Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 17

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 17
 Þjóðmál SUmAR 2009 15 fjárhæðir, losað um hengjur sem hefðu síðar getað skapað fjármagnsflótta og hefði flýtt fyrir afnámi gjaldeyrishafta . banka stjórnin sem vildi lækka vexti sagði við Alþjóða gjald- eyrissjóðinn: Við erum bæði með belti og axlabönd, við búum í kjallaranum og þið heimtið að við göng um með fallhlíf! Fráfarandi formaður sagði meðal annars í yfirgripsmikilli ræðu sinni að mistökin sem hann vildi biðjast afsökunar á væru þau að fallið hefði verið frá stefnu okkar sjálf- stæðismanna fyrir sex árum um að dreifa eign ar haldi við einkavæðingu bankanna . Og í ræðu sinni degi síðar tekur formaður Sam- spill ing arinnar, – Samfylkingarinnar ætlaði ég að segja, – í sama streng . Mistökin hafi verið þau að „að láta dreifða eignaraðild bankanna lönd og leið við einkavæðingu“ eins og formaður þess flokks orðaði það . Ég get ekki neitað því að mér þótti þetta athyglisvert . Vegna þess að ég man ekki betur en að ég hafi nokkuð lengi þurft að berjast fyrir þeirri stefnu að enginn mætti eiga meira en 3–8% í banka . Það voru ekki allir ánægðir með þessa stefnu mína, ekki einu sinni í þessum flokki, eins og þið munið . En hvernig skyldi Samfylkingin hafa litið á málið . Það er mjög fróðlegt að skoða það í ljósi orða formannsins í gær . Hinn 12 . ágúst 1999 sagði Sighvatur björgvinsson fyrrverandi bankamálaráðherra og talsmaður Samfylkingarinnar: „Ég hef ekki trú á því að gerlegt sé að setja lög til að tryggja dreifða eignaraðild þegar fram í sækir . Ég er alveg viss um að Davíð Oddsson hefði aldrei orðað þessa laga- setningu ef að þeir sem eru að kaupa fjórð- ung í FbA væru honum þóknanlegir . Ég tel að þetta tal forsætisráðherrans um laga - setningu sé sprottið af því að hann vilji setja lög sem banni jóni Ólafssyni í Skífunni að kaupa hlutabréf .“ Og hver var skoðun félagsmálaráðherrans í núverandi ríkisstjórn? ásta Ragnheiður jóhann esdóttir sagði aðspurð um hug mynd- ir mínar um dreifða eignaraðild að fjár mála- fyrir tækjum: „Það held ég að verði mjög erfitt og nán- ast ekki hægt . Verðbréfamarkaðurinn á Íslandi er frjáls og tilraunir til að tryggja dreifða eignaraðild eða aðrar hömlur í þá veru myndu leiða til þess að hlutur ríkisins, þ .e . almennings, í fjármálafyrirtækjum eins og t .d . Fjárfestingarbanka atvinnulífsins myndi lækka stórlega í verði .“ Í ljósi viðhorfa þessara aðaltalsmanna Sam- fylkingarinnar er furðulegt af formanni þess flokks að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn fyrir það að sjónarmið um dreifða eignaraðild væru lögð til hliðar . En hvað segja sömu heimildir um mín sjón armið á þessum tíma? „Davíð Oddsson sagði m .a .: Sumar þjóðir hafa það reyndar svo að þær binda það í lög hversu mikil eignarhlutdeild einstakra aðila má vera í bönkum . Ég hygg að það sé til að mynda þannig í noregi . Það má vel vera að slíkt gæti verið skynsamlegt að gera einnig hér á þessu landi . Að minnsta kosti er ekki æskilegt að menn hafi á tilfinningunni að það séu einhver önnur sjónarmið sem ráði stefnu banka en almenn arðsemissjónarmið eins og einhverjir þröngir hagsmunir ráðandi hóps .“ Og enn sagði: „Davíð sagði að þó nú sé tíska að tala um kjölfestufjárfesta telji hann að í bankastofnunum geti alveg dugað að stærstu eignaraðilar sem koma til með að hafa leiðbeinandi forystu um rekst urinn eigi eignarhluti á bilinu 3% til 8% .“ Það fer semsagt ekkert á milli mála hvert ég vildi stefna annars vegar og hver var hugur Samfylkingarinnar hinsvegar . Hún barðist gegn dreifðri eignaraðild í bönkum . Og aldrei skal Samfylkingin geta rætt um banka eða fjármál án þess að þessir sömu jónar svífi yfir þeirra vötnum og það virðist ekki þurfa borgarnes til . Og alltaf var ég sakaður um andúð á auð mönnum og ég væri að draga úr og skaða út rás armöguleika snillinganna .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.