
58
59
leiddi fækkun taugunga í
aftasta hluta ennisblað-
anna jafnframt til þess að
fínhreyfingar barnanna
urðu mun betri. Taugasér-
fræðingar telja að fækkun-
in eigi sér stað sökum þess
að heilanum sé aðeins hag-
ur í því að varðveita og veðja
á sterkustu taugafrumurnar og
-tengingarnar.
Áhrif á greindarvísitölu
Þessi stöðuga uppbygging, svo og
niðurrif heilans, getur bitnað á vits-
munagetu unglingsáranna. Taugasér-
fræðingurinn Cathy Price við Lund-
únaháskóla mældi greindarvísitöluna
á fjögurra ára tímabili hjá hópi ung-
linga á aldrinum 14 til 18 ára.
Greindarvísitala sumra unglinganna
lækkaði sem nam alls 20 stigum en
hækkaði hins vegar um allt að 23 stig
hjá öðrum. Sveiflurnar í greindarvísi-
tölunni áttu rætur að rekja til umróts-
ins: Tungumálageta eins unglingsins
gat til dæmis aukist til muna, á með-
an sú greindarvísitala sem tengist
lausn vandamála og rýmistilfinningu
kunni að lækka. Hlutföllin gátu svo
snúist við meðal annarra unglinga í
rannsókninni. Með því að skanna
heila unglinganna tókst Cathy Price
að sýna fram á að breytingarnar á
þessum tveimur tegundum greindar
voru nátengdar því hvernig tilteknar
heilastöðvar höfðu annað hvort
stækkað eða rénað. Niðurstöður þess-
ar skýra þversögnina sem er fólgin í
því að unglingur kunni að búa yfir
einstökum hæfileikum á sviði stærð-
fræði eða tungumála en taki svo
skyndilega mjög miklum framförum
á allt öðrum sviðum.
Stjórnast af hvötum og spennu
Ein þeirra heilastöðva sem ekki hafa
náð fullum þroska er ennisblað heil-
ans sem dregur úr hvötum okkar og
löngunum.
Fyrir vikið eru unglingsárin þau
varasömustu í ævi fólks, því óþrosk-
aður heilinn stuðlar að því að unga
fólkið taki meiri áhættu, verði
þrjóskara og óvarkárara en ella.
Hættan á að deyja af slysförum er
sem dæmi sexfalt meiri meðal 15 til
19 ára unglinga heldur en
meðal 10-14 ára barna.
Margir unglingar hafa stundað það að skrópa af því að þá langaði frekar að
hanga með vinunum. Skýringin á skrópinu
er meðal annars sú að heilar þeirra þrá að
örva verðlaunastöðvar heilans, umfram það
sem gerist í heilum fullorðinna. Heimalær-
dómur hefur enga sérstaka umbun í för
með sér en það á hins vegar við um
tölvuleiki og spilakassa. Eveline Crone, sem
leggur stund á vísindastörf við Amsterdam
háskóla, fékk hópa unglinga og fullorðinna
til að spila upp á peninga, þar sem unnt var
að freista gæfunnar með tveimur ólíkum
aðferðum. Önnur aðferðin fól það í sér að
þátttakendurnir gátu fengið há peninga-
verðlaun, tapað miklu og að lokum glatað
öllum peningunum. Með því að velja hina
aðferðina gátu þátttakendurnir unnið lægri
upphæðir í einu en græddu fé þegar upp var
staðið. Unglingarnir veðjuðu oftar á stóru
upphæðirnar og glötuðu meira fé en þeir
fullorðnu. Umbunarþörf ungmennanna á
sennilega rætur að rekja til þess að verð-
launastöðvar þeirra eru ofvirkar og fyrir
vikið auðveldara að virkja þær, þannig að
unglingurinn kemst í „vímu“.
Þörf fyrir verðlaun fær unglinga til að
hegða sér líkt og spilafíklar
1
2
3
4
5
6
Spilatilraunir sýna að ungt fólk leggur meira
undir og tapar meira en þeir fullorðnu.
Taka mikla áhættu
H
ei
ld
ar
áv
in
ni
ng
ur
e
ft
ir
tíu
le
ik
i
Unglingar taka
meiri áhættu í
peningaspil-
um.
Fullorðnir
15-16 ára
12-13 ára
KRISTIA
N
SEPTIM
IU
S KRO
G
H
Útskýrið fyrir u
ngmenn
inu hvað getur
farið illa.
Kl. 15.00
Vandi:
Lausn:
Geta ekki séð fy
rir
afleiðingar.
Nú er illt í efni!
Unglinga þyrstir í að örva
verðlaunastöðvarnar sem eru
ofvirkar.
Skróp stafar af
þörf heilans fyrir
stöðuga umbun.