Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 56

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 56
54 Þjóðmál SUmAR 2009 þýðir minni umsvif í hagkerfinu sem aftur fækkar störfum í einkageiranum . Fækkun starfa kallar á aukin útgjöld ríkissjóðs til atvinnulausra sem étur upp meira en auknar skatttekjur . Það getur ekki verið góð hagstjórn að fækka störfum í einkageiranum til að verja störfin hjá hinu opinbera . Íatvinnulífinu býr mikil þekking . Sú þekking getur nýst að hluta til að takast á við það tjón sem við höfum öll orðið fyrir . En stjórnvöld, hvorki fyrr né síðar, hafa því miður sýnt því lítinn áhuga að leita lausna hjá þeim sem best þekkja til í rekstri fyrirtækja . Allir geta verið sammála um nauðsyn þess að halda uppi góðri velferðarþjónustu við íbúa þessa lands, en það skiptir máli hvernig það er gert og hvað það kostar . nú eru liðnir átta mánuðir frá falli bank- anna en það eru liðnir 14 mánuðir síðan atvinnulífið missti eðlilegt aðgengi að rekstr- ar fjármögnun . Allan þennan tíma hefur frasinn um að það verði að tryggja að hjól atvinnulífsins stöðvist ekki glumið í eyrum . En hvað hefur verið gert í því skyni, til hvaða aðgerða hafa stjórnvöld gripið? Engum blöðum er um það að fletta að staða nær allra fyrirtækja í landinu er mun verri en hún var fyrir ári síðan þar sem búið er að blóðmjólka þau með okurvöxtum, verðbólgu og síðan hruni krónunnar . á tímabili virtist sem ekki ætti að greiða úr vanda fyrirtækja nema henda fyrst út eigendum þeirra sem þegar hafa orðið fyrir gríðarlegu fjárhagstjóni vegna hrunsins . Hér er búið að snúa öllu á haus . bankarnir eiga að leitast við að bjarga sem mestum verð- mæt um fyrir þjóðfélagið í heild sinni . Það er ekki hægt að bjóða eigendum og stjórn- endum fyrirtækja uppá það að glæfraför gömlu bankanna og máttleysi stjórnvalda eigi að vera á kostnað atvinnulífsins og heimil anna . Það verður engin sátt um slíkt . Ófriður mun ríkja næstu árin með gríðarlegu tjóni fyrir þjóðarbúið allt þar sem allir reyna að bjarga eigin skinni án tillits til kostnaðar fyrir samfélagið . Það er vissulega rétt að sum áberandi stór- fyrirtæki hafa ekki verið rekin með skyn sam- legum hætti í hrunadansi undan farinna ára . En það á ekki við um atvinnulífið í heild sinni . Í flestum fyrir tækjum hafa stjórnendur og starfsfólk unnið hörðum höndum við upp- byggingu í samstarfi við birgja og við skipta - vini til að skapa verðmæti öllum þessum aðil- um og þjóðfélaginu í heild sinni til gagns . Í bönkunum starfar margt hæft fólk sem býr yfir ómetanlegri reynslu við að liðsinna fyrirtækjum að komast yfir erfiða hjalla í rekstri sínum . Það þarf að gefa þessu fólki og fyrirtækjunum tíma til að fara í gegnum þau erfiðu mál sem bíða úrlausnar svo að miklum verðmætum verði ekki kastað á glæ . nú er tími til að nýta kraftana og snúa bökum saman fyrir hagsmuni heildarinnar . Það nær engri átt að ganga fram gegn at-vinnu lífinu þegar krónan er í sinni veik- ustu stöðu, eftirspurn í lágmarki og skulda- stað an í hámarki, eftir gengishrun og óðaverð- bólgu . Það verður að nást um það sátt að heild- arhagsmunir þjóð fél ags ins skuli ganga fyrir og að verja skuli öll þau störf sem hægt er jafnvel þótt það geti kallað á að skuldum verði breytt í eigið fé tímabundið, lánum breytt í víkj andi lán eða með frjálsum nauða samn ingum þar sem hagsmunir heildarinnar ráða för . Gleymum því ekki að hvorki fyrirtækin, heimilin eða stjórnvöld gerðu ráð fyrir því í sínum áætlunum að það þyrfti að glíma við 100% hækkun gjaldeyris, 20% verðbólgu, 25% vexti og 30% samdrátt í einkaneyslu . Voru það mistök? Það er ekkert sem gagnast hagsmunum bankanna betur en að atvinnulífið nái aftur styrk sínum og geti greitt skuldir sínar . Fleiri störf í einkageiranum þýða að færri eru atvinnulausir sem aftur þýðir minni útgjöld ríkissjóðs sem að auki fær nýjar tekjur vegna aukinna umsvifa . Eina leiðin út úr vandanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.