Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 38

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 38
36 Þjóðmál SUmAR 2009 Skuldabréf að eilífu! Í töflu 4 (neðst á bls. 35) má sjá að nettó­skuldir sjávarútvegsins hafa vaxið úr 290 krónum á hvert þorskígildi í 370 krónur eða um rúm 4% á ári. Er það mikið eða lítið? Til að skilja samhengið þar þarf augljós lega að kanna hve langan tíma tekur að greiða upp nettó skuldir greinarinnar. Greiðslu get­ an sveiflast mikið frá ári til árs og þar skiptir árferðið mestu máli. Eitt árið er slæmt, ann­ að gott. Mest var greiðslugetan árið 2001 en miðað við þá afkomu hefði tekið 7 ár að greiða upp nettóskuldirnar. Lengst hefði tekið að greiða skuldirnar upp ef afkoman árið 2004 hefði verið lögð til grund vallar eða 24 ár. Að meðaltali hefði það tekið fyrirtækin 15 ár að greiða upp skuldir sínar, sem er auðvitað ekki svo slæmt.2 Ef við nú könnum áhrif af fyrningu afla­ heimilda að gefinni forsendu um kostnað af henni breytist myndin allverulega (sjá töflu 5 hér að ofan). Áhrifin eru að sjálf­ sögðu minnst í upphafi, þegar einungis 2 Í umræðu um skuldir og greiðslugetu er hér talað um nettóskuldir, þ.e.a.s. heildarskuldir að frádregnum veltufjármunum. Í umfjöllun hef ég einnig talað um heildarskuldir. Ef miðað er við heildarskuldir tók það sjávarútveginn18 ár að greiða þær upp að gefnum niðurstöðum ársreikninga sem kannaðir voru. 5% eru tekin. Þá er árafjöldi uppgreiðslu nettóskulda 7 eftir sem áður. En að gefinni afkomu árið 2004 hefði það tekið 78 ár að greiða upp skuldirnar í stað 24 ára og þá er einungis búið að fyrna 20% heimildanna. Í lok tímabilsins, að gefinni afkomu og fyrningu ársins 2007, hefði það tekið 40 ár að greiða upp nettóskuldir í stað 15 ára og þá hafa einungis 35% aflaheimilda verið fyrnd! Það ætti því hverjum manni að vera ljóst hversu gríðarleg og alvarleg áhrif skattlagn­ ing af þessum toga hefur. Með öðrum orðum, um leið og fyrningarleiðin verður farin, miðað við að gjald á hvert þorsk ígildi verði áfram eins og það er í niður stöðum ársreikninga, þurfa sjávar útvegsfyrir tækin í heild að semja við bankana um að gefa út skuldabréf sem vara að eilífu, þ.e.a.s. verða aldrei greidd. Þau standa frammi fyrir því að geta ekki greitt skuldir sínar. Áhrif á verðmæti sjávarútvegsins í hönd­ um núverandi eigenda yrðu mikil og koma umsvifalaust fram. Fyrirtæki sem geta ekki greitt það sem þau skulda eru að sjálfsögðu verðlaus – og í sjálfu sér ástæðulaust að ræða frekar um hvaða afleiðingar slíkt hefði fyrir atvinnugreinina alla eða atvinnurekstur í landinu yfirleitt. _________________ TAFLA 5 Kennitölur greinarinnar á þorskígildi 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 Meðaltal Nettóskuldir á þorskígildi 290 265 214 253 313 370 370 296 Frjálst fjárflæði með 5% fyrningu á ári 40 27 8 3 5 22 9 Ár sem tekur að greiða upp nettóskuldir 7 10 27 78 58 17 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.