Þjóðmál - 01.12.2008, Page 90

Þjóðmál - 01.12.2008, Page 90
88 Þjóðmál VETUR 2008 ferðaiðnaður, þó honum fylgi ekki mikil uppgrip, hjálpar hann að halda uppi samgöngum og því framboði í veitinga rekstri og menningu sem við viljum hafa . Þar að auki skapar hann mörg störf á tímum þegar þörf á vinnuafli flestum greinum fer minnkandi .“ Boðskapur af þessu tagi þótti kannski gamaldags, þegar hann var kynntur árið 1995, en á hann ekki einmitt við núna? Athygli vekur, að þeir félagar vekja ekki máls á því, að Íslend- ingar eigi þess kost að láta verulega að sér kveða í bankarekstri, verslun og viðskiptum . Guðmundur Magnússon svarar ekki spurn- ingum um, hvers vegna þjóðar bú skap urinn tók nýja og í sjálfu sér óvænta stefnu . Hann dregur athyglina hins vegar að hinu daglega lífi, ríkidæmi og fátækt, og hinum félagslegu og menningarlegu þáttum þjóðfélagsþróunar innar . Guðmundur sækir þjóðfélagslýsingu sína eink um til fjölmiðla, hann ritar lipran stíl og er naskur á að finna vörður, sem gera ferðalagið með honum frá fortíð til samtíðar skemmtilegt . Von- andi höfðar bókin til ungs fólks og verður nýrri kynslóð hvatning til að huga að þeim grunn - gildum, sem nefnd eru til sögunnar, og Guð- mundur telur hafa orðið illa úti í auð sældinni . Víða er komið við til að lýsa áhrifum og ítökum auðmanna . Vitnað er í blaðagrein eftir Hjörleif Guttormsson frá 2006 um nýja stétt landeigenda, það er þá, sem kaupa jarðir til þess að eignast veiðirétt eða jafnvel loka heilum dölum fyrir almennri umferð . Þaðan er síðan horfið beint til Þingvalla sumarið 2008 og sagt, að ákvörðun forráðamanna þjóðgarðsins um að banna notkun þyrlna við sumarbústaðabyggingar þar á liðnu sumri skerpi „þá dapurlegu mynd sem Hjörleifur dregur upp“ . Samlíkingin er langsótt en hún verður Guð- mundi tilefni til að lýsa þeirri skoðun, að sum- arbú stað ir í þjóðgarðinum stríði gegn lögum um hann frá 1928 og síðan segja: „Aldrei hefur fengist fullnægjandi skýring á því hvernig og hvers vegna ýmsir svokallaðir „betri borgarar“ fengu á sínum tíma leyfi Þingvallanefndar til að byggja þessi hús .“ Að kenna leyfi Þingvallanefnda fram undir lok sjöunda áratugarins um smíði tæplega 90 sumarbústaða í þjóðgarðinum við lögbrot stenst ekki . Hitt er, að í þingsályktun um Þing velli, sem samþykkt var 15 . september 1919 er sérstakur liður um, að komið skuli í veg fyrir, að einstakir menn eða félög reisi sumar bústaði eða nokkur skýli á Þingvöllum, en þá var þjóðgarðssvæðið skilgreint mun minna en síðar varð . Þótt ég hafi ekki leitað það uppi í tilefni af þessari umsögn, minnist ég að hafa lesið eftir Jónasi Jónssyni frá Hriflu, að hann vildi fá þá, sem Guðmundur nefnir „betri borgara,“ í þjóðgarðinn á Þingvöllum til að hugmynd in um verndun og verðuga reisn staðarins nyti stuðn ings þeirra . Hér var sem sagt um pólitíska ákvörð un að ræða í því skyni að efla stuðning við þjóð garðinn . Bók Guðmundar sýnir, að ýmsir hafa síðan fetað í fótspor Jónasar frá Hriflu til að auka veg sinn og virðingu með því að slá sér upp í samneyti við „betri borgarana“ og gildi þeirra hefur hin síðari ár verið mælt í hundruðum milljóna ef ekki milljörðum króna . Ég er ekki sammála Guðmundi um, að bústað- ir, sem reistir hafa verið á Þingvöllum hin síðari ár á grunni gamalla bústaða, sem margir voru að hruni komnir, séu „sannkölluð umhverfislýti á þessum stað“ – og sumir þeirra jafnist á við „einbýlishús að stærð“, þegar stærðarmörkin eru 90 fermetrar, nema um sé að ræða stærri eldri bústað . Við endurreisn eða endurgerð sumarhúsa hefur þeirri einföldu stefnu verið fylgt, að nútíma húsagerðarlist ætti erindi inn í þjóðgarðinn . Úr því að Guðmundur kýs að ræða um Þingvelli í bók sinni, hefði verið sanngjarnt að hann hefði litið þess, sem þar hefur verið gert hin síðari ár til að auka samkennd og auð velda öllum almenningi aðgengi að staðnum með stórefldu fræðslustarfi og skráningu Þing valla á heimsminjaskrá UNESCO . Íslensk tunga er Guðmundi hugleikin eins og sagan . Hann gagnrýnir réttilega þá sér kennilegu þjónkun við viðskiptalífið, að vilja skylda alla Íslendinga til að vera jafnfærir á ensku og íslensku . Guðmundur vitnar í Kristján B . Jónasson, for- mann Félags íslenskra bókaútgefenda, sem tók upp hanskann fyrir móðurmálið með þessum spurn ingum í blaða grein: „Erum við hér vegna bank anna? Eða vegna þess að við viljum búa í sam félagi þar sem við getum skilið forfeður okkar, tal að saman á okkar móðurmáli, lesið bókmenntir okk ar og þurfum ekki að fara á enskunám skeið til að skrifa formanni viðskipta nefndar bréf?“

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.