Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 13

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 13
 Þjóðmál SUmAR 2009 11 var hins vegar snörp og yfirgæfði allt annað á stjórnmálasviðinu yfir páskahelgina og framundir lok kosningabaráttunnar . Síðan féll allt í dúnalogn . Þessi fjármál snerta fleiri flokka en Sjálfstæðisflokkinn en áhrif frétta af málinu og allt, sem þeim fylgdi, voru án efa neikvæðust fyrir hann . áður en styrkjaumræðurnar hófust, mátti greina í könnunum, að hlutur Sjálf stæðis- flokksins væri að batna . Von um betri tíð fyrir flokkinn fyrir kosningar varð hins vegar að engu vegna risastyrkjamálsins . IV . Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið í gegn-um erfiða tíma . Þar hefur hins veg- ar verið búið í haginn fyrir framtíðina . Styrkja mál ið er afgreitt á vettvangi flokks ins með því að endurgreiða 50 milljónir króna . Ein stakir frambjóðendur verða að glíma við eigin styrkjamál og gera grein fyrir þeim á trú verðugan hátt . Flokkurinn á ekki að sópa þessum málum undir teppið heldur ræða þau til hlítar innan eigin vébanda . Sjálfstæðisflokkurinn hefur kosið nýjan formann og ný forysta hefur verið valin í þingflokki hans undir formennsku Illuga Gunnarssonar . Þegar þetta er ritað, hefur ekki verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri flokksins . ljóst er, að hans bíður mikið starf við að endurskipuleggja flokksstarfið og tíminn er naumur, því að strax að ári eru sveitarstjórnarkosningar og skiptir miklu, að flokkurinn nái sér þar á strik . Eru miklar vonir bundnar við Hönnu birnu Kristjáns- dóttur, borgarstjóra í Reykjavík, en hún hefur reynst einstaklega farsæl í störfum sínum . baráttan verður vafalaust hörð í Reykjavík og fær á sig stærri pólitískan svip en ella, ef Dagur b . Eggertsson, varaformaður Samfylking arinnar, verður þar í oddvitasæti fyrir flokk sinn . Hann mun þá líta á eigin velgengni í Reykjavík sem ávísun á formannsstól í Samfylkingunni . Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa það báðir fram yfir Samfylkingu og vinstri-græna, að þeir hafa valið sér nýja forystu . jóhanna Sigurðardóttir var grátbeðin um að taka að sér formennsku Samfylk ingar- innar á landsfundi hennar 27 . til 29 . mars og samþykkti að gera það tímabundið . baráttan um arftaka jóhönnu er hafin innan Samfylkingarinnar . Þar tókust þeir Dagur b . og árni Páll árnason, félags- málaráðherra, á um varaformannssætið og hugsa sér vafalaust báðir til hreyfings, þegar formannsstóllinn losnar . Steingrímur j . Sigfússon verður ekki til eilífðar formaður vinstri-grænna . Svik hans við ESb-stefnu flokksins til að hljóta ráðherrastólinn kunna að verða banabiti hans á flokksvettvangi, lifi vinstri-grænir ESb-svikin af sem flokkur . Katrín jakobsdóttir, menntamálaráð- herra, er ólíklegur formaður vinstri-grænna . Af ráðherrum er Svandís Svavarsdóttir líklegust . Hún kann að hrista af sér tor- tryggni flokksmanna vegna ESb með fem- ínisma og öfgafullri grænni stefnu sem umhverfisráðherra . Ráðherrarnir Stein- grímur j ., Ögmundur jónasson og jón bjarna son, vinstri-grænir málþófsmenn síðustu ára á alþingi, eru á útleið . Valda- barátta næstu kynslóðar er að hefjast . Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í skot- línunni í 18 ár vegna forystu sinnar og ábyrgðar . Flokksmenn eiga nú að gefa sér tíma til að líta í eigin barm og raða fylk- ingum á nýtt til öflugrar sóknar í sveitar- stjórnarkosningum að ári . Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að skipta sér af ESb-króga Samfylkingar og vinstri-grænna heldur leyfa foreldrunum sjálfum að glíma við þetta afkvæmi sitt . Í Evrópumálum á Sjálfstæðisflokkurinn að standa við stefn- una, sem samþykkt var á landsfundi hans, þar til ný verður samþykkt samkvæmt leik- reglum flokksins .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.