Lifandi vísindi - 11.01.2016, Side 55

Lifandi vísindi - 11.01.2016, Side 55
54 Lifandi vísindi . 01/2016 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 Breska fyrirtækið BAE Systems hefur þróað flugvél sem má fjarstýra frá jörðu. Flaugin hefur hlotið nafnið The Flying Test Bed og sem fyrsta flug- mannslausa flaugin hefur hún lokið við árangursríkt flug með manneskjur um borð í afmörkuðu loftrými – loftrými þar sem aðrar farþegaflaugar er einnig að finna. Um borð voru tveir flugmenn sem sáu um flugtak og lendingu og tveir kerfisfræðingar sem fylgdust með tölvum vélarinnar. Breskt tilraunaflaug vísar veginn U pp úr miðri síðustu öld, þegar fyrstu stóru þoturnar tókust á loft voru þrjár manneskjur í stjórnklefanum. Tveir flug- menn og einn tæknimaður sem fylgdist með vinnslu mótoranna. Upp úr 1980 urðu miklar tæknilegar framfarir til þess að tæknimaðurinn reyndist óþarfur. Eftir stóðu tveir flugmenn sem ennþá sitja í stjórnklefanum. En þeir geta ekki lengur verið öruggir í starfi. Bandaríska geimferðastofnunin NASA þróar sem dæmi kerfi með einungis einn flugmann um borð. Flugstjórinn tekur sér sæti í stjórnklefanum meðan aðstoðar- flugmaður er staddur á jörðu niðri þar sem hann getur fjarstýrt flugvélinni ef þörf kref- ur. Jafnframt hafa aðrir flugvélaframleið- endur skipað verkfræðingum sínum að tæma stjórnklefann: Þess í stað eiga flugvél- arnar að fljúga sér sjálfar eða þeim verði fjarstýrt af einum manni á jörðu niðri – bæði þar sem þetta verður ódýrara og einnig eykst flugöryggið fyrir vikið. Flugferð frá London til Los Angeles tekur um 11,5 tíma. Á allri þessari löngu leið þurfa flugmennirnir sín laun og síðan hvíld, jafn- an á hóteli í LA. Ef flugvélin flygi sér sjálf myndi allur sá kostnaður falla niður. Jafnvel þó flauginni væri fjarstýrt þyrftu færri manneskjur að koma að fluginu. Eftir átta tíma flug gæti óþreyttur flugmaður tekið við en sá þreytti farið heim og hvílt sig. Flugmannslausar flugvélar munu einnig bæta flugöryggið á mörgum sviðum og fyr- irbyggja mörg hröp. Til dæmis flugslys eins og það sem hinn þýski Andreas Lupitz varð valdur að í mars 2015, þegar hann sem að- stoðarflugmaður framdi sjálfsmorð og varð 149 manns að bana með því að fljúga flug- vélinni á fjall í frönsku Ölpunum. Frávikum útrýmt Tæknilega séð geta nútímafarþegaflugvélar auðveldlega tekið á loft, flogið á áfangastað og lent aftur án inngripa frá mönnum. Sjálfsstýring stýrir flauginni með meiri ná- kvæmni og í mikilli þoku eru sjálfvirku lendingarkerfin öruggari en flugmenn. Vandinn við slík sjálfvirk kerfi er að þau virka best í umhverfi þar sem frávik eru afar lítil. En raunveruleikinn er ekki alltaf svo einfaldur – það kunna að finnast villuráf- Önnur myndavél er undir flugvélinni og nýtist einkum við lendingar. BA ES BA ES Framrúðurnar eru búnar myndavélum sem senda gögn til tölvu flugvélarinnar.

x

Lifandi vísindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.