Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 19

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 19
 Þjóðmál SUmAR 2009 17 gjafarvaldið var haft undir, færðu auk þess út rásarvíkingunum þá trú að nú væru þeir ósnertanlegir og þeim væru allir vegir færir . tugmilljarða hagnaðartölur frá bönkum á ári hverju gerðu þá, sem vöruðu við því að ekki væri allt með felldu, ótrúverðuga og gamaldags eins og það var orðað . á sama tíma fór nær allt bankakerfi ver- aldarinnar fram úr sjálfu sér . Það gerðist einkum af tveimur ástæðum . Vöxtum var haldið óeðlilega lágum allt of lengi af stærstu seðlabönkum heims og á sama tíma var sú stefna uppi að bankarnir ættu sjálfir að annast um eigið eftirlit og áhættumat í mun stærri stíl en áður . Sú stefnubreyting hefði getað gengið, og gengið ágætlega upp, ef því hefði fylgt að ríkisvaldið tæki ekki ábyrgð á bönkunum kynnu þeir ekki fótum sínum forráð . Ef fyrir hefði legið að bankarnir störfuðu á eigin áhættu myndi aðhald innistæðueigenda verða mikið og þeir myndu ekki líða viðskiptabönkum að þeim væri breytt eins og hendi væri veifað í áhættusama fjárfestingarbanka . Allt sem fór aflaga annars staðar gerðist líka hjá okkur en við fórum verr út úr því vegna þess að þær grundvallarreglur sem þó voru í gildi voru brotnar illa hér og í mörgum tilvikum túlkaðar ótrúlega frjálslega . Þær snerust um krosseignatengsl og lán til einstakra aðila, og hvað þau máttu verða mikil með hliðsjón af eignum viðkomandi banka, og um lánafyrirgreiðslu til eigenda bankanna sjálfra . brjálæðisleg samþjöppun í viðskiptalífinu bætti ekki úr og á endanum var svo komið að einn aðili skuldaði öllum bönkunum fjárhæðir sem voru því sem næst allt eigið fé allra bankanna og aðrir aðilar og eigendur höfðu einnig fengið að safna stórkostlegum skuldum . Eftirlit með slíkum þáttum var fært frá Seðlabankanum fyrir áratug síðan . áundanförnum vikum hafa ómerki legir spunameistarar reynt að gera úr því stór mál að á vormánuðum var bindiskylda af innlánsreikningum íslenskra banka er- lendis felld niður, að beiðni bankanna, einkum landsbankans . Rökin voru þau að samkvæmt evrópskum reglum væri slík bindiskylda röng og bindiskylda væri hugsuð til að minnka peningamagn í umferð og þessi innlán væru ekki flutt til Íslands og því væri bindingin óeðlileg . Meira að segja prófessorar við Háskólann, sem virðast ekki einu sinni vita hvað bindiskylda er, hafa étið vitleysuna upp eftir sérstökum spunameist ara Samfylkingarinnar í lands- bank anum, reynd ar þeim sama sem að agiteraði við Seðla bank ann fyrir niður- fellingu skyldunn ar . Þessi bindiskylda, hvort sem hún var eða fór, hafði engin áhrif á söfnun Icesave-reikn inga í bretlandi . Ekki hin minnstu . Og óveruleg áhrif á lausa fjárstöðu landsbankans hér heima . En á þessum tíma voru allir seðla bankar í veröldinni að reyna að liðka um fyrir slíku sem þeir máttu . Og hún hafði að sjálfsögðu ekkert með bankahrun að gera . Þessi spuni er því ómerkilegur og ósæmilegur pólitískur áróður háttsetts starfsmanns lands bankans fyrir og eftir hrun, jafnvel þótt sá karl kalli nú ekki allt ömmu sína . Góðir fundarmenn! Evrópumálin voru farsællega leyst á fundum hér í gær og flokkurinn hefur nú trausta og heil- steypta stefnu í málinu, sem enginn þarf að velkjast í vafa um, þótt örlað hafi á slíkum misskilningi hjá talsmanni flokksins í fréttum í gær, en það hlýtur að lagast . Hin svokallaða endurreisnarskýrsla er hins vegar mikil hrákasmíð, illa samin og full af rang f ærslum . Ég sé mikið eftir þeim fallega trjá gróðri sem felldur hefur verið til að prenta þetta plagg í stóru upplagi . Það er þó ekki hægt með sanngirni að neita því að það sýnir athyglisverða kímnigáfu að fela manninum, sem var ráðinn af jóni ásgeiri, Hreiðari Sigurðssyni og

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.