Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 64

Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 64
62 Þjóðmál VETUR 2008 Tryggvi Páll Friðriksson Hvað á að gera við listaverkaeign bankanna? Eftir einkavæðingu bankanna á sínum tíma kom upp umræða um listaverkaeign þeirra . Margir töldu að hugsanlega hefði verið rétt að taka verkin eða hluta þeirra út úr bönkunum fyrir sölu þeirra . Nær hefði verið að afhenda Listasafni Íslands verkin til eignar og varðveislu . Við fall bankanna þriggja hefur aftur komið upp umræða um hvað verði um listaverkaeign þeirra . Ljóst er að um veruleg verðmæti, bæði pen- ingaleg og menningarleg, er að ræða og að máli skiptir hvað gert verður . Alls munu vera um fjögurþúsund verk í eigu bankanna og eins og gefur að skilja eru þau af ýmsum toga . Hugsanlega má halda því fram að fjórðungur verkanna sé þess eðlis að þau teljist „safnaverk“, annar fjórðungur sé þar á mörkunum en afgangurinn af blönduðum gæðum og fæst stórmerkilegt . Hluta verkanna er ekki hægt að flytja úr húsakynnum bankanna vegna þess að þau eru einfaldlega hluti af byggingunum . Nú er ágætt að skoða málið í samhengi . Hvað hefur orðið um listaverkin, hvernig hefur almenningur átt kost á að njóta þeirra, hefur eigninni verið haldið við, aukið við hana, eða hefur hún rýrnað? Svo má spyrja hvað Listasafn Íslands hefði gert eða getað gert? Fyrst er rétt að spyrja; hvað hefði Listasafn Íslands gert við þessi verk? Því er svo sem ekki hægt að svara öðruvísi en svo að langflest þeirra hefðu lent í geymslum safnsins og aldrei komið fyrir augu almennings . Sjálfsagt hefði verið haldin sýning á einstökum verkum, jafnvel samantekt úr safni bankanna, en svo ekki söguna meir . Að auki er Listasafnið ekki í stakk búið til að taka við öllum þessum verkum . Sýninga- og geymsluaðstaða safnsins er ófullnægjandi, eins og margoft hefur verið bent á í Listapóstinum . Þá er ljóst að í eigu bankanna voru og eru alls konar verk sem ekki er á færi eða í verkahring listasafnsins að varðveita . Þá er rétt að skoða hvernig söfnunum reiddi af í eigu bankanna . Þegar Landsbankinn var einkavæddur voru um 1 .200 verk í eigu hans . Á sex árum, sem liðin eru síðan, festi bankinn kaup á 400–500 verkum til viðbótar, mörgum hreinum perlum . Þessi kaup voru í mörgum tilfellum ómetanlegur stuðningur við myndlistarfólk í landinu . Nú á bankinn um 1 .700 verk . Mikil áhersla var lögð á að listaverkin væru aðgengileg almenningi og var mikill hluti þeirra sýnilegur í bankanum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.