Lifandi vísindi - 11.01.2016, Page 57

Lifandi vísindi - 11.01.2016, Page 57
56 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 Lifandi vísindi . 01/2016 Breska risafyrirtækið BAE System ein- beitir sér nú að almennum flugmannslaus- um farþegavélum með ASTRAEA verkefni sínu (Autonomous Systems Technology Related Airborne Evaluation and Assessment). Þátttakendur í því eru einhverjar stærstu verksmiðjur flugumferðar, eins og mótorframleiðandinn Rolls Royce og Airbus. Mark- miðið með ASTRAEA verkefn- inu er að komast að því hvernig flugmannslaus flaug geti flogið í hvers konar loft- rými án sérleyfa. Fjarstýrð tilraunavél Til að ná þessu marki hefur BAE Systems endurhannað Jet- Stream 31 – hreyflavél fyrir styttri vegalengdir – og gefið flauginni nafnið „The Flying Test Bed“. Í 16 farþegasætum um borð er að finna öflugar tölvur og fjölmörg stýrikerfi. Flauginni má bæði stýra af flugmanni um borð eða fjarstýra henni frá stjórnstöð á jörðu niðri. Mikilvægustu straumhvörfin fram til þessa fólust í flugi árið 2013 en þar var flug- vélin fyrsta fjarstýrða flaugin sem gat flogið á almennu flugumferðarsvæði. Flugleiðin var ríflega 500 km löng vegalengd frá Warton Fylde í Englandi til Iverness í Skotlandi. Stefnt er að því að þróa þessa bresku flaug þannig að hún geti flogið algerlega sjálf. Hnitakerfi, brottfarartími og lendingartími er það eina sem þarf að slá inn í kóðann. Afganginn sér vélin sjálf um – bæði að fljúga fjarri óveðri, að víkja frá öðrum flugvélum, að- laga hæðina að flugleiðinni og eins að nauðlenda ef þörf kref- ur. Verkstjóri á jörðu niðri mun einungis taka þátt í fluginu komi upp vandamál sem flaugin sjálf getur ekki leyst. Pibot floti í stað flugmanns Einfaldasta leiðin til þess að gera flaugar flugmannslausar felst hvorki í að láta þær fljúga sjálfar né með fjarstýringu. Þess í stað mun vélmenni sem Enn sem komið er hefur litli þjarkinn Pibot einungis spreytt sig á flughermum. Í framtíðinni mun hann koma í stað flugmannanna. Flugtak og lending er algjör- lega sjálfvirkt. Á meðan sjálfri flugferðinni stendur er Centaur OPA fjarstýrt. Bandaríski flugvélaframleiðandinn Aurora Flight Scienses hefur kynnt til sögunnar sína flugmannslausu flaug – Centaur OPA. Þetta er umbyggð Diamond DA42-hreyflavél og getur tekið fjóra farþega. Þessi litla flugvél, sem bæði má stýra frá jörðu og af flugmönnum um borð, hefur m.a. ver- ið seld til svissneskra yfirvalda sem hyggjast rannsaka hvernig fjarstýrð- um flaugum vegnar í svissnesku loftrými. Fjarstýrð flaug með farþega innanborðs A U RO RA FLIG H T SCIEN CES KA IST Stefnið er búið myndavélum sem fylgjast með loftrýminu og skynjurum sem greina hvort flugvélin stefni í mögulegan árekstur. Flapsar stýra loftmótstöðu flaugarinnar og auka sem dæmi lyftigetu. Við flug- tak og lendingu stýra þeir sér sjálfir. Meðan á flugi stendur er þeim fjarstýrt.

x

Lifandi vísindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.