Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 54

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 54
52 Þjóðmál SUmAR 2009 3 . nokkra sólríka sumardaga árið 1973 voru tveir Íslendingar staddir sam tímis við berlínarmúrinn, hvor í sínum hópi . Þorsteinn Vilhjálmsson var þá þrjátíu og þriggja ára gamall, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem hann var dux scholae (með hæstu einkunn), eðlis fræðingur frá Kaup manna- hafn ar há skóla og nýorðinn lektor í Háskóla Íslands . Hann skipaði sér ungur í raðir sósíalista og flutti ræðu á fullveldisfagnaði stúdenta 1972, sem haldinn var undir yfi r- skriftinni „Gegn hervaldi – gegn auðvaldi“ . Þegar Dav íð Oddsson var staddur í berlín sumarið 1973 var hann tuttugu og fimm ára að aldri . Hann var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem hann var inspector scholae (formaður skólafélagsins), stundaði enn laganám í Háskóla Íslands, en hafði vakið þjóðarathygli fyrir leik á sviði og útvarpsþætti . Þessir tveir menn vissu hið sama um stjórnarfar í Austur-Þýskalandi og sáu hið sama í Austur-berlín . Viðbrögð þeirra voru hins vegar ólík . Annar leit fram hjá múrnum og skálaði brosandi við smiði hans . Hinn horfði beint á múrinn og lýsti því hiklaust fyrir öðrum . Annar klappaði svo kröftuglega fyrir alræðisherrunum uppi í salnum, að kvalastunur fórnarlambanna í kjöllurunum drukknuðu í hávaðanum . Hinn lagði við hlustir og heyrði hjartsláttinn í fangaklefum leynilögreglunnar . Annar reiknaði sig út úr heiminum . Hinn lifði sig inn í hann . Eftirleikurinn er öllum kunnur . Sósíalisminn féll undan eigin fargi, enda hlustuðu forystumenn vestrænna þjóða ekki á úrtölumenn, og undirokaðar þjóðir Mið- og Austur-Evrópu fengu frelsi . berlínarmúrinn hrundi 9 . nóvember 1989 . Margir geyma brot úr honum til minn ing ar um þá köldu tíð, sem reyndi í smáu jafnt og stóru á mennina, dómgreind þeirra, sið- ferðisþrek og baráttuvilja . Austur-þýskur hermaður fjarlægir lík Peters Fechter sem skotinn var í flóttatilraun yfir berlínarmúrinn . Samkvæmt opinberum tölum dóu um 100 manns við flóttatilraunir til vesturs á meðan múr smánarinnar stóð . Í hinni frábæru kvikmynd „líf annarra“, Das Leben der Anderen, er því lýst hvernig fólki leið múruðu inni í Stasi-ríkinu, en skuggi múrsins hafði engin áhrif á Þorstein Vilhjálmsson og félaga sem skáluðu við smiði hans og klöppuðu svo kröftuglega fyrir al ræð isherrum kommúnistaógnarinnar að kvala- stunur fórnarlambanna drukknuðu í hávaðanum .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.