Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 63
Þjóðmál VETUR 2008 61
að ríkið myndi sjá fólki fyrir 90% hús næðis-
lánum . Á þeim tíma var almennt veðhlutfall
Íbúðalánasjóðs 65%, sem þó var hægt að hækka
ef um fyrstu eign var að ræða eða ef félagslegar
aðstæður væru metnar þannig að viðkomandi
þyrfti á hærra láni að halda . Það sem upp á
vantaði hafði fólk fjármagnað með eigin fé eða
lánum frá lífeyrissjóðum og bönkum .
Vorið 2004 ákvað ríkið svo að efna þessi
loforð framsóknarmanna á sama tíma og hús-
bréfakerfið var lagt niður . Íbúðalánasjóður
bauð þá upp á hærri lán á lægri vöxtum en
áður hafði þekkst . Bankarnir horfðu því fram
á skerta hlutdeild í íbúðalánamarkaðnum, ef
þeir brygðust ekki við . Þeir hófu því að bjóða
upp á sambærileg lán og ríkið bauð fólki .
Það varð síðar til þess að þeir fóru í auknum
mæli að bjóða upp á erlend lán til að keppa
við þá lágu vexti sem Íbúðalánasjóður gat
boðið upp á í krafti ríkisábyrgðar . Þetta olli
að sjálfsögðu þeirri fasteignabólu sem allir
þekkja og hjaðnar hratt um þessar mundir .
Frá árslokum 2005 fram á mitt ár 2008 jukust
eignir Íbúðalánasjóðs úr 495 milljörðum í 663
milljarða, eða um 34% .
Svipað var upp á teningnum í Bandaríkjun-
um . Þar í landi voru svokölluð ríkisstudd fyr-
ir tæki (e . governement sponsored enterprises)
ráðandi á fasteignalánamarkaðnum . Stærstir
þessara sjóða voru Fannie Mae og Freddie
Mac, sem nú eru frægir að endemum . Fannie
Mae var stofnaður í kreppunni miklu en full-
trúadeild Bandaríkjaþings tók sjóðinn undir
sinn verndarvæng árið 1968 . Freddie Mac
hefur hinsvegar frá stofnun sinni, árið 1970,
verið studdur af ríkinu . Heildareignir þessara
tveggja sjóða voru í árslok 2007 jafnvirði
104 .000 .000 .000 .000 (104 þúsund milljarða)
króna . Þetta er fimmtán tölustafa tala!
Með ríkisstuðningi gátu þeir veitt ódýrum
heildsölulánum til banka og annarra lán-
veitenda sem endurlánuðu þau á lágum vöxt-
um til húsnæðiskaupenda . Sérstakir sölu-
menn – sem höfðu engan hvata af því að
lántakendur stæðu í skilum – gengu svo á
milli fasteignakaupenda og fjármögnuðu hús-
næð is lán þeirra gegn fastri þóknun . Slík lán
eru jafnan kölluð undirmálslán . Nánast hver
sem er gat fengið lán á lágum vöxtum til að
kaupa nánast hvaða fasteign sem er, jafnvel
án greiðslumats . Ósamhverfan í kerfinu var
orðin alger og aðeins tímaspursmál hvenær
myndi skeika að sköpuðu . Ekki þarf að
fjölyrða um áhrif húsnæðisverðsbólunnar á
hagkerfi heimsins . Þegar hún sprakk fyrir
rúmlega ári markaði hún upphafið að því
ástandi sem heimsbyggðin býr við í dag .
Undirmálslánakreppa varð að lausafjárkreppu,
sem varð að bankakreppu, sem getur hæglega
orðið að allsherjar heimskreppu .
Hvaða lærdóm getum við dregið?
Þrátt fyrir gífurlega umfangsmikið laga-um hverfi og mikil ríkisafskipti er fjár-
mála kerfið í mikilli kreppu . Enn strangara
laga um hverfi og enn meiri ríkisafskipti yrðu
því eins og að hella olíu á eldinn . Sterkt og
öflugt fjármálakerfi getur skapað skatt tekjur
sem staðið geta undir stórum hluta vel ferðar-
kerfisins til langs tíma . Lykillinn að því að
byggja upp slíkt kerfi eru því einfaldar og
skýrar leikreglur og öflugt eftirlit . Í þessu sam-
bandi er mikilvægt að hafa í huga að öfl ugt
fjármálaeftirlit þarf ekki að vera það sama og
íþyngjandi fjármálaeftirlit eða dýrt fjár mála-
eftirlit .
Rétt er að stjórnvöld kanni möguleika
þess að atvinnulífið setji viðmiðunarreglur
áður en hafist er handa við lagasetningu á
nýjum sviðum . Jafnvel mætti skoða að slíkar
viðmiðunarreglur leystu núverandi lög gjöf
að hólmi í einhverjum tilfellum . Slíkt fyrir-
komulag myndi skapa jarðveg fyrir einfaldleika
og gagnsæi í fjármálaþjónustu . Það er brýnt að
sérhver hafi hvata til að taka ábyrgð á eigin
lánveitingum, lántökum eða fjárfestingum .
Í þessum efnum verður hver og einn að taka
ábyrgð á eigin gerðum en ekki að treysta á að
ríkið sé að vasast í hvers manns koppi .
Það er ekki úr vegi að ljúka þessu með orðum
sem Bush sagði jafnframt í fyrrnefndri ræðu:
„Markmiðið ætti ekki að vera meiri ríkis-
afskipti – heldur betri ríkisafskipti .“