Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 50

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 50
48 Þjóðmál SUmAR 2009 tveir íslenskir æskumenn notuðu þetta frelsi fyrir 36 árum . 1 . Sumarið 1973 hafði berlínarmúrinn staðið í tólf ár . Þá var tilkynnt, að heims mót æskunnar yrði að þessu sinni haldið í Austur-berlín . Íslendingar könnuðust vel við þessi mót . tvö alþjóðleg æskulýðssambönd voru skrifuð fyrir þeim, Alþjóðasamband lýðræðissinnaðrar æsku (WFDY) og Alþjóðasamband stúdenta (IuS), en bæði voru undir stjórn Kremlverja . Ferðir á mótin voru greiddar rausnarlega niður, og munaði tekjulága æskumenn af Íslandi verulega um það . Fyrsta heimsmótið var haldið í Prag 1947, og sóttu það örfáir Íslend ingar . Hið sama er að segja um annað mótið í búdapest 1949 . En á þriðja heimsmótið, sem haldið var í Austur- berlín 1951, fóru 44 íslenskir æskumenn, þar á meðal Ólafur jensson læknanemi, sem gengið hafði hart fram í óeirðunum á Austurvelli 30 . mars 1949 . Íslendingar voru síðan 214 talsins á fjórða heimsmótinu í búkarest 1953, þar sem Ingi R . Helgason lögfræðingur var fararstjóri . Gengu þeir um í þjóðbúningum, dönsuðu þjóðdansa og kváðu rímur . Ekki voru þó allir mótsgestir jafnhrifnir . „Almenningur í borginni býr við kröpp kjör, vörur eru lélegar og kaupið ótrúlega lágt,“ sagði Magnús Valdemarsson verslunarmaður í Morgunblaðinu . „Menn hverfa sporlaust, réttaröryggi er ekkert, blöðin flytja einróma hrós um stjórnvöldin, kosningarnar eru skrípaleikur, fundafrelsi og ferðafrelsi afnumið .“2 á fimmta heimsmóti æskunnar í Varsjá 1955 voru Íslendingar á annað hundrað talsins . Fararstjóri var Guðmundur Magn- ús son verkfræðingur (faðir Más hagfræð- ings), en einn mótsgesta var verkalýðsleið- tog inn Guðmundur j . Guðmundsson, sem stjórnað hafði hörðu verkfalli fyrr á 2 „búkarestmótið var glæsileg hátíð, sem átti að dylja bág lífskjör óhamingjusamrar þjóðar,“ Mbl. 28 . ágúst 1953 (viðtal við Magnús Valdemarsson); „börnum fyrrverandi atvinnurekenda bannað háskólanám,“ Mbl. 28 . ágúst (viðtal við Guðmund Einarsson); bjarni benediktsson [frá Hofteigi]: „Hvers saknar Morgunblaðið í Rúmenska lýðveldinu?“ Þjv. 29 . ágúst 1953; „Eftir 8 ára „alþýðustjórn“,“ Mbl. 30 . ágúst 1953; „Guðmundur Einarsson stud . med . svarar búkarestfréttaritara kommúnistablaðsins,“ Mbl. 1 . september 1953; Ingi R . Helgason: „blóm, mænuveiki og lítil krossgáta,“ Þjv. 8 . september 1953; Ingi R . Helgason: „Óánægðu mennirnir og gamla konan,“ Þjv. 9 . september 1953; Ingi R . Helgason: „Astra Romana og kjör verkalýðsins,“ Þjv. 10 . september 1953; Ingi R . Helgason: „„Pólarnir“ eru leifar gamla skipulagsins,“ Þjv. 11 . september 1953; „Ég byggði mína vitneskju á samtölum við alþýðufólk en ekki á opinberum skýrslum valdhafanna,“ Mbl. 16 . september 1953 (viðtal við Magnús Valdemarsson) . Íbúar Austur-berlínar flýja í örvæntingu út um byggingar á mörk um Austur- og Vestur-berlínar sum- arið 1961 þegar ber lín ar múrinn var reist ur . Kommún ista- stjórn in lét í snarhasti múra upp í allar slík ar útgönguleiðir . Eftir það voru allir sem reyndu að flýja í faðm frelsisins í vestri misk- unnarlaust skotnir .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.