Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Side 56

Þjóðmál - 01.06.2009, Side 56
54 Þjóðmál SUmAR 2009 þýðir minni umsvif í hagkerfinu sem aftur fækkar störfum í einkageiranum . Fækkun starfa kallar á aukin útgjöld ríkissjóðs til atvinnulausra sem étur upp meira en auknar skatttekjur . Það getur ekki verið góð hagstjórn að fækka störfum í einkageiranum til að verja störfin hjá hinu opinbera . Íatvinnulífinu býr mikil þekking . Sú þekking getur nýst að hluta til að takast á við það tjón sem við höfum öll orðið fyrir . En stjórnvöld, hvorki fyrr né síðar, hafa því miður sýnt því lítinn áhuga að leita lausna hjá þeim sem best þekkja til í rekstri fyrirtækja . Allir geta verið sammála um nauðsyn þess að halda uppi góðri velferðarþjónustu við íbúa þessa lands, en það skiptir máli hvernig það er gert og hvað það kostar . nú eru liðnir átta mánuðir frá falli bank- anna en það eru liðnir 14 mánuðir síðan atvinnulífið missti eðlilegt aðgengi að rekstr- ar fjármögnun . Allan þennan tíma hefur frasinn um að það verði að tryggja að hjól atvinnulífsins stöðvist ekki glumið í eyrum . En hvað hefur verið gert í því skyni, til hvaða aðgerða hafa stjórnvöld gripið? Engum blöðum er um það að fletta að staða nær allra fyrirtækja í landinu er mun verri en hún var fyrir ári síðan þar sem búið er að blóðmjólka þau með okurvöxtum, verðbólgu og síðan hruni krónunnar . á tímabili virtist sem ekki ætti að greiða úr vanda fyrirtækja nema henda fyrst út eigendum þeirra sem þegar hafa orðið fyrir gríðarlegu fjárhagstjóni vegna hrunsins . Hér er búið að snúa öllu á haus . bankarnir eiga að leitast við að bjarga sem mestum verð- mæt um fyrir þjóðfélagið í heild sinni . Það er ekki hægt að bjóða eigendum og stjórn- endum fyrirtækja uppá það að glæfraför gömlu bankanna og máttleysi stjórnvalda eigi að vera á kostnað atvinnulífsins og heimil anna . Það verður engin sátt um slíkt . Ófriður mun ríkja næstu árin með gríðarlegu tjóni fyrir þjóðarbúið allt þar sem allir reyna að bjarga eigin skinni án tillits til kostnaðar fyrir samfélagið . Það er vissulega rétt að sum áberandi stór- fyrirtæki hafa ekki verið rekin með skyn sam- legum hætti í hrunadansi undan farinna ára . En það á ekki við um atvinnulífið í heild sinni . Í flestum fyrir tækjum hafa stjórnendur og starfsfólk unnið hörðum höndum við upp- byggingu í samstarfi við birgja og við skipta - vini til að skapa verðmæti öllum þessum aðil- um og þjóðfélaginu í heild sinni til gagns . Í bönkunum starfar margt hæft fólk sem býr yfir ómetanlegri reynslu við að liðsinna fyrirtækjum að komast yfir erfiða hjalla í rekstri sínum . Það þarf að gefa þessu fólki og fyrirtækjunum tíma til að fara í gegnum þau erfiðu mál sem bíða úrlausnar svo að miklum verðmætum verði ekki kastað á glæ . nú er tími til að nýta kraftana og snúa bökum saman fyrir hagsmuni heildarinnar . Það nær engri átt að ganga fram gegn at-vinnu lífinu þegar krónan er í sinni veik- ustu stöðu, eftirspurn í lágmarki og skulda- stað an í hámarki, eftir gengishrun og óðaverð- bólgu . Það verður að nást um það sátt að heild- arhagsmunir þjóð fél ags ins skuli ganga fyrir og að verja skuli öll þau störf sem hægt er jafnvel þótt það geti kallað á að skuldum verði breytt í eigið fé tímabundið, lánum breytt í víkj andi lán eða með frjálsum nauða samn ingum þar sem hagsmunir heildarinnar ráða för . Gleymum því ekki að hvorki fyrirtækin, heimilin eða stjórnvöld gerðu ráð fyrir því í sínum áætlunum að það þyrfti að glíma við 100% hækkun gjaldeyris, 20% verðbólgu, 25% vexti og 30% samdrátt í einkaneyslu . Voru það mistök? Það er ekkert sem gagnast hagsmunum bankanna betur en að atvinnulífið nái aftur styrk sínum og geti greitt skuldir sínar . Fleiri störf í einkageiranum þýða að færri eru atvinnulausir sem aftur þýðir minni útgjöld ríkissjóðs sem að auki fær nýjar tekjur vegna aukinna umsvifa . Eina leiðin út úr vandanum

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.