Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 52
50 Þjóðmál VETUR 2008
í sögulegu ljósi í því landi . Þetta var óvenjuleg
staða fyrir danska atvinnurekendur því þeir
eru vanir miklu offramboði af vinnuafli og
því mjög ofdekraðir . Þetta hefur leitt til
þess að ráðningarferli nýrra starfsmanna er
alltaf að líkjast meira og meira því ferli sem
bandaríska geimferðastofnunin NASA hafði
við val geimfara til tunglferða á árum áður .
Því má halda fram að síðustu tvö árin hafi
atvinnurekendur hamstrað fólk til starfa,
þeir urðu gripnir sömu hvöt og neytendur
sem hamstra vörur í yfirvofandi vöruskorti,
þ .e . ótta . Þennan ótta um yfirvofandi skort
á vinnuafli hefur mátt lesa út úr tölum
um hríðfallandi framleiðni hins starfandi
vinnuafls síðustu tveggja ára . En þrátt fyrir
versnandi framleiðni hafa atvinnurekendur,
hagsmunasamtök þeirra og fjölmiðlar rekið
stanslausan áróður fyrir því síðastliðin ár, að
fá leyfi til þess að flytja inn erlent vinnuafl
í stórum stíl . Það má því búast við að
atvinnuleysi muni þjóta upp á flugeldahraða
núna þegar kreppan skellur á með fullum
krafti, því það fólk sem var hamstrað inn í
fyrirtækin mun fara þaðan út jafn hratt aftur
þar sem ráðning þess byggðist á bólueftir-
spurn eftir vinnuafli . (Kreppan megnaði að
koma öllum heiminum í opna skjöldu þrátt
fyrir ótrúlegan fjölda sérfræðinga á öllum
sviðum fjármála, efnahagsmála og vandamála .
Vandamála- og efnahagsfræðingarnir voru
tekn ir allsberir og sofandi í rúmum sínum, en
þó flestir í merkjavöru-nærbuxum!)
Viðbrögð við hinni óvanalegu ósk seðla-
bankastjórans um aukið atvinnuleysi létu
ekki á sér standa . Claus Hjort Frederiksen, at-
vinnumálaráðherra, undraðist mjög ummæli
seðla bankastjórans og sagði að það ætti að fækka
atvinnuleysingjum frekar en hitt, það væri
markmiðið . Viðbrögð stjórnarandstöð unn ar
voru háværari . Talsmaður jafnaðarmanna sagði
að ummæli seðlabankastjórans væru „grótesk
og súrrealistísk“ og ætti seðlabankastjórinn
sjálfur að fara fremst í röð atvinnuleysingja .
„Hann ætti að prófa að þurfa að lifa af
atvinnuleysisbótum,“ sagði talsmaðurinn og
benti á að laun seðlabankastjórans væru um
2,3 milljónir danskra króna á ári .
*
Hinn 18 . september 2008 veldur Nils Bernstein, seðlabankastjóri, enn upp-
námi í dönskum stjórnmálum með áfram-
haldandi gagnrýni sinni á ríkisstjórn landsins .
Seðlabankastjórinn segir: „Danska rík is-
stjórn in hefur ekki stjórn á efnahag landsins
því núverandi stefna í efnahagsmálum sem
hefur það markmið að halda atvinnuleysi
jafn lágu og það er núna, mun mistakast með
slæmum samfélagslegum og persónulegum af-
leiðingum .“ Seðlabankastjórinn bætti því við
að veik hagstjórn ríkisstjórnarinnar myndi
auka líkurnar á vítahring víxlverkunar launa-
skriðs og verðhækkana .
*
Gagnrýni úr fjarlægð 17 . júlí 2008: Seðla-bankastjóri evrópska seðlabankans,
frans maðurinn Jean-Claude Trichet frá Lyon,
gagnrýnir og ávítar „sumar“ ríkisstjórnir
evrusvæðis í sameiginlegu viðtali við fjögur
evrópsk dagblöð . Launaskrið sé of mikið og nú
þegar sjáist merki um vítahring víxlverkunar
launahækkana og hækkunar verðlags á
myntsvæðinu . „Við sjáum meira að segja dæmi
þess að menn hafi sums staðar á myntsvæð-
inu í gangi verðtryggingu ýmissa ríkisútgjalda
og bótagreiðslna frá hinu opinbera og einnig
sjálfvirkar launahækkanir hjá starfsmönnum
fyrirtækja í takt við verðbólgu .“ Hér kemur
Trichet inná þá staðreynd að evrusvæðið þolir
nánast enga verðbólgu án skelfilegra afleiðinga
fyrir ríkisútgjöld margra ríkja evrusvæðisins,
því mörg útgjöld hækka í takt við verðbólgu
og einnig er stór hluti kjarasamninga tengdur
við þróun dýrtíðar . Það eru fá ríki í eins góðri
stöðu og Ísland með sína góðu sjálfbæru
lífeyrissjóði . Þarna er stór munur á Íslandi og
evrusvæðinu . Ísland þolir mun meiri verðbólgu
án þess að ríkisútgjöld fari úr böndum því