Þjóðmál - 01.12.2008, Side 18
16 Þjóðmál SUmAR 2006
„Blaðamannafélag Íslands þenst út og
hefur ekki í sögunni haft jafn marga félaga
innan sinna vébanda . Ekki er síður mikilvæg
sú breyt ing að öflugir athafnamenn hafa séð
við skiptatækifæri og hagnaðarvon í rekstri
fjöl miðla sem hingað til hafa flestir þurft að
búa við vægast sagt óstöðugt rekstrarum-
hverfi .“
Blaðamenn þökkuðu auðmönnum fyrir
með auðsveipni og gagnrýnislausri umfjöllun
um útrásina .
Í Baugsmálum hafði Morgunblaðið undir
for ystu Styrmis Gunnarssonar ritstjóra verið
gagn r ýnið á Jón Ásgeir Jóhannesson . Þá reyndi
blaðið einnig að veita auðmönnum almennt að-
hald m .a . með því að birta fréttir úr erlendum
fjölmiðlum þar sem efast var um undirstöður
íslensku útrásarinnar . Morgunblaðið og Styrmir
fengu bágt fyrir, bæði hjá útrásarauðvaldinu
og nýjum eigendum blaðsins . Björgólfur
Guðmundsson, aðaleigandi Landsbankans og
fleiri fyrirtækja, eignaðist ráðandi hlut í út-
gáfu félagi Morgunblaðsins á árabilinu 2003–
2006 . Björgólfur og sonur hans og nafni
voru stórtækir í útrásinni og tefldu djarft með
Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi
og Hollandi .
Viðskiptablaðið komst í eigu Bakka varar-
bræðra Lýðs og Ágústs Guðmundssona sem
voru stærstu eigendur Kaupþings í gegnum
fjár festingafélag sitt, Exista . Lýður, sem er
stjórn arformaður Exista, sagði hreint út á
aðal fundi 14 . mars 2007 að eignarhluturinn í
Við skiptablaðinu væri ekki „arðbær fjárfesting“
heldur til að tryggja aðkomu bræðranna
að fjölmiðlum, líkt og hinum tveim fjöl-
skyldunum sem ættu einkareknu fjölmiðla
landsins . Lýður vísar þar í Björgólfsfeðga
annars vegar og hins vegar feðgana Jón Ásgeir
og Jóhannes Jónsson .
Fjölmiðlarekstur nýauðvaldsins var ekki
rekstur í venjulegum skilningi . Fjölmiðlar
voru til að stýra dagskrá opinberrar umræðu,
fegra hlut eigenda sinna, þegja í hel óþægilegar
fréttir og vera til taks sem almannatengill þegar
á þyrfti að halda . Hringnum var lokað . Allir
einkareknir fjölmiðlar á Íslandi voru í eigu
útrásarmanna .
Eftir að auðmenn lögðu ríkisstjórnina að velli í slagnum um fjölmiðlafrumvarpið
var veldi þeirra í íslensku samfélagi orðið slíkt
að opinberar stofnanir máttu sín lítils . Ríkis-
valdið var hornkerling í höll útrásaraðalsins .
Mannauður ríkisstofnana var skorinn nið-
ur við trog vegna þess að útrásarfyrirtæki
keyptu til sín sérfræðinga frá hinu opinbera .
Yfirmenn ríkisstofnana horfðu upp á hvernig
Baugsmiðlar tóku fyrir og rægðu opinbera
starfsmenn sem báru hitann og þungann af
lögreglurannsókninni á Baugi og saksókninni .
Stöðu sinnar vegna eiga forstöðumenn rík-
isstofnana erfitt með að tjá sig opinberlega um
stöðu embættanna . Helgi Magnús Gunn ars son
yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkis lög reglu-
stjóra vék frá hefðbundinni þag mælsku þegar
hann í Sjónvarpsfréttum 5 . nóvember síðast
liðinn sagðist sakna stuðnings stjórnvalda .
Hann talaði einnig um „meðvirkni“ í sam fél-
aginu með útrásarauðvaldinu .
Ef þvegin er af orðum Helga Magnúsar em-
bættisleg varfærni stendur þetta eftir: Stjórn-
völd brast þrek og þor til að standa uppi í
hárinu á nýauðvaldinu sem fór sínu fram í
þeirri fullvissu að ekkert afl á Íslandi stæðist
því snúning .
Orrustunni um fjölmiðlafrumvarpið lauk
með fullum sigri Baugs og eftir það varð
ekki aftur snúið . Auðmennirnir fylltust
hroka og töldu sér alla vegi færa . En ís-
lensku útrásarvíkingarnir uggðu ekki að sér;
í útlöndum var litið á þá sem nýríka upp-
skafninga – og þeir voru með höndlaðir eftir
því . Trúverðugleiki og traust skrapp saman
í öfugu hlutfalli við vöxt efnahags reiknings
bank anna . Erlendir bankar biðu eftir tækifæri
til að losa sig við íslenska nýauðvaldið .
Þegar Glitnir komst í þrot í lok september
síð ast liðinn var tækifærið gripið fegins hendi:
breskir, bandarískir, þýskir og japanskir banka-
menn sögðu „lok, lok og læs“ – og Ísland
rambaði á barmi gjaldþrots . Þökk sé útrásinni .