Lifandi vísindi - 11.01.2016, Blaðsíða 50
Print: lof Status: 750 - Sprog godkendt Layout:LO
F Red.sek:LN
I
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
32
33
34
35
36
37
38
39
40
41
42
43
44
45
46
47
48
49
50
51
52
53
54
55
56
57
58
59
Reyndur skurðlæknir að nafni Samuel
Tisherman, við háskólann í Pittsburgh, hef-
ur fundið lausn á vandamálinu sem engu
að síður er afar umdeild. Hann hefur hug á
að kæla sjúkling það mikið niður að starf-
semi stöðvist í bæði hjarta og heila, þannig
að hann sé í raun réttri látinn. Lágt hitastig-
ið mun hins vegar sjá til þess að viðkvæm
og lífsnauðsynleg líffæri laskist ekki, heldur
leggist í eins konar dvala. Þegar svo að-
gerðin er afstaðin hefur Samuel í hyggju að
hita upp sjúklinginn og vekja hann aftur til
lífsins.
„Hugmyndin fæddist eftir að við höfðum
veitt því athygli að sjúklingar sem drukkna í
köldu vatni geta lifað
mjög lengi á kafi. Það
gefur til kynna að kæl-
ing geti haft þau áhrif að
hlífa sjúklingum eftir
hjartastopp,“ segir skurðlækn-
irinn. Aðferðin er þekkt úr heimi
kvikmyndanna, þar sem geimfarar
eru endurlífgaðir eftir margra ára geim-
ferðir í eins konar dvala. Í raunveruleikanum
hafa læknar þó aldrei gengið eins langt og
Samuel Tisherman sækist eftir að gera.
Læknar bíða deyjandi fórnarlamba
byssuskota
Læknar um allan heim stunda það að kæla
mannslíkama niður í 33 til 34 gráður í kjöl-
farið á endurlífgun eftir hjartastopp og
halda þessu hitastigi í heilan sólarhring í
því skyni að vernda heilann. Annar banda-
rískur læknir að nafni John Elefteriades við
Yale læknadeildina í Connecticut, hefur á
undanförnum árum gert margar flóknar
hjartaaðgerðir á sjúklingum sem hann hef-
ur kælt niður í 18-20 gráður í allt að 54 mín-
útur. Samuel Tisherman hefur þó stigið
skrefinu enn lengra og lækkað líkamshit-
ann niður í einungis sjö til tíu gráður sem
gefur lækninum allt að þrjár klukkustundir
til að gera aðgerðir, ef þörf krefur.
Á síðasta ári veittu bandarísk yfirvöld leyfi
fyrir því að Samuel fengi að beita þessari
tvíræðu aðferð á 20 sjúklinga en enn sem
komið er hefur ekkert frést af fjölda sjúk-
linganna til þessa né heldur hvernig þeim
stanslaus dvali er lengsti tíminn sem vís-
indamenn hafa greint hjá æðra dýri, þ.e.
pokasvæflu í Ástralíu.
367
daga
John Elefteriades skar upp hjartasjúk-
ling sem hafði verið kældur niður í 18-20
gráður. Segja má að um sé að ræða rót-
tækustu kælingu sem um getur í skurðað-
gerð. Læknunum gefst einn klukkutími
fyrir aðgerð við þetta lágt hitastig.
ROBERT LISAK
Dauðinn er
vís við
24 gráður
37 °C:
Eðlilegur líkamshiti.
36 °C:
Okkur fer að verða kalt.
35 °C:
Við skjálfum, verðum tilfinningasljó og húðin verður bláleit.
34 °C:
Við vönkumst, minnið bregst og
skjálftinn verður krampakenndur.
32 °C:
Hjartað slær óreglulega, við sjáum
ofsjónir og hættum að skjálfa.
30 °C:
Við missum meðvitund og föllum í dá.
28 °C:
Hjartslátturinn verður mjög óeðlileg-ur og andardrátturinn mjög daufur.
26 °C:
Vöðvarnir hætta að hreyfast.
24 °C:
Stöðvun á hjarta eða öndun veldur dauða.
hefur vegnað. Vandamálið er einkum fólgið
í því að skurðlæknirinn getur ekki skipulagt
framvindu tilraunarinnar með nákvæmum
hætti, því hann getur ekki beðið sjúklingana
um að skrá sig af fúsum og frjálsum vilja.
Um verður að vera að ræða fórnarlömb
byssuskota sem eru í þann veg að deyja af
völdum blóðmissis og eru með örlitlu lífs-
marki sem t.d. má greina með veikum púlsi
eða viðbrögðum sjáaldra.
GERRY PEARCE/SPL/SCANPIX