Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 78

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 78
76 Þjóðmál SUmAR 2009 jónas Ragnarsson Orð dagsins Þegar rætt hefur verið um afleiðingar efna-hagserfiðleikanna síðustu mánuði hafa ýmis orð skotið upp kollinum . Fróðlegt er að skoða sögu nokkurra þeirra . Orðið bankahrun er á allra vörum . Það er gamalt í málinu . Ritmálssafn Orðabókar Háskólans getur um notkun þess í Skírni árið 1866, þegar talað er um bankahrun sem „peningakaupmenn og fleiri urðu fyrir í bombay í sumar er leið“ . Þetta orð hefur verið í fréttum af og til síðustu áratugi . Í september 2008 er talað um bankahrunið í bandaríkjunum í Fréttablaðinu og Víkverji Morgunblaðsins notar orðið bankahrun um atburði hér á landi daginn eftir að þriðji íslenski bankinn fór í þrot í október . Skírnir geymir einnig elstu heimild um orðið fjárglæframaður, í grein sem birtist 1893, var eftir Ólaf Davíðsson og fjallaði um gjaldþrotamál í Frakklandi . Í kjölfar ávarps forsætisráðherra til þjóðar- innar 6 . október 2008 voru sett neyðarlög . Þegar leitað er á vefnum timarit .is, sem landsbókasafnið hefur sett upp, má sjá að orðið hefur verið til í málinu í tæpa öld og kom fyrst fyrir í blaðinu Austra árið 1913, þegar rætt var um lög um vörutoll, sem voru talin „niðurdrep frjálsra viðskipta og til þess að skapa ólöghlýðni“ . Hitt er svo annað mál að lögin frá því í haust heita ekki neyðarlög heldur „lög um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o .fl .“ Rætt er um skilanefnd í Morgunblaðinu árið 1926, sennilega í fyrsta sinn, í grein um erfiðleika kaupfélags á Eyrarbakka . Eitt helsta deilumálið þessa mánuðina hefur verið aðildarumsókn að Evrópusamband- inu . Það kemur væntanlega mörgum á óvart að orðið var nefnt á Alþingi í mars 1963 . Alþýðublaðið hafði þá eftir Gylfa Þ . Gíslasyni menntamálaráðherra að ríkisstjórnin hefði þegar á árinu 1961 hugleitt þann möguleika „að senda aðildarumsókn til þess að fá betri aðstöðu til að fylgjast með málum hjá EbE,“ sem þá var nefnt Efnahagsbandalag Evrópu . Það sem helst var talið mæla gegn aðild á þeim tíma var sú hætta „að útlendingar gætu náð úrslitaáhrifum í einstökum atvinnugreinum og starfsemi þeirra stuðlað að eyðingu nátt- úru auðlinda“ . Svo virðist sem orðið skattaskjól komi fyrst fyrir í Vísi síðla árs 1969, í viðtali við björn Friðfinnsson bæjarstjóra á Húsavík um sameiningu kaupstaðarins og Flateyjarhrepps . Þar var getið um reykvískan iðnaðarmann sem hafði skráð lögheimili sitt í hreppnum til að þurfa ekki að greiða háa skatta . Orðið var notað af og til í blöðum næstu árin en komst í tísku í byrjun þessa árs .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.