Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 67

Þjóðmál - 01.06.2009, Blaðsíða 67
 Þjóðmál SUmAR 2009 65 Sérhver ríkisstjórn hefur neitunarvald innan nAtO . Að þessu leyti sker banda lag- ið sig frá Evrópusambandinu, svo að dæmi sé tekið, þar sem ákvarðanir meirihluta geta bundið minnihluta í einstökum málum . Eðlilegt er að velta því fyrir sér, hvers vegna danski forsætisráðherrann sætir þessari andstöðu . Svarið er bæði einfalt og flókið . Einfalt vegna þess að hann vildi ekki sætta sig við kröfur um ritskoðun og af skipti eigin ríkisstjórnar af prentfrels inu . Flók ið vegna þess, hve erfitt er fyrir okkur frjáls huga Vesturlandabúa að skilja heift ina og vægð arlausar kröfur í okkar garð, þegar um er að ræða varðveislu sjálfsagðra gilda . bandaríski fræðimaðurinn Samuel Hunt- ington, sem er nýlátinn, ritaði skömmu eftir fall Sovétríkjanna bók um átök milli ólíkra menningarheima . Þar dró hann upp þá mynd, að undan helfrosti kommúnismans kæmi nýr heimur með nýjar átakalínur, sem ættu sér dýpri sögulegar og þjóðernislegar rætur en tekist hefði að afmá með atlögu kommúnista . Hvort sem menn fallast á kenningar Huntingtons eða ekki, er hitt staðreynd, að spenna og undirrót átaka í heiminum hefur ekki horfið og er annars eðlis en áður . Atlantshafsbandalagið hefur dregist inn í þessi átök . Í sextíu ára sögu bandalags- ins hefur aðeins einu sinni verið gripið til þess ráðs að virkja kjarnagreinina í sáttmála þess um að árás á eitt aðildarríki sé árás á þau öll og þeim beri að grípa til ráðstafana til að vernda hið sameiginlega öryggi . Þetta var gert eftir árásina á bandaríkin, new York og Washington, 11 . september 2001 . upplausn júgóslavíu á tíunda áratug síðustu aldar og blóðug átök í landinu leiddu til loftárása undir handarjaðri nAtO en í mars 1999, fyrir réttum 10 árum, var herafla í fyrsta sinni beitt í árás undir merkjum nAtO . Þá hafði Slobodan Milosevic, forseti júgóslavíu, neitað Kosovo um sjálfstæði en um 90 af hundraði tveggja milljóna manna í héraðinu voru af albönsk- um ættum og sættu afarkostum af hálfu Serba . Hrakti nAtO Milosevic og menn hans á brott og nú er Kosovo orðið sjálf- stætt ríki, eins og vitað er . Í ágúst 2003 lét nAtO síðan í fyrsta sinn að sér kveða utan Evrópu og At lants- hafssvæðisins, þegar bandalagið tók að sér að stjórna ISAF, alþjóða öryggis- og að- stoðar liðinu í Afganistan, sem starfar í um- boði Sameinuðu þjóðanna . Í upphafi voru um 5 .000 menn undir stjórn nAtO í Afganistan en eru nú um 60 .000 frá 42 löndum, þar á meðal 26 aðildarríkjum nAtO . barack Obama, for- seti bandaríkjanna, hefur ákveðið að fjölga bandarískum hermönnum í Afgan istan í von um, að meiri árangur náist í átök um við talibana og aðra ófriðarseggi þar . átökin í Afganistan eru bein afleiðing árásarinnar á bandaríkin í september 2001 . um þær mundir ríkti stjórnarfarsleg upplausn í Afganistan og þar voru bæki- stöðvar hryðjuverkamanna, sem sögðu allri heimsbyggðinni stríð á hendur . Þótt ekki hafi tekist að tryggja frið í Afganistan og þróun mála í næsta nágrannaríki þess, kjarnorkuveldinu Pak ist- an, valdi áhyggjum, má segja, að verulegur árangur hafi náðst með því að splundra hnattrænu neti hryðjuverka manna, að minnsta kosti um sinn . nú láta hryðjuverkamenn einkum að sér kveða í Pakistan eða meðal nágranna þeirra, eins og árásin á Mumbai fyrir skömmu sýndi . á Vesturlöndum býst herafli ekki til átaka við landamæri ríkja, enda ekki taldar neinar líkur á innrás í hefðbundnum skilningi þess orð . Öryggi almennra borgara er ógnað af innlendum öfgamönnum, ef svo má segja . Má þar nefna múslíma af annarri kynslóð, sem ganga öfgatrúarhreyfingum á hönd og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.