Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 20

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 20
18 Þjóðmál SUmAR 2009 Hannesi Smárasyni til að stýra samtökum atvinnulífsins, að undirbúa nýjar siða- reglur fyrir sjálf stæðismenn . Ég nefndi þjóðstjórn á frægum fundi með ríkisstjórn í september og fékk kárínur fyrir, jafnvel frá þeim sem síst skyldi . En það gladdi mig að formaður flokksins viðurkenndi í ræðu sinni að þá leið hefðu menn átt að reyna til þrautar . Kæru vinir! Það styttist í kosningar . Sú verklausa vinstri stjórn sem nú situr, fyrir ótrúlegan klaufagang Framsóknar- flokks ins, er á hverjum degi að auka á vand ann sem við er að eiga en ekki minnka hann . Og það sem meira er, hún hótar að starfa áfram eftir kosningar . Gerist það mun kreppan framlengjast um fjögur ár og dýpka mikið . Það er sagt að sjálfstæðismenn séu með vindinn í fangið núna . Það má vera . En hvað með það? Þetta er pólitískur vindur sem á okkur beljar . Pólitískur vindur lýtur ekki lög málum veðurstofunnar . Öflugur flokkur, sem ekki hefur svipt sjálfan sig sjálfstraust- inu, getur annað tveggja, siglt vindinn eða breytt vindáttinni sér í hag . Stjórnmálamenn gera skissur, það hefur all ur heimurinn vitað lengi . Það má fyrirgefa skiss ur og það er oftast gert . En það er ófyr- ir gefanlegt ef menn guggna fyrir rás at- burðanna . Það má aldrei bogna þó að á móti blási . Það má aldrei hika þótt herði að og það má ekki einu sinni líta undan þótt sýnin sé ekki frýnileg . Og það má aldrei svíkja sjálfan sig og það sem maður í hjarta sínu trúir á, fyrir stund arávinning . Af hverju er andrúmsloftið okkur mót-drægt? Það er engu líkara en tekist hafi að telja fólki trú um að Sjálfstæðisflokkur inn sé baugsflokkurinn . Það var kannski Geir Haarde sem flutti borgarnesræðurnar eftir allt saman! Það er ekki nóg að hafa sannleikann sín megin . Menn verða að hafa afl til að andæfa lyg inni . Þeir sem drápu fjölmiðlalögin inn- leiddu hér lygina . Þeir eru hennar menn, ekki sjálfstæðismennirnir . Þegar Sigmundur Ernir fór af fréttastofu baugs beint í framboð fyrir Samfylkinguna fyrir norðan rakst ég á fyrrverandi starfs- mann af þeirri stöð . Ég undraðist þessi hröðu vista skipti en sá sagði að þetta væri ekkert merki legt, Sigmundur Ernir ákvað bara að færa sig til innan samsteypunnar! Það er búið að stunda grímulausan áróður úr þessari átt lengi, hvað svo sem menn hafa um það að segja hér eða annars staðar . Auðvitað er erfitt að leiðrétta rógburð og níð . Sérstaklega ef að hann stendur lengi og er vel skipulagður . látiði mig þekkja það . En sannleikurinn er seigari en þetta lið heldur . Hann hefur betur að lokum . Auðvitað er hvers konar hroki ástæðulaus, óþolandi og ögrandi . Auðvitað er sjálfsagt og skylt að sýna auðmýkt og viðurkenna hreinskilnislega það sem mönnum hefur orðið á . En auðmýkt er eitt, aumingjadómur er allt annað . Þeir fulltrúar fjöldans, þingmenn eða aðrir, sem eingöngu segja það sem þeir halda að falli að tónum þeirra sem hæst hafa, eru gagnslausir menn . Þeir sem hins vegar eru nestaðir skoðun um sem eiga rót í trú á manninn, heilbrigð um vilja hans til framtaks og trúa jafn fast á það að í erfiðleikum eigi að mylja mest undir þá sem máttvana eru og styrkja þá og þeir sem eru tilbúnir til þess að takast á við þá, sem um þessar mundir kasta lengst um skuggum á lífið í landinu, þeir munu best duga okkur núna . Það er þýðingarmikið, það er lífsspursmál, að slíkir menn séu til í þessum sal núna . Ef þeir finnast ekki hér er réttast að taka undir með séra Sigvalda að nú sé sennilega kom inn tími til að biðja Guð að hjálpa sér!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.