Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 46

Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 46
44 Þjóðmál VETUR 2008 því það þýðir að hlúð er vel að mynt landsins . Hlutverk seðlabanka getur því aldrei verið ofmetið . En völd hans eru iðulega ofmetin . Bókavinur minn André Kostolany Ég hef lesið margar góðar bækur um æv-ina . Sumar hafa verið góðar en leiðin leg- ar . En aðrar hafa verið það skemmtilegar og jafnvel það góðar að ég hef lesið þær aftur og aftur . Þegar ég rekst á bækur sem reynast mér svona vel fer ég smám saman að kalla höf und- inn bókavin minn . Einn slíkur er Ung verj- inn André Kostolany . Hann fæddist í Búda pest í Ungverjalandi árið 1906 og lést í París árið 1999, 93 ára að aldri . Upphaflega ætlaði André að verða list fræð- ingur og heimspek ingur . En föður hans leist ekki á það og sendi því soninn í læri í korn- kaup höll ina í París í Frakklandi . Um þær mundir var korn kauphöllin í Ung verjalandi sú stærsta í heiminum . Engu að síður var André komið fyrir í læri hjá fjölskylduvini í kornkaup- höll inni í París . Þetta varð upphafi ð á 70 ára ferli André sem miðlari, verðbréfa sali og fyrst og fremst sem spekúlant af Guðs náð . Á fyrsta vinnudegi kom gamall og reyndur maður til André til að segja honum að það væri aðeins eitt sem hann þyrfti að vita til að ná árangri í kauphöllinni: Í hverra höndum eru bréfin? Eru þau í höndum kjána eða hinna harðsoðnu? André gerði mikið úr því að vera fyrst og fremst spekúlant og ekki fjármálamaður eða hagspekingur . Spekúlant var heiðursnafnbót, sagði André, því fjármál, hagspeki og fjármálagerningar eru fyrst og fremst handverk og list en ekki vísindi . André átti árum saman fast pláss í þýska tímaritinu Capital . Þar skrifaði hann um 400 greinar, auk þess sem hann gaf út 13 bækur . Hann var mikill bókamaður og átti stórt bókasafn . Þegar ráðstefna ríkustu þjóða heimsins (G5 eða 7) var eitt sinn haldin í Frankfurt, fjár - mála höfuðborg Þýskalands, fór hún fram í há tíðarsal vísindaakademíunnar . En þetta fannst André gersamlega óviðeigandi, ráð stefn- ur um efnahags- og fjármál þjóða ætti að halda í húsakynnum listaakademíunnar, þar ættu svona ráðstefnur heima! Þetta hefur ekkert með vísindi að gera, sagði André . Að sumu leyti er hægt að samsinna þessu sjónarmiði Andrés . Hagfræðin hefur ekki ennþá getað útskýrt, með hjálp vísindaaðferða, hvað gerði það að verkum að við urðum jafn rík og raun ber vitni . Hvað kom hagvexti af stað eftir 15 .000 ára jafnvægi steinaldarsamfélagsins? Og hvað fékk hagvöxt og alþjóðaviðskipti síðar meir til að stöðvast öldum saman? Ein frægasta spekúlasjón André átti sér stað þegar Ronald Reagan og Michail Gorbatjov hittust í Höfða í Reykjavík árið 1986 . Þá sat André eins og venjulega í hægindastólnum í bókaherberginu sínu, las blöðin og hlustaði á útvarp . Hvaða þýðingu hafði þessi fundur risaveldanna í Reykjavík? André velti vöngum alllengi . Loks tók hann upp símann og hringdi í kunningja sinn sem starfaði við kauphöll eina í Evrópu . „Áttu eitthvað til sölu af skuldabréfum rússneska keisarans frá árunum 1822 til 1910?“ spurði hann . Kunninginn efaðist stórlega um geðheilsu André . Eftir rússnesku byltinguna hafði Vladimir Lenín nefnilega tilkynnt umheiminum að hin nýju Sovétríki myndu ekki taka á sig ábyrgðir hins fallna rússneska keisaradæmis . Ríkisskuldabréf þessa fyrrverandi ríkis voru því fallin svo mikið í verði að þau gengu á 0,25% af nafnverði . Þessi skuldabréf keypti André Kostolany í stórum stíl stuttu eftir fundinn í Höfða . Af hverju? Jú, ég þekki mína menn, sagði André . Ég spái því að samskipti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna fari batnandi og Rússa vanti peninga þegar að enduruppbyggingu kemur . Þá munu mínir menn í Frakklandi og Evrópu segja: Það er sjálfsagt að hjálpa, en kæru vinir, hvað með gömlu skuldirnar? Fyrst verðið þið að hreinsa upp gömlu skuldirnar, áður en þið getið vænst hjálpar frá okkur . Þetta varð raunin og André fékk 12% af nafnverði fyrir bréfin sem hann keypti á 0,25% . Miklu meira en hann hafði gert ráð fyrir að Sovétstjórnin myndi samþykkja .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.