Þjóðmál - 01.12.2008, Side 28
26 Þjóðmál VETUR 2008
Ínýútkominni skáldsögu minni, Váfugli, fjalla ég um stærsta álitaefni okkar samtíma;
samskipti Íslands og Evrópusambandsins .
Sagan gerist í framtíðinni þegar Ísland er fylki
í sameinaðri Evrópu eða Bandaríkjum Evrópu
og sækir fram til sjálfstæðis . Ísland er komið
út úr afar sérstæðri öld; 20 . öldinni þegar
þjóðin lenti á áhrifasvæði Bandaríkjanna og
varð mikilvægur hlekkur í kalda stríðinu . Nú
er Ísland aftur á áhrifasvæði Evrópu sem kallar
og togar .
Sagan er reist á herðum söguskoðunar
um sérstöðu 20 . aldar í íslenskri sögu þegar
Ísland efldist og dafnaði eftir hremmingar og
niðurlægingu aldanna; á þeim kröftum sem að
verki eru í mannheimum .
Forfeðurnir komu til Íslands á tímum
mikilla þjóðflutninga . Þeir áttu samskipti til
allra átta . Ísland varð öflugt menningarríki .
Á Sturlungaöld varð samþjöppun valds og
samskiptin að meginstraumi í eina átt; til
Noregs sem ásældist landið . Hinn norski
kraftur eða segull var hinum íslenska
miklu sterkari . Íslendingar seldu sig undir
Noregskonung 1262 .
Allt er í lífinu hverfult .
Noregur missti mátt eftir að Svartidauði
hafði tortímt meirihluta þjóðarinnar . Noregur
varð partur af skandinavísku stórríki . Ísland
komst undir danskt vald . Kaupmannahöfn
varð höfuðborg landsins . Valdið færðist til
Eyrarsunds . Hinn danski kraftur togaði og
togaði, jafnvel menningararfurinn sogaðist
úr landi . Á síðari hluta 19 . aldar varð danska
ríkið fyrir þungum áföllum og í kjölfarið
fylgdu djúpstæðar breytingar . Á sama tíma
höfðu Íslendingar tekið að stunda sjóinn
af sífellt meiri krafti . Þjóðin efldist og tók á
móti af sífellt meiri krafti . Íslendingar fengu
heimastjórn . Blikur voru á lofti í Evrópu
sem hafði deilt og drottnað yfir heiminum á
nýlendutímanum .
Sérstaða 20 . aldar,
Ísland á krossgötum
Fyrri heimsstyrjöld skall á og Ísland komst á breskt yfirráðasvæði, danskt vald veiktist
enn frekar . Ísland varð fullvalda ríki . Svo skall
á síðara heimsstríð . Ísland komst í þjóðbraut
og bandaríski herinn tók að sér hervernd . Í
kalda stríðinu var Ísland á krossgötum mitt
á milli risaveldanna; í vestri voru Bandaríkin,
Sovétríkin í austri . Evrópa, þrotin kröftum eftir
eyðileggingu styrjalda, mátti þola áhrifaleysi
og niðurlægingu járntjaldsins . Íslensk þjóð
bjó ekki lengur við ysta haf heldur á toppi
veraldar og varð áhrifamesta smáþjóð í heimi .
Þorskastríðin við Breta eru skýrasta dæmið um
ofurvald smáþjóðar sem rak breska heimsveldið
af höndum sér í skjóli hernaðarlegs mikilvægis .
Fischer og Spassky tefldu í Höllinni, Reagan
Hallur Hallsson
Ísland á nýjan leik á
evrópsku áhrifasvæði