Lifandi vísindi - 11.01.2016, Blaðsíða 44

Lifandi vísindi - 11.01.2016, Blaðsíða 44
Print: csw Status: 750 - Sprog godkendt Layout:CSW Red.sek:KKI 43 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 01/2016 . Lifandi vísindi F yrir innan höfuðkúpu þína er um 1,5 kg þung líffræðileg vél sem fær jafnvel öflugustu ofur- tölvur til að virðast vera frum- stæðar. Stafrænu maskínurnar eru sundurgreinandi skrímsli sem geta mulið stærðfræðilega útreikninga með uggvekjandi hraða. En mannsheilinn slær þeim léttilega við enda getur hann lært nýja hluti og klárað verkefni sem taka einnig til skynj- unar og sköpunar- gáfu okkar. Enn sem komið er geta tölvur ekki verið skapandi og sjálfar komið fram með nýjar stærðfræðilegar tilgátur. En nú hafa vísindamenn þróað nýja tölvuflögu sem virkar með sama hætti og mannsheilinn og gæti gert bæði tölvur og vélmenni mannlegri á kom- andi árum. Leyndardómurinn að baki þessari nýju flögu er hinn dularfulli rafræni smíðisgripur memristor en það tók heil 37 ár frá því að hann var aðeins fræðileg tilgáta yfir í að raungerast. Þetta er glataður ættingi þekktra íhluta innan rafeindafræði sem nefn- ast viðnám, spóla og þéttir. Þessi nýi íhlutur, memristorinn, var fyrst smíð- aður á rannsóknarstofu árið 2008. Það var síðan í fyrra sem memristorinn var notaður við smíði flögu. Að baki þessum tímamótum stendur hinn 39 ára gamli rúss- neski prófessor Dmitri Strukov ásamt kolleg- um við University of California og Stoney Brooke University. Þeir hafa nú nýtt virkni memristorsins sem minnir á taugamót í heilanum, til að skapa einfalda flögu sem getur lært að greina á milla þriggja bókstafa. Taugafrumur heilans vinna saman þvers og kurs með því að skjóta raf- boðum í gegnum taugamót. Með því að smíða afar einfalda hringrás úr einungis 144 memristorum geta vís- indamennirnir líkt eftir því hvernig heilinn breytir tengingum milli tauga- frumna og þjálfar sig í að bera kennsl á tákn og mynstur. Þrátt fyrir að það virðist ekkert sérlega mikilfenglegt að bera kennsl á þrjá bókstafi getur þessi árangur orðið fyrsta skrefið til að breyta tölvum svo um munar. Flaga leysir þúsund tölvur af hólmi Núna eru það einkum svokölluð gervitauganet sem líkja helst eftir verklagi heilans. Það gerir tölvum kleift t.d. að bera kennsl á andlit í myndum sem eru teknar á snjallsíma. En það krefst bæði mikillar reiknigetu og rafstraums fyrir núverandi tölvur sem byggja á transistorum til að gervitauganetið geti leyst verkefni sem mönnum þykja ákaflega einföld. Sem dæmi þurfti gervitauganet Googles, sem árið 2012 lærði að bera kennsl á andlitsdrætti katta í Youtube-myndskeiðum, heila þrjá daga og meira en 1.000 öflugar tölvur. Vandinn í þessu samhengi er Um áratugaskeið héldu vísindamenn að þetta væri hreinn hugarburður. En dularfulli smíðisgripurinn memristor er nú orðinn að raunveruleika og virkar eins og lítill gerviheili í nýrri tölvuflögu sem getur framkvæmt rafræn heilabrot og orðið klókari. NÝ FLAGA LÆRIR AÐ HUGSA SJÁLF SHUTTERSTOCK Framtíðin: Tölvur semja eigin sinfóníur Núna: Flaga greinir í sundur bókstafi. 5­10 ár: Snjallsíminn ber kennsl á rödd þína. ∙ Í fyrsta sinn getur agnarsmá flaga leyst verkefni sem krefst brots af getu manna til að bera kennsl á mynstur í umhverfinu. ∙ Memristor-flagan getur greint réttilega þrjá bókstafi í sundur, jafnvel þó form þeirra sé nokkuð brenglað. ∙ Memristor-flögur verða byggðar í tölvur og snjallsíma sem gerir þeim betur kleift að þekkja raddir og andlit. ∙ Memristorarnir gera aukinheldur tölvur okkar langtum hraðari þar sem minniskubb og örgjörva má þjappa saman í sömu flögu. ∙ Memristor-flögur geta gert tölvum og vélmennum kleift að skrifa sinfóníur eða mála listaverk. ∙ Vélmenni eru á sumum sviðum greindari heldur en við, enda geta þau munað langtum meira og lært fleira í senn mun hraðar. Rússneski prófessorinn Dmitri Strukov hefur skapað flögu með einungis 144 memristorum sem er nú verið að kenna eins og barni að greina á milli bókstafanna Z,V og N.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Lifandi vísindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (11.01.2016)
https://timarit.is/issue/389239

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (11.01.2016)

Aðgerðir: