Lifandi vísindi - 11.01.2016, Blaðsíða 58

Lifandi vísindi - 11.01.2016, Blaðsíða 58
Print: steenh Status: 750 - Sprog godkendt Layout:SH Red.sek:BAV 57 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 01/2016 . Lifandi vísindi Á flugbraut flugmóðurskips er verk-stjórinn tilbúinn. Hann heldur á háþróuðu stjórntæki og setur inn hnit og flugáætlun flaugarinnar. Við hlið hans ekur orrustuflugvél út á flugbraut- ina. Engir menn eru um borð. Með miklum drunum eykur flaugin hraðann og tekur á loft. Nú getur verkstjórinn slakað á og beðið þess að flaugin lendi aftur á skip- inu að lokinni flugferð. Northrop Grummans X-47B er þróaðasta flugmannslausa flaugin sem hefur verið framleidd til þessa. Hún tekur við skip- unum, eins og t.d. að fylgjast með til- teknu svæði eða sprengja það í loft upp, og með hjálp gervigreindar leysir flaugin þetta verkefni eins og best verð- ur á kosið. Stjórnandinn blandar sér einungis inn í atburðarásina í neyðartil- vikum. Flugvélin er þó ennþá í prófun. Næsta skref í röðinni að fullbúinni orr- ustuflaug er X-47C. Sú virkar með sama hætti og fyrirrennarinn en getur borið þyngri og öflugri vopn. líkist manni setjast í flugmannssætið en það verður með nægjanlega gervigreind til þess að takast á við flugið. Slíkur þjarki er á ensku nefndur pibot, samsett úr pilot og robot. Unnið er að þróun hans við Advanced Institute of Science and Technology í Suður-Kóreu og hann hannað- ur til að geta flogið mismunandi gerðum flugvéla með því að sitja við stýrið og ýta á takka. Kosturinn er að pibot með sinni gervigreind getur lært að bera kennsl á ólík tæki og takka og þannig flogið núverandi flugvélum án þess að þeim þurfi að breyta verulega mikið. Með aðstoð myndavéla metur vélmennið hraðann og flugleiðir og bregst við því sem hann sér í gegnum myndavélar sínar. Í flughermi getur þessi litli þjarkur start- að og flogið eftir fyrirfram skilgreindum leiðum en hann á ennþá örðugt með að lenda sjálfur án aðstoðar sjálfstýringar. Eins býr hann ekki enn yfir getunni til að leysa flókin vandamál sem að gætu komið upp á flugleiðinni. Fraktflug ryður brautina Flugmannslausar farþegaflugvélar eru um- deildar þrátt fyrir að tækni til að koma þeim á loft sé til staðar. Raunverulegur flugmaður í stjórnklefanum veitir farþegum öryggi enda þarf hann að takast á við sömu hættu eins og farþegarnir og mun því gera allt sem í hans valdi stendur til að komast heill í höfn. Þegar þetta öryggi er horfið mun drjúgur hluti farþeganna líka hverfa. Þrátt fyrir þennan annmarka telja margir sérfræðingar að framtíðarsviðs- myndin innan næstu 20 ára, þar sem flugfélag mun t.d. ráða yfir 300 far- þegaflaugum en aðeins 50 flugmenn. Farþegaflugvélarnar munu sjálfar sjá um að komast á áfangastað. Um það bil 10 af flugmönnun- um eru að störfum hverju sinni í stjórnstöð á jörðu niðri. Þeir hafa tölvur sem líkjast þeim sem eru í stjórnklefanum og geta tengt þær við allar flug- vélar fyrirtækisins. Þeim til aðstoð- ar eru síðan um tugur tækni- manna. Í sjald- gæfum tilvik- um þar sem tæknivanda- mál koma upp á flugi mun við- vörun hljóma og í kjölfarið mun allt flug og kerfisgögn fyrir viðkomandi flugvél birtast á skjáum í stjórnstöðinni. Mennirnir geta þannig grip- ið inn í með sama hætti og væru þeir um borð í flugvélinni. Í fragtflugi þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af farþegum. Því geta ómannaðar fraktflaugar verið heppilegar til að ryðja brautina fyrir flugmannslausar flugvélar. Samtímis mun það auðvelda flugumferðar- yfirvöldum að velja tilteknar flugleiðir og hæðir þar sem ómannaðar flaugar geta ver- ið þegar engir farþegar eru um borð. Þá verða slíkar vélar ekkert að þvælast innan um venjulegt farþegaflug. Það tekur þó afar langan tíma fyrir slíkar flugvélar að öðlast viðurkenningu. Frá upp- hafi til loka tekur það um áratug og þegar flugmannslausar flaugar eiga í hlut mun ferlið taka ennþá lengri tíma. Flaugarnar þurfa að standast miklar öryggiskröfur og af þeim sökum munu flugmannslausar flug- ferðir fyrst verða raunveruleiki einhvern tímann um 2050. Orrustuflaug setur nýja staðla Sem fyrsta flugmannslausa flaugin tekur orrustuflugvélin X­47B við skip­ unum sem hún vinnur sjálf úr – án þess að nokkrir menn komi nálægt. Northrop Grummans X-47B bregst við skipun- um og er nánast alveg sjálfvirk. Stýriarmur Þessi þróaða orrustuflaug tekur við skipunum með stjórntæki sem komið er fyrir á handleggnum. U.S. NAVY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Lifandi vísindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.