Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 24
22 Þjóðmál VETUR 2008
af slíku ofurraunsæi að nálægð við myndir hans
getur valdið svima,“ sagði Ólafur Gísla son í
DV . „Sagan, tíminn og rýmið hefur upp hafið
sjálft sig í þessum myndum og við horf umst
í augu við náttúrugerðan framandleik okkar
sjálfra andspænis fyrirbærum mynd máls ins,
náttúrunnar og sögunnar .“28
14 . Í mörgum lögum
Sýning á olíumálverkum Eggerts af íslensk-um plöntum var opin í i8 galleríi við
Klapparstíg í Reykjavík frá 21 . júní til 28 .
júlí 2001 . Meðal viðfangsefnanna voru
krossmaðra, fífa, blóðberg og beitilyng . Sum
verkin höfðu verið tvö ár á trönunum .29
Í kynningu á sýningunni var sagt að mál-
verkin væru unnin í mörgum lögum á kerfis-
bundinn hátt þannig að myndflöturinn virtist
lyft ast upp . „Fyrri myndir mínar hafa runnið
meira saman í fjarlægð í lit eða flöt en þessar
myndir er hægt að horfa á bæði í nálægð og
fjarlægð,“ sagði lista maðurinn í samtali við
Fréttablaðið .30
Það vakti sérstaka athygli að erlendur lista-
verka safnari keypti öll málverkin nema tvö .
Þau höfðu verið seld áður .31
Aðalsteinn Ingólfsson sagði í DV að úr fjar-
lægð kæmu málverkin „manni fyrir sjónir sem
óhlutbundin tilbrigði í anda afstrakt-impress-
jónista“ en að í návígi breyttist þessi myndvíð-
átta í „smáheim íslensks foldarskarts, þar sem
hverjum stilk, krónu og laufblaði er haldið til
haga með undraverðri nákvæmnisvinnu“ .32
Halldór Björn Runólfsson talaði um ómó t-
stæði legar myndir í Morgunblaðinu . „Það eru
eins tæð ir hæfileikar Eggerts að geta fangað
þessa óreiðu alla og kynnt hana líkt og hverri
jurt hefði verið fundinn staður eftir nákvæmu
skipulagi .“33
15 . Hið fínlega
Fimmtánda einkasýning Eggerts var í i8 gall eríi við Klapparstíg í Reykjavík frá 8 .
maí til 28 . júní 2003 . Málverkin voru fimm og
voru stærri en hann hafði málað áður . Eggert
sagðist í blaðaviðtali nota fleiri liti en áður og
mála fleiri tegundir af blómum .34
Jón B . K . Ransu sagði í Lesbók Morgunblaðs-
ins að fegurðin í verkum Eggerts fælist í hinu
fínlega, lítilláta og þolinmóða . „Eggert hefur
undanfarin ár fest sig í sessi á meðal fremstu
listmálara landsins og er sýning hans í Gallerí
i8 til votts um þá stöðu hans í myndlistar flóru
Íslands .“35
Í DV sagði Aðalsteinn Ingólfsson að list
Eggerts stæði föstum fótum í málaralist
fyrri alda og nefndi uppstillingar hollenskra
sautjándu aldar málara og mosa og kjarr
Kjarvals . „Okkur er fyrirmunað að einangra
smáatriði og gaumgæfa þau, heldur verða
Þetta málverk
var eitt af þeim
sem mesta athygli
vöktu á sýningunni á
Kjarvalsstöðum
haustið 2007 .
Það er 95x400
sentimetrar .
Ljósm . af málverkum:
Guðmundur Ingólfsson .