Lifandi vísindi - 11.01.2016, Blaðsíða 19

Lifandi vísindi - 11.01.2016, Blaðsíða 19
18 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 Lifandi vísindi . 01/2016 Á unglingsárunum má segja að líkams-klukka ungmennanna sé um það bil tveimur tímum of sein og fyrir vikið finnst þeim klukkan vera fimm að morgni þegar foreldrarnir vekja þá klukkan sjö. Þá hafa rannsóknir enn fremur leitt í ljós að ung- lingar sofa léttari svefni og jafnframt verr sökum mikils umróts í heilanum. Heilasérfræðingurinn Eva Telzer við Ill- inois-háskóla í Bandaríkjunum hefur rann- sakað tengslin milli breytilegra svefnvenja og uppbyggingar heilans. Árið 2015 tókst henni að sýna fram á að ef svefntími ung- linga breytist mikið frá einni nótt til annarr- ar, þá hefur það neikvæð áhrif á myndun taugatenginga milli ólíkra stöðva heilans. Lengd nætursvefnsins skipti þó ekki sköp- um hvað réttu tengingarnar snerti, heldur höfðu stóru sveiflurnar mest áhrif. Ungt fólk er að sama skapi afar mót- tækilegt gagnvart birtu fyrir háttatíma. Ljós frá lampa eða skjá gat heft framleiðslu svefnhormónsins melantóníns og ef marka má rannsókn frá því fyrr á þessu ári verða áhrifin mest á fyrstu unglingsárunum. S mjörið er hálfbráðið á eldhúsborðinu við hliðina á tómri mjólk- urfernu og vaskurinn er sneisafullur af óhrein- um diskum, glösum og hnífapörum. Unglingurinn situr sallarólegur með símann fyrir framan sig, í stað þess að ganga frá. Verði þeim fullorðnu á að nefna draslið rýkur unglingurinn upp á nef sér. Þessi heiftarlegu við- brögð, sem fullorðnu fólki finnst afar ósanngjörn, eru afleiðing mikils umróts í heil- anum. Líffæri unglingsins á efstu hæð eru að brotna niður, umbreytast og í uppbyggingu, allt á sömu stundu. Í rauninni ríkir svo mikil ringulreið í heilum ung- linga að skapgerð þeirra minnir einna helst á fólk sem orðið hefur fyrir alvarlegum heilaskemmdum. Heilinn fremur sjálfsmorð Heilinn heldur áfram að stækka og þroskast eftir fæðingu en hefur svo náð fullri stærð kringum sex ára aldurinn. Allar götur fram yfir 1990 álitu vísindamenn að heilinn væri fullmótaður á þessu stigi. Þegar svo sneiðmyndaskönnun og aðrar skimunaraðferðir gerðu kleift að skyggnast inn í lifandi heila brá vís- indamönnum í brún: Heilinn verður nefnilega fyrir heilmikilli rénun frá sex ára aldri til 22 ára, jafnframt því sem hann er endurskipulagður. Eftir sex ára aldurinn má segja að heilinn myndi ekki fleiri taugafrum- ur, þ.e. svonefnda taugunga. Í raun- inni byrjar stór hluti taugafrumn- anna þá að granda sjálfum sér kerfisbundið. Í sumum hlutum heil- ans deyr ríflega helmingur allra taugafrumna þegar í barnæsku og á unglingsárunum. Þessi grisjun hljómar öfgakennd en er engu að síður nauðsynleg til að þær taugar sem eftir lifa styrkist. Hópur vísindamanna mældi sem dæmi getu barna yfir árabil, jafn- framt því að mæla þroska heilans á sama tímabili. Rannsóknin leiddi í ljós að því meiri fækkun sem varð í taugungum í efsta hluta svonefndra ennisblaða, þeim mun betur voru börnin fær um að muna orð. Þá Birta breytir unglingum í næturhrafna og morgundrauga D æ gu rs ve ifl a: st ar fs em i t ilt ek in na ta ug a í h ei la 2 8 10 12 14 16 18 20 22 24 Dægursveiflur fullorðinna fylgja frekar birtustiginu en þegar unglingar eiga í hlut. Fullorðnir verða þreyttir u.þ.b. fjórum klukkustundum eftir að dimmir en unglingar hins vegar ekki fyrr en tveimur tímum seinna. Dægursveifla unglinga er seinna á ferðinni Tímar í birtu og myrkri – í dæminu kemur sólin upp kl. 6.30 Birtutímabil Unglingur Fullorðinn Fastar svefnvenjur – einnig um helgar. Kl. 7.00 Vandi: Lausn: Þreyttur og ógernin g­ ur að fá á fætur. Nú er illt í efni! Dægursveifla líkamans fer úr skorðum og líkamsklukkan fer á fleygiferð. Unglingar bregðast við birtu tveimur stundum seinna en fullorðnir. Fullorðnir þreyt- ast tveimur tím- um á undan ungmennum. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Lifandi vísindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.