Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 91

Þjóðmál - 01.06.2009, Qupperneq 91
 Þjóðmál SUmAR 2009 89 bjarni Harðarson Málsvörn myrkrahöfðingjans fjármagnsflutningar sem Ólafur lýsir rétt fyrir að settu aðvörunarljósin í gang, hafi verið eðlilegir . loft- fimleikar bókarhöfundar eru hér miklu glæsilegri en svo að þeir verði kenndir við Ragnar Reykás en það rifjast upp að Clausenarnir sem Ólafur er kominn af voru margir leiknir mjög í frjálsum íþróttum . Mótsagnir í bókinni af þessu tagi eru fleiri en tölu verður á komið . Þannig er höfundi mikið niðri fyrir að aðalhagfræðingi bankans hafi verið haldið utan við ákvarðanaferli í bankanum en því er líka laumað að lesendum að Davíð Oddsson bjóði þeim manni aldrei góðan dag og höfundur veit að það er af því að viðkomandi sé evrusinni! Annarsstaðar kemur aftur á móti fram óljós skilningur bókarhöfundar á því að hávaxta- og vaxtamunarstefna Seðlabankans sé með vissum hætti rót vandans . Höfundur telur Davíð bera ábyrgð á þessari stefnu, ekki sem seðlabankastjóra heldur sem forsætisráð- herra á þeim tíma þegar stefnan er innleidd og virðist telja að sjálfstæði Seðlabankans hafi vitaskuld ekki verið fyrir hendi . Hér yfirsést höfundi að fyrrnefndur aðalhagfræðingur er sá eini sem hefur opinberlega lýst vaxtamunaviðskiptunum og jöklabréfaútgáfunni sem sérstakri og undraverðri peningavél . Hér hefur verið rakið margt af því sem sagt er í bókinni og vikið að því sem miður fer í skrifunum . Það verður að halda því til haga að höfundur víkur vitaskuld orðum að krosseignatengslum, eignagírun við skuldayfirtökur og margskonar meinsemdum við- skiptalífsins . En flest af því er afgreitt án þess að það komi að raunverulegum niðurstöðum höfundar, ekki frekar en gagnrýni breta á Kaupþingsmenn . . . Það sem er aðalatriði er hvernig Ólafur skautar fram hjá raunverulegum ástæðum þess að íslenska hag kerfinu var komið á hnén . Hvergi er vikið að því að velflest útrásarfyrirtækin íslensku voru frá fyrsta degi í reynd eignalaus . Þannig benda rannsóknir í vetur til að húsbændur Ólafs Arnar hafi ekki bara verið án eiginfjár við endalokin á liðnum vetri heldur hafi bónusfeðgar aldrei átt krónu í raunverulegri eiginfjárstöðu . Þegar kemur að umfjöllun um 1000 milljarða skuldir Fl-Group í íslenska bankakerfinu heitir það hjá bókarhöfundi að það hafi allt verið átakalítil lántaka því hún hafi verið í íslenskum krónum sem engu skipti! Allur fyrri hluti bókarinnar fer í að verja þann stórkostlega málstað Fl-manna að ríkissjóður hefði átt að afhenda Glitni stóran hluta af gjaldeyrisforða þjóðarinnar . Hér gengur aftur draugur sem var þrálátur fyrst eftir hrunið að raunverulega hafi röng aðkoma að Glitnismálinu orsakað hrunið . Það örlar hvergi á þeim skilningi sem er þó að verða flestum ljós að það var ekki Seðlabankinn sem tók bankana niður, það voru þeir sjálfir sem féllu á algerlega óábyrgri fjármálastjórn . Og aðgerðaleysið var ekki Seðlabankans heldur ríkisstjórnarinnar þó aðalatriði sé vitaskuld að gjaldþrot og fall bankanna var óumflýjanlegt og raunar nauðsynlegt . Flestir starfsmenn útrásarfyrirtækjanna unnu beinlínis við það að flytja út skuldaviðurkenningar sem getur ekki talist gæfulegur atvinnuvegur en kannski er það eins og höfundur segir samt spennandi vinna . Með sama hætti á krónan enga sök á sjálfu falli hagkerfisins heldur voru það bankarnir sem tóku krónuna niður með sér . bónusfeðgar eru raunar ekki einir um að hafa lagt upp í vafasaman glannaskap með lítið handa í milli . Þó svo að bókarhöfundar víki hvergi að því þá er sennilegast að fáir ef nokkur hinna íslensku milljarðamæringa hafi átt nokkuð af raunverulegum auði nokkurn tíma . Það skýrir betur en flest annað hversvegna svo óvarlega var farið . Menn sem ekkert eiga eru vitaskuld ekki að hætta neinu til nema annarra fjármunum . Í siðuðum löndum er hegðun sem þessi fangelsissök en á Íslandi standa útrásarvíkingarnir og talsmenn þeirra reiðir á götuhornum og líkastir vandræðaunglingum sem skamma foreldra sína fyrir ónógar flengingar . .... bókin Sofandi að feigðarósi er málsvörn þeirra myrkra höfðingja hagkerfisins sem komu Íslandi á kné . Í þessari málsvörn, þó löng sé, er lítið nýtt fram yfir það sem við áður heyrðum í viðtölum við björgólf Thor, jón ásgeir og Sigurð Einarsson . En bók þessi selst vel og fetar þar í fótspor Draumalands Andra Snæs . Þessar bækur eiga það sammerkt að vera læsilegar og þar hjálpar frekar til að höfundar láta flóknar staðreyndir sjaldan setja sig út af laginu . BiRTiST FyRST á VEFSÍðuNNi AMX .IS 8. MAÍ 2009.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.