Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 44

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 44
42 Þjóðmál SUmAR 2009 lýsingum sínum . Forseti sem bregst þjóðinni og skaðar á margvíslegan hátt hlýtur að segja af sér .“ GSS sagði: ,,Viðtöl forsetahjónanna við erlenda fjölmiðla eru kapítuli út af fyrir sig og kalla yfir þjóðina hæðni og aðhlátur . Íslendingar eru viðkvæmir fyrir því að vera á erlendri grundu kallaðir molbúar og skrælingjar . besta ráðið fyrir forsetahjónin er að þau hafi hægt um sig á komandi mánuðum, ýti fjölmiðlum frá sér með festu en í vinsemd . En umfram allt að láta póli- tíkina í friði . Þar eru nógu margir fyrir í fleti til þess að skapa vandræði og vandamál fyrir íslensku þjóðina .“ Engum dylst lengur, ekki einu sinni nánustu stuðningsmönnum forsetans, að þjóðin hefur hann alls ekki á sama stalli og áður . Kusk hefur fallið á hvítflibbann . Viðtalið í Portfolio skemmti fáum, meira að segja var talið að forsetanum sjálfum hefði þótt sú umfjöllun niðurlægjandi . Forseti vinstri manna Sjálfstæðismenn voru forsetanum þó reið astir yfir framgöngunni við ríkis- stjórn ar skipt in . Þar töldu þeir hann hafa látið gamlan draum rætast og komið á stjórn í landinu að eigin skapi . Eitt margra opin- berra leyndarmála þessa dagana er að for set- inn tók þátt í þeirri atburðarás sem leiddi til myndunar fyrsta ráðuneytis jóhönnu Sigurðardóttur . Þegar Geir H . Haarde tilkynnti að samstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar væri lokið, en hann vildi ræða við formenn flokkanna um myndun þjóðstjórnar, hefði forsetinn sagt að þar sem Geir nyti ekki lengur stuðnings meirihluta þingsins hefði hann ekkert umboð til stjórn armyndunar . Ef einhver stjórn yrði mynduð, yrði það á ábyrgð og verksviði forsetans og ekki annarra . Fleira kemur til: Sagt er að forsetinn hafi gert sig gildandi í samtölum við for- menn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks þá daga sem nýja minni- hlutastjórnin var í burðarliðnum, en aðrir þingmenn urðu ítrekað vitni að símtölum frá bessastöðum . talið er ljóst að forsetinn hafi tekið beinan þátt í stjórnarmyndun- inni, ekki síst á lokasprettinum þegar svo virtist sem snurða væri hlaupin á þráðinn og Framsóknarmenn heimtuðu útfærðar tillögur um björgunaraðgerðir, ættu þeir að verja nýja stjórn vantrausti . Í ræðu sinni við setningu sumarþingsins varpaði forsetinn svo endanlega grímunni og kom opinskátt fram sem forseti vinstri manna . Fjölmiðlabann eða afsögn? Vart leið vika án þess að einhver fjölmiðill eða einstaklingar misskildu Ólaf Ragnar . Allt vakti þetta neikvæða athygli erlendis og enn jókst vantraust á efnahagsmálum Íslendinga . Menn spurðu sig hvort Íslands ógæfu yrði allt að vopni? Margir voru farnir að telja réttast að forsetanum yrði vikið úr embætti og spurðu hvort forsetinn hefði ekki lítil- lækkað íslensku þjóðina á alþjóðavett- vangi . Hann var nefndur bessastaðabullar- inn, sem ,,aldrei gæti opnað munninn, án þess að sam band ið á milli tungu og heila rofnaði,“ ein hverjir lögðu til fjölmiðlabann á forsetann, en á blogginu urðu margir til þess að biðja hann um að ,,þegja sem fastast, og kannski þau hjónin bæði“ . Aðrir sögðu: ,,Hann var á fullu við að kjafta upp „viðskiptin“ í útlöndum . Hann verður að axla sína ábyrgð og víkja . Við höfum ekki efni á því að hafa alla þessa vitleysinga í því að skemma fyrir þjóðinni .“ Dr . Gunna fannst broslegt hvernig for- setinn brást við ummælunum í þýska Financial Times og líkti honum við Georg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.