Þjóðmál - 01.12.2008, Side 70

Þjóðmál - 01.12.2008, Side 70
68 Þjóðmál VETUR 2008 kenndu þeim hvernig ætti að skera trúlausa Vesturlandabúa á háls . Árum saman fékk Osama bin Laden að halda þessum búðum úti og undir verndarhendi talibana færði hann sig hægt og hægt uppá skaftið . Útsendarar hans sprengdu nokkur bandarísk sendiráð í Afríku þar sem örfáir bandarískir borgarar féllu en hundruð afrískra manna sem voru að reyna afla fjölskyldu sinni lífsviðurværis dóu . Hápunkti grimmdarverkanna, í það minnsta fram að þessu, náði al-Kaída þegar þeir flugu farþegaflugvélunum á tvíburaturnana í miðbæ New York borgar, hjarta Bandaríkjanna . Það reyndist ekki erfitt verk fyrir Bandaríkin að safna liði gegn talibönunum . Fyrir utan mjög öfgasinnaða hatursmenn Bandaríkj anna einsog blaðamenn The Guardian eða Susan Sontag og fleiri sem notuðu tækifærið daginn eftir að al-Kaída hafði drepið 3000 sak lausa bandaríska borgara í New York og sundur- tætt lík þessara fjölskyldna lágu enn á strætum borgarinnar, til að hella úr hatursfullum skál- um sínum yfir Bandaríkin og skrifuðu greinar sem hægt er að draga saman í þrjú orð: „Gott á ykkur!“ Talibanar höfnuðu öllum beiðnum um að selja al-Kaída meðlimi í hendur trú- leys ingjanna á Vesturlöndunum . Árum saman höfðu þjóðir fylgst með talibönunum sýna hatur sitt á menningu, kúgun á kvenfólki og grimmd gagnvart þegnum sínum, þannig að fyrir nutu þeir ekki mikils álits annarra þjóða heimsins . En þegar kom að því að slík stjórn stigamanna hafnaði því að framselja hryðju- verkamenn sem voru orðnir svo öflugir að þúsundir saklausra borgara létu lífið fyrir þeim var flestum nóg boðið . Innrás Bandríkja manna inní þann hluta Afganistan sem var stjórnað af talibönum var studd flestum siðmenntuð- um þjóðum og einnig Norður-bandalaginu í Afganistan . Talibanastjórnin var fljót að falla og þeir al-Kaída meðlimir sem lifðu innrásina af þurftu að flýja með morð ingjaframleiðslu sína uppí fjöllin og fela sig í hell um . Af- leiðingar heilaþvottsins sem þeir stunduðu í búðunum í Afganistan eru ekki allar komnar fram . Við á Vesturlöndum munum þurfa að lifa við hættuna af morðingjafram leiðsl unni sem Osama bin Laden fékk að starf rækja í Afganistan næstu áratugina . Þegar búið var að hreinsa al-Kaída útúr Af-ganistan tók annað og erfiðara verkefni við . Flestir voru sammála um að aðstoða þyrfti Afgana við það að ekki kæmi til glundroða og að ekki kæmist slík stjórn stigamanna aftur til valda . Tilraun þeirra þjóða sem stóðu að innrásinni til að koma á öryggi í land inu og aðstoða við uppbygginguna var studd af Sam einuðu þjóðunum sem gáfu þjóðunum „mandate“ og hefur endurútgefið það með reglu legu millibili, nú síðast í september á þessu ári . Áfangasigrarnir í upp byggingu landsins hafa verið margir . Yfir sex milljónir barna stunda nú nám í skólum Afganistan í saman- burði við eina milljón pilta sem stunduðu nám á tíma talibanana . Yfir fjörutíu prósent þessara námsmanna eru stúlkur . Þeir Vesturlanda búar sem eru á móti veru Vesturlanda í Afgan istan vilja gjarnan gera lítið úr þessari stað reynd . Persónulega held ég að þetta sé stórkost legt afrek og að vígvöllur námsins sé í senn göf- ugur og mikilvægur . Þeir sem finnst það litlu skipta að milljónir stúlkna sem var varnað tækifæris til þekkingar hafi nú tækifæri til að rækta hugann og eflast, eru mér ekki að skapi . Hún er falleg sagan af breska föðurnum sem hafði verið í hernum sem ungur maður en notað lungann úr sínum bestu árum í að ala upp tvær dætur sínar og sjá fjölskyldu sinni farborða . Þessi femínisti bauð sig aftur fram til að sinna þjónustu í Afganistan . Hann sagði: „Ég á tvær dætur og mér finnst það óhugn an- leg hugmynd að konur eigi ekki að fá sömu tækifæri og karlmenn . Það er málstaður sem vert er að deyja fyrir .“ Hann kom til Afganistan og hann dó hér . Á vígvelli femínismans . Samskipti Afgana hafa aukist til muna, áður var bannað að tala í síma, en nú tala milljónir við fjölskyldumeðlimi sína óháð því hvar í landinu þeir eru . Fjórar og half milljón manns hafa gemsa til að geta verið í tengslum við ástvini sína . Fyrir viðskipti

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.