Þjóðmál - 01.12.2008, Page 71

Þjóðmál - 01.12.2008, Page 71
 Þjóðmál VETUR 2008 69 og samgöngur milli héraða hafa verið lagðir 14 .500 kílómetrar af malbikuðum vegum milli borga og héraða . 350 þúsund börn hafa fengið bólusetningu gegn mænusótt („polio“), þúsundum mannslífa hefur verið bjargað . Öfugt við gjaldmiðil okkar Íslendinga þá hef- ur gjaldmiðill Afgana verið stöðugur og hag- vöxtur í landinu verið mikill . Árið 2002 var hann 29% og hefur síðan verið að meðaltali um 17% . Um 83% þjóðarinnar hefur núna aðgang að heilbrigðisþjónustu en talið var að um 8% þjóðarinnar hefðu aðgang að henni árið 2001 . Þetta er engar smá framfarir . Á bakvið þessar tölur er fólk sem áður gat ekki farið með veikt barnið sitt til læknis en getur það núna . En þótt innrásin hafi verið réttlætanleg og nauðsynleg þá er viðvera Vesturlanda hér það ekki að margra mati . Hversvegna skyld um við hætta lífi okkar hér til að afganskar stúlk ur geti stundað nám? Hversvegna ættum við að dæla milljörðum inní þetta land til að fátækt afganskt fólk fái notið heilbrigðis þjón ustu? Fyrir marga er það ekki næg ástæða til að fórna lífi sínu eða þeim milljörðum dollara sem ríki á Vesturlöndum hafa tekið af vinnandi þegnum sínum og gefið Afgönum . Það má benda því fólki á að það eru einnig eigingjarnar ástæður fyrir veru Vesturlanda hér í Hindu Kush fjall- garðinum . Öryggi Vesturlanda verður ekki tryggt með því einu að vernda landamæri þeirra . Leið togar öfgamanna hafa oft með réttu nefnt sjálfs morðssprengjur sínar kjarnorkusprengjur fá tæka fólksins . Og það sem verra er, þær eru langdrægari en nokkur alvöru eldflaug . Það er með ólíkindum að hugsa til þess að hér í Afganistan voru þessar sprengjur framleiddar sem lentu á Tvíburaturnunum og felldu þá . Héðan var þessum sprengjum skotið sem drápu yfir þrjú þúsund manns í New York . Þótt búið sé að hrekja frumkvöðla ógeðs-ins útúr landinu þá vilja fáir taka áhætt- una á því að þeir komi aftur . Til þess þarf að byggja upp Afganistan . Styrkja innviði þess, stofnanir og varnir . Þegar því er lokið geta Vesturlandamenn farið héðan óhræddir um að morðingjaframleiðsla einsog Osama bin Laden fékk að stunda hér verði ekki tekin upp aftur . Þetta er áætlunin . Hvort þessu markmiði verður náð er önnur saga . Ljósm . höf .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.