Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 68

Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 68
66 Þjóðmál VETUR 2008 stórra fjárfesta í dýrum langtímafjárfestingum aukast á ný . Neytendur hefja eyðslu á ný . Jafnvægi eyðslu, sparnaðar og fjárfestinga er raskað á ný . Snjóboltanum er haldið við þegar hann ætti helst af öllu að bráðna . Ísland og fjármálakreppan Ofangreind lýsing á upp- og niðursveifl-um á frjálsum markaði var fyrst sett fram á 2 . áratug 20 . aldar af hagfræðingnum Ludwig von Mises, og rættist skömmu síðar með kreppunni miklu sem hófst árið 1929 og varaði í um áratug . Lýsing Mises hefur staðist tímans tönn með endurteknum upp- og niðursveiflum og fjármálakreppum alla tíð síðan . Ísland er engin undantekning þótt smáatriði málsins séu tæknilega ögn frábrugð- in . Á Íslandi hefur vöxtum verið haldið háum af ríkisvaldinu í mörg ár . Erlendir aðilar hófu því að flytja fé til Íslands til að fá góða ávöxtun . Þetta fé leitar inn í bankana sem leggja það inn á reikning sinn hjá Seðlabanka Íslands . Með 10% bindiskyldu þýðir þetta að ef íslenskur banki leggur inn íslenskar krónur að andvirði 100 evr ur á reikning sinn hjá Seðlabanka Ís lands þá getur hann lánað íslenskar krónur að and virði 90 evrur áfram til viðskiptavina sinna, t .d . til kaupa á hlutabréfum eða húsnæði . Gríðar leg aukning peningamagns hefur því komið fram sem sprenging á meðal annars hlutabréfa- og húsnæðisverði, og skyndilega eiga allir greið- an aðgang að ódýru lánsfé sem margir eyða í langtímafjárfestingar, enda virðast þær hækka í verði á undraverðum hraða . Fyrirtæki hafa fengið ódýr lán til uppkaupa og útþenslu, og innflutningur tekið flugið . Hin röngu skilaboð sem hið aukna pen- ingamagn sendi út á markaðinn hafa ekki valdið því að auðsköpun hefur vaxið eða sparnaður og markaðsaðhald fengið næga athygli . Skyndilega er það neysla almennings en ekki sparnaður fjárfesta sem knýr hagkerfið áfram . Ríkisvaldið reynir að skrúfa fyrir eyðslu með háum vöxtum á einum stað (í gegnum Seðlabanka Íslands) en hvetja til hús- næðiskaupa með óeðlilega lágum vöxtum á öðrum stað (með notkun Íbúðalánasjóðs og marg földunar á ráðstöfunarfé bankanna) . Það kom mörgum á óvart að bullandi góð- æri hefði orðið að einhverjum versta skelli Íslands sögunnar . Ríkisvaldið, stofnanir þess og bankarnir skilja ekkert í stöðunni og binda nú björgunarhringa hvert utan um annað á kostn- að skattgreiðenda . Slæmum fjárfestingum á að halda á lífi af öllum öðrum en þeim sem græddu á þeim á meðan veislan stóð sem hæst . Snjó boltanum á að halda á lífi þótt sólin hafi brotist í gegnum reykmökkinn sem var þyrlað upp í mörg ár . Krónan og kapítalisminn Fjármálakreppa hins vestræna heims er ekki markaðsgalli . Hún er afleiðing formgalla á peningaútgáfu í flestum ríkjum heims – svokallaður ríkisgalli! Ríkisvaldi og seðlabönkum er treyst fyrir útgáfu peninga og handstýringu hinna svokölluðu stýrivaxta . Röng merki eru send út á markaðinn og fólk og fyrirtæki bregðast við þeim, en þegar allt kemur til alls er ekki hægt að bæla markaðslögmálin til lengri tíma . Hin röngu merki leiða til rangra fjárfestinga og í stað þess að þjóna neytendum byrjar kerfið að þjóna sjálfu sér . Gróðinn er einkavæddur en tapið þjóðnýtt . Nú eru liðin hátt í 100 ár síðan Ludwig von Mises skýrði ástæður hinna endurteknu og öfgakenndu upp- og niðursveiflna sem fylgja eilífu fikti ríkisins með peninga okkar, magn þeirra í umferð, og vaxtastigs þeirra í bankakerfinu . Kenningar hans hafa síðar verið útskýrðar og þeim beitt á hverja niður- og uppsveifluna á fætur annarri . Ef Íslendingar ætla að læra af reynslu seinustu missera og koma í veg fyrir að eitthvað álíka endurtaki sig í framtíðinni þá væri þeim hollast að sópa röngum kenningum hagfræðinnar til hliðar, láta tölfræðina eiga sig í smástund og byrja að hugleiða grundvallaratriðin – þau sem útskýra markaðslögmálin út frá sjónarhóli einstaklinga í stað þess að líta á einstaklinga sem stök í mengi einhverrar tölfræðibreytunnar .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.