Lifandi vísindi - 11.01.2016, Blaðsíða 46

Lifandi vísindi - 11.01.2016, Blaðsíða 46
Print: csw Status: 750 - Sprog godkendt Layout:CSW Red.sek:KKI 45 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 01/2016 . Lifandi vísindi Memristorinn breytir formi eftir straumnum Memristorinn virkar eins og venjulegt viðnám – resistor – en lagið úr títandíoxíði veitir nýjan eiginleika. Í venjulegum resistor er viðnámið ævinlega hið sama óháð hversu mikill rafstraumur fer í gegnum það. Þannig verkar ekki memristor. Þetta gerir flögunni kleift að læra og muna nýja hluti. Memristor-flaga Miðlungsviðnám Lítið viðnám Meira viðnám Allir 144 memristorarnir í flögunni hafa í fyrstu sama viðnám og flagan afkastar ekkert. En þegar hún er fyllt með gögnum taka memristorarnir að starfa. Viðnámið í memristorunum minnkar eftir því sem meiri straumur fer um þá. Þessu mætti líkja við að vatnsleiðsla fái aukið þvermál og minnki þannig vatnsþrýstinginn. Ef strauminum er veitt í gagnstæða átt í gegnum vatnsleiðsluna minnkar þvermál hennar og veitir þannig strauminum meira viðnám. Þegar slökkt er á raf- straumi fyrir memristor- hringrásina „muna“ allir memristorarnir það við- nám sem var til staðar þegar slökkt var á þeim. Hér má sjá hversu agnarsmá memristor-flagan er miðað við mannshár. “Vatnsleiðsla” SHUTTERSTOCK Mannshár Með tölvu sem grundvallast á memristorum mun allt á skjánum vera nákvæmlega eins og það var þegar kveikt er á tölvunni aftur þar sem memristorinn man ævinlega síðasta ástand sitt. Þessi nýjung hefur leitt af sér nafnið memristor sem er samsett úr orðunum „memory“ og „resistor“. Verklagi memristorsins má þannig beinlínis líkja við taugamót heilans sem virka eins og snertiflet- ir milli 100 milljarða taugunga heilans sem gera okkur kleift að læra og hugsa. Þegar við lærum eitthvað nýtt, sjá tauga- mótin til þess að s t y r k j a t i l t e k n a r tengingar þannig að boðin fari auðveldar í gegn sem upplýsingar í formi taugaboða milli taugunganna. Á hinn bóginn geta tengingarnar milli taugunganna minnk- að, t.d. þegar við hættum að læra fram- andi tungumál á einhverjum tíma. Heilaflaga í snjallsíma Frumgerðin að memristor flögunni var smíðuð af prófessor Strukov árið 2015 og 144 memristorar flögunnar innihalda 144 raf-taugamót samanborið við einhver millj- ón milljarða taugamóta í heilanum. Því er óralöng leið í að flagan standi jafnfætis getu manna. En Strukov og kollegar hans telja memristorinn fullkominn íhlut til að líkja eftir virkni heilans, því til samanburðar þarf rafrás sem b y g g i r á f j ö l m ö r g u m transistorum til að ná fram sömu áhrifum og eiga sér stað í taugamótum sem einungis ein stök memristor flaga státar af. Memristorinn er ekki eina tæknin sem nú er til rann- sóknar til að skapa flögur sem líkjast mannsheilanum. Hjá IBM er einnig unnið að þessu verkefni og fyrirtækið reiðir sig nú einkum á svo- nefnda TrueNorth-flögu. Sú inniheldur 5,4 milljarða transistora og er um þessar mundir sú flaga í heiminum sem inni- heldur flesta slíka. 48 samtengdar TrueNorth-flögur eru þannig viðleitni IBM við að smíða staf- rænan heila. En þessi búnaður hjá IBM tekur rými á við minni fataskáp og fram til þessa hefur vísindamönnunum einungis tekist að endurskapa getu heila sem samsvarar greind í rottum. Í nánustu framtíð er heldur ekki fyrir- hugað að skapa nákvæmlega rafræna eft- irmynd af mannsheilanum sem byggist á memristorum. En takist Stukov að margfalda fjölda memristora í flögu gætu tölvur okkar inn- an einhverra ára verið búnar memris- torflögum sem geta skjótt og nákvæm- lega borið kennsl á andlit og raddir án þess að tæma rafmagnið úr rafhlöðunum. Í fjarlægri framtíð gætum við svo kannski verið með rafmagnsdót sem er u.þ.b. jafn snjallt og við sjálf. Memristorinn getur munað þegar slökkt er á honum. Nafnið memristor er komið af „memory“ (minni) og „resistor“ sem stýrir viðnámi í rafrás.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Lifandi vísindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (11.01.2016)
https://timarit.is/issue/389239

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (11.01.2016)

Aðgerðir: