Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 89
Þjóðmál VETUR 2008 87
Bókadómar
_____________
Hrunadans auðræðis
Guðmundur Magnússon: Nýja Ísland – Listin að týna
sjálfum sér. JPV útgáfa, Reykjavík 2008, 221 bls.
Eftir Björn Bjarnason
Nýja Ísland, heiti bókar Guðmundar Magn-ússonar, vísar til breytinga á íslensku
þjóð félagi síðustu áratugi, breytinga, sem voru
of örar og hafa nú leitt þjóðina inn í svo stóra
fjár málakrísu, að hún er óviðráðanleg án hjálpar
annarra .
Guðmundur hlýtur að hafa velt því fyrir
sér, þegar hann var að leggja lokahönd á bók
sína, hvort hann ætti að gefa hana út á þessu
hausti eða bíða til að geta náð betur utan um
fjármálakrísuna og áhrif hennar á Ísland . Að
mínu mati var rétt ákvörðun hjá Guðmundi að
láta slag standa og senda bókina frá sér . Honum
gafst ráðrúm til að tengja textann inn í hina öru
atburðarás frá því í byrjun október 2008, en
formáli bókarinnar er ritaður hinn 10 . október .
Þar segir meðal annars:
„Margir telja að við séum vitni að fjör brot um
Nýja Íslands, sem ég kalla svo og lýsi á þessum
blöðum og ber saman við fyrri tíð; þess þjóð-
félags auðsældar og auðræðis sem hér hefur orðið
til á síðustu fimmtán eða tuttugu árum . Tíminn
einn leiðir í ljós hvort það er rétt . Og hvert leið
okkar mun liggja .“
Ef Guðmundur hefði kosið að bíða og skrifa
bók sína í ljósi þess, sem nú er að gerast, hefði
lýsing hans atburðunum orðið svo yfirþyrmandi,
að hitt, sem hann segir hefði allt fallið í skuggann .
Raunar má segja, að bókin Nýja Ísland komi út á
hárréttu augnabliki til að ná að lýsa andrúmslofti
í aðdraganda hrunsins – listinni að týna sjálfum
sér, verður ekki líkt við annað en hrunadans, það
er gálaust athæfi, sem leiðir til glötunar, svo að
vitnað sé beint í orðabókina .
Sagan, sem Guðmundur segir, snýst um, að
í stað þjóðfélags samkenndar og jafnaðar hafi
orðið til þjóðfélag græðgi og ójafnaðar .
Bókin Nýja Ísland er vel úr garði gerð . Ríku-
lega myndskreytt og umbrotið frjálslegt með
innskotum . Ég saknaði nafnaskrár en tilvísana-
skrá er vönduð auk myndaskrár . Bók in skiptist
í níu kafla sem heita: Lánsama ey land; Andleg
jafn að ar stefna; Úr fátækt í álnir; Alveg milljón;
Hin nýja stétt; Auður, völd og áhrif; Bilið breikk-
ar; Landið og þjóðin; Markaður og samfélag .
Helsta aðfinnsla mín er, að bókin snýst meira
um einkenni þjóðfélagsbreytinga en undirrót
þeirra . Baksviðinu mætti lýsa betur . Rétt er hjá
Guðmundi, að auðsæld hefur verið hampað meira
en fátækt . Auðmenn hafa ekki hikað við að flagga
ríkidæmi sínu . Á hinn bóginn hefur verið deilt
um útbreiðslu fátæktar og hún orðið að pólitísku
bitbeini . Þeim deilum hefði mátt gera betri skil .
Árið 1995 sendu þeir Trausti Valsson, próf-
essor, og Albert Jónsson, núverandi sendi herra í
Washintgon, frá sér bókina Við alda hvörf – staða
Íslands í breyttum heimi .
Þeir taka mið af hruni Sovétríkjanna, að-
ild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og
alþjóðavæðingunni, án þess að láta sér til
hugar koma, að Ísland geti orðið alþjóðlegt
fjármálaveldi eða orkurisi á alþjóðavísu, en sá
boðskapur hefur verið drifkraftur í auðsókn
síðustu ára . Þeir félagar hvetja þvert á móti til
varúðar með þessum orðum:
„Hafa þarf varann á þegar upp koma tísku-
orð eins og nýsköpun og útflutningur hugvits .
Þau geta orðið ný villuljós nema helst ef þau
tengjast sjávarútvegi eða grein um sem við
höfum sérþekkingu á . Undantekn ing frá því er